| 01. maí 2011
Á opnum íbúafundi um dreifbýlismál sem haldinn var í Sauðfjársetrinu á Sævangi 19. apríl s.l. (sjá umfjöllun á vef Strandabyggðar 30. apríl 2011) var spurningunni
,,Hvernig getur sveitarfélagið stuðlað að eflingu byggðar í dreifbýli?" svarað af fundarmönnum. Spurningin er ein af þremur spurningum sem unnið var með í hópum:
1. Hverju getur sveitarfélagið beitt sér fyrir út á við, t.d. við ríkisvaldið? (sjá fyrri umfjöllun)
2. Hvernig getur sveitarfélagið stuðlað að eflingu byggðar í dreifbýli?
3. Hvað geta íbúar gert til að stuðla að áframhaldani þróun og uppbyggingu í dreifbýli Strandabyggðar?
Ljóst er að samgöngumál eru íbúum í dreifbýli hugleikin þegar kemur að því að nefna það sem skiptir mestu máli að sveitarfélagið vinni að. Auðvelda aðgengi og stytta tíma og vegalengdir milli búsetu annars vegar og þjónustu og atvinnu hinsvegar. Meðfylgjandi eru brýnustu áherslur íbúa við spurningu nr. 2:
- Gera sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldufólk
- Skóli (akstur, tími ofl)
- Samgöngur
- Viðburðir (sameina íbúa alls sveitarfélagsins oftar)
- Færa þjónustu út fyrir Hólmavík (t.d. íþróttir, bókasafn)
- Miða opnunartíma/afgreiðslutíma við þarfir bænda/dreifbýlisbúa að einhverju leyti
- Skólabíll
o Skólabíll nógu stór fyrir:
* Grunnskólabörn
* Leikskólabörn
* Aldraða
- Komast í verslun
- Félagsstarf aldraðra
* Vinnandi fólk
o Akstur á skólaviðburði og félagsmiðstöð
- Akstursstyrk fyrir þá sem búa í dreifbýli en vinna á Hólmavík
- Aksturspeningar t.d. vegna nefndarstarfa, sveitarstjórnar, félagsstarfa
- Snjómokstur
o Snjómokstur fyrst á skólaakstursleiðum á morgnanna: Út að Ennishálsi og Steingrímsfjarðarheiði.
o Götur, heimreiðar bæjanna a.m.k. aðra hverja viku
o Bændur fái fjármagn í snjómokstur til að koma börnum í skóla (heimreiðar)
o Snjómokstursreglur, t.d. út á Langadalsströnd
- Upplýsingar um framkvæmd sorpflokkunar í dreifbýli aðgengilegar
- Upplýsingar um lífrænt rusl
- Athuga/fara yfir saðsetningu sorpíláta
- Smalamennskur - samræming milli sveitarfélaga
- Endurbæta rétta: Kirkjubólsrétt, Skeljavíkurrétt
- Fjölgun rétta: Kollafjörður, Ísafjarðardjúp
- Bitran
- Merkja bæi, gönguleiðir, örnefni og annað
- Halda góðu sambandi við Strandafólk í námi og störfum annars staðar
- Monta sig meira af bændum við öll tækifæri!