Sveitarstjórnarfundur 1. mars
Auglýsing um tillögu að deiliskipulagi - Urðunarstaður í landi Skeljavíkur
Sveitarstjórn Strandabyggðar auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi fyrir urðunarstað í landi Skeljavíkur skv. 41. gr. laga nr. 123/2010. Deiliskipulagssvæðið er um 3,3 ha að stærð þar sem gert er ráð fyrir allt að 500 tonnum árlega til urðunar. Urðunarstaðurinn er í landi Skeljavíkur í Strandabyggð. Svæðið er um 750 m austur af Þverárvirkjun og 400 m frá gatnamótun Djúpvegar (61).
Tillagan er sett fram á uppdrætti með greinargerð og umhverfisskýrslu, dags. 17. febrúar 2011. Tillagan og umhverfisskýrsla mun vera til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar Höfðagötu 3, 510 Hólmavík frá 24. febrúar 2011 til 31. mars 2011. Ennfremur er tillagan til sýnis (hér).
Athugasemdum skal skilað til skrifstofu Strandabyggðar fyrir 14. apríl 2011 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.
Ingibjörg Valgeirsdóttir
Sveitarstjóri
Hamingju-undirbúningur að hefjast
Lagasamkeppni Hamingjudaga 2011
Ákveðið hefur verið að efna til lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2011. Skilafrestur á lagi í keppnina er til föstudagsins 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 sunnudagskvöldið 8. maí. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.
...Meira