A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Það er stutt á Strandirnar! Íbúafundur um dreifbýlismál

| 02. maí 2011
Myndir frá íbúafundi - IV
Myndir frá íbúafundi - IV
« 1 af 7 »

Það er stutt á Strandirnar! Þetta voru lokaorð íbúa á opnum fundi um dreifbýlismál sem haldinn var í Sauðfjársetrinu á Sævangi (sjá fyrri umfjöllun á vef 30. apríl og 1. maí 2011). Íbúar vilja leggja áherslu á öflugri markaðssetningu á Ströndum út á við en einnig að efla ímynd samfélagsins inn á við með jákvæðum og hvetjandi viðhorfum sem stuðla m.a. að nýsköpun og áframhaldandi uppbyggingu. Rætt var um gæði og möguleika öflugrar sauðfjárræktar á Ströndum, bæði hvað varðar bragðgott villilamb sem og  heilbrigð líflömb, auk þess sem horft var til möguleika á frekari nýtingu auðlinda á svæðina. Þetta var meðal þess sem kom fram  þegar fundarmenn svöruðu 3. og síðustu spurningu íbúafundarins sem var ,,Hvað geta íbúar gert til að stuðla að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í dreifbýli Strandabyggðar?" 

Niðurstöður fundarins má sjá í heild sinni í meðfylgjandi skjali.

Hláturjóga á vegum Hamingjudaga í sumar

| 02. maí 2011
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari
Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari
Á Hamingjudögum 2011 verður sérstök áhersla lögð á að íbúar á Ströndum og nágrenni fái tækifæri til að finna og rækta innri hamingju. Hátíðin í ár verður því með örlítið breyttu sniði þar sem stefnt er að því að bjóða upp á ýmis námskeið sem tengjast sérstaklega viðfangsefni hátíðarinnar - hamingjunni einu og sönnu. 

Eitt af þeim námskeiðum sem boðið verður upp á er frábært námskeið undir stjórn Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara. Ásta Valdimarsdóttir lærði hláturjóga í Noregi 2001 og hefur síðan haldið marga fyrirlestra og námskeið um fyrirbærið á Íslandi og í Noregi. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 28. júní, hefst kl. 19:00 og tekur þrjá tíma. Tilgangurinn með því er að efla og styrkja líkama, huga og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun....
Meira

Hvenig getur sveitarfélagið stuðlað að eflingu byggðar í dreifbýli?

| 01. maí 2011
Á opnum íbúafundi um dreifbýlismál sem haldinn var í Sauðfjársetrinu á Sævangi 19. apríl s.l. (sjá umfjöllun á vef Strandabyggðar 30. apríl 2011) var spurningunni ,,Hvernig getur sveitarfélagið stuðlað að eflingu byggðar í dreifbýli?" svarað af fundarmönnum. Spurningin er ein af þremur spurningum sem unnið var með í hópum:  

1. Hverju getur sveitarfélagið beitt sér fyrir út á við, t.d. við ríkisvaldið? (sjá fyrri umfjöllun)
2. Hvernig getur sveitarfélagið stuðlað að eflingu byggðar í dreifbýli?
3. Hvað geta íbúar gert til að stuðla að áframhaldani þróun og uppbyggingu í dreifbýli Strandabyggðar?


Ljóst er að samgöngumál eru íbúum í dreifbýli hugleikin þegar kemur að því að nefna það sem skiptir mestu máli að sveitarfélagið vinni að. Auðvelda aðgengi og stytta tíma og vegalengdir milli búsetu annars vegar og þjónustu og atvinnu hinsvegar. Meðfylgjandi eru brýnustu áherslur íbúa við spurningu nr. 2:

  • Gera sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk

       - Skóli (akstur, tími ofl)

       - Samgöngur

       - Viðburðir (sameina íbúa alls sveitarfélagsins oftar)

       - Færa þjónustu út fyrir Hólmavík (t.d. íþróttir, bókasafn)
       - Miða opnunartíma/afgreiðslutíma við þarfir bænda/dreifbýlisbúa að einhverju leyti

  • Samgöngur

       - Skólabíll

            o Skólabíll nógu stór fyrir:

                 * Grunnskólabörn

                 * Leikskólabörn

                 * Aldraða

                      - Komast í verslun

                      - Félagsstarf aldraðra

                 * Vinnandi fólk

           o Akstur á skólaviðburði og félagsmiðstöð

       - Akstursstyrk fyrir þá sem búa í dreifbýli en vinna á Hólmavík

       - Aksturspeningar t.d. vegna nefndarstarfa, sveitarstjórnar, félagsstarfa

       - Snjómokstur

           o Snjómokstur fyrst á skólaakstursleiðum á morgnanna: Út að Ennishálsi og Steingrímsfjarðarheiði.
          o Götur, heimreiðar bæjanna a.m.k. aðra hverja viku

          o Bændur fái fjármagn í snjómokstur til að koma börnum í skóla (heimreiðar)

          o Snjómokstursreglur, t.d. út á Langadalsströnd

  • Sorphirða

        - Upplýsingar um framkvæmd sorpflokkunar í dreifbýli aðgengilegar

        - Upplýsingar um lífrænt rusl

        - Athuga/fara yfir saðsetningu sorpíláta

  • Fjallskil og réttir

        - Smalamennskur - samræming milli sveitarfélaga

        - Endurbæta rétta: Kirkjubólsrétt, Skeljavíkurrétt

        - Fjölgun rétta: Kollafjörður, Ísafjarðardjúp

        - Bitran

  • Upplýsingar og tengsl

        - Merkja bæi, gönguleiðir, örnefni og annað

        - Halda góðu sambandi við Strandafólk í námi og störfum annars staðar

        - Monta sig meira af bændum við öll tækifæri!

Íbúafundur um dreifbýlismál

| 30. apríl 2011
Frá íbúafundi um dreifbýlismál. Mynd IV.
Frá íbúafundi um dreifbýlismál. Mynd IV.

Á opnum íbúafundi sem haldinn var í Sauðfjársetrinu á Sævangi 19. apríl s.l. um dreifbýlismál komu fram hugmyndir íbúa um hvernig unnt er að stuðla að áframhaldandi þróun og uppbyggingu í dreifbýli í Strandabyggð. Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd og sveitarstjórn Strandabyggðar stóðu fyrir fundinum en fundarstjórar voru Jón Stefánsson formaður nefndarinnar og Ingibjörg Valgeirsdóttir sveitarstjóri. Fundurinn var með sama sniði og íbúafundur um fjármál Strandabyggðar sem haldinn var á Hólmavík í nóvember s.l. þar sem hugmyndavinna var unnin í hópum eftir stutt innlegg fundarstjóra.

Ein af spurningunum sem fundarmenn fjölluðu um var fyrir hverju sveitarfélagið Strandabyggð getur beitt sér út á við, t.d. við ríkisvaldið, sem stuðlar að eflingu byggðar í dreifbýli. Samgöngu-, orku- og fjarskiptamál voru ofarlega í huga fólks í dreifbýli Strandabyggðar sem og mikilvægi þess að sveitarstjórn standi vörð um hagsmuni íbúa út á við. Hér fyrir neðan má sjá þau atriði sem íbúar lögðu mesta áherslu á varðandi þessa spurningu en frekari umfjöllun um íbúafundinn mun birtast hér á vef Strandabyggðar næstu daga.

Hverju getur sveitarfélagið Strandabyggð beitt sér fyrir út á við, t.d. við ríkisvaldið:

  • Sveitarstjórn gæti hagsmuna íbúa út á við:
    - Verja hagsmuni íbúa þegar sett eru lög og reglugerðir
    - Standa vörð um framlög úr Jöfnunarsjóði - t.d. varðandi skólaakstur
    - Standa vörð um póstþjónustu
    - Segja frá möguleikum byggðarlagsins 
    - Vera vakandi yfir að fá fyrirtæki til að flytja hingað
    - Refa- og minkaveiðar - meira fjármagn, m.a. vegna nálægðar við friðland
  • Samgöngmál
    - Viðhald vega
        o Snjómokstur
        o Ná vegum upp úr drullu
        o Vegrið í Kollafjörð 
        o Slitlag þar sem vantar + Bitran
    - Almenningssamgöngur:
        o Hólmavík - Akureyri
        o Hólmavík - Ísafjörður
  • Orkumál
    - Þriggja fasa rafmagn
    - Jöfnun raforkukostnaðar
    - Hitaveita
  • Fjarskiptamál
    - Bæta gsm-þjónustu
    - Bæta nettengingar
    - Bæta útvarpssendingar
    - Bæta sjónvarpssendingar, t.d. Stöð 2
  • Varnargirðingar
    - Viðhald og eftirlit 
    - Þrif og endurnýjun

Sumarið, börnin og umferðin á Hólmavík

| 30. apríl 2011

Sumarið er að ganga í garð á Ströndum og heimamenn taka því fagnandi. A.m.k. gera yngstu íbúarnir það sem hlaupa út með reiðhjólin sín, fótboltana, línuskautana og leikgleðina. Sveitarfélagið Strandabyggð beinir því til allra ökumanna að huga vel að litlu Strandamönnunum í umferðinni og hægja sérstaklega á akstri innan Hólmavíkur og í kringum bæi í dreifbýlinu.

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Strandamönnum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars!

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón