Hundahreinsun á Hólmavík
Þriðjudaginn 30. nóvember 2010 verða dýralæknarnir Hjalti Viðarson og Flora-Josephine með viðveru í Áhaldahúsinu á Hólmavík milli klukkan 16:30-18:00. Þau bjóða upp á ormahreinsun fyrir hunda auk þess sem hægt er að láta bólusetja bæði hunda og ketti.
Verð fyrir bólusetningu hunda er kr. 5000 og kr. 3500 fyrir ketti. Ekki verður posi á staðnum og er því dýraeigendur hvattir til að vera með peninga á sér.
Ef dýraeigendur hafa hug á að biðja dýralækna um önnur verk í leiðinni er þeim bent á að hafa samband við dýralæknana með fyrirvara í síma 434-1122 eða 866-6528.