A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Erindakerfi tekið í notkun í Strandabyggð

| 11. janúar 2011
Sveitarfélagið Strandabyggð tekur nú í janúar í notkun erindakerfið One Systems. Með kerfinu er á markvissan hátt unnt að halda utan um öll þau fjölmörgu erindi sem berast til sveitarfélagsins, afgreiðslu þeirra og vinnslu.  Kerfið auðveldar og sparar tíma við undirbúning og eftirvinnslu funda og heldur utan um þjónustu og verkbókhald í nýrri félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Þá hjálpar kerfið sveitarfélaginu að uppfylla ýtrustu kröfur um upplýsinga- og gagnaöryggi. Með innleiðingu á kerfinu er horft til reynslu fjölmargra sveitarfélaga sem nota One Systems, m.a. nágrannasveitarfélaganna Súðavíkurhrepps og Reykhólahrepps.

Í byrjun árs voru helstu tölvukerfi sveitarfélagsins Strandabyggðar færð frá skrifstofu sveitarfélagsins til hýsingar hjá fyrirtækinu Tölvumiðlun. Með þessum hætti er unnt að tryggja öryggi mikilvægra gagna og spara endurnýjun á dýrum tölvubúnaði á skrifstofu Strandabyggðar. Þá auðveldar hýsingin aðgengi starfsmanna sveitarfélagsins að ákveðnum kerfum sem felur í sér vinnusparnað. Með færslu á hýsingu opnast einnig möguleikar á frekari breytingum og hagræðingu í tölvumálum sveitarfélagsins í framtíðinni.

Rafrænir launaseðlar og rafræn fundarboð

| 11. janúar 2011
Frá og með 1. febrúar 2011 fá starfsmenn sveitarfélagsins Strandabyggðar launaseðla senda á rafrænu formi inn á heimabanka sína og birtast þar undir rafræn skjöl. Ef sérstaklega er óskað eftir útprentuðum seðlum er hægt að senda póst á skrifstofa@holmavik.is  

Þá verða fundarboð og fundargögn sveitarstjórnar og nefnda á vegum sveitarfélagsins eingöngu send út í tölvupósti frá og með 1. janúar 2011.

Í nóvember s.l. var óskað eftir hagræðingar- og sparnaðarhugmyndum frá íbúum Strandabyggðar þar sem þessar hugmyndir komu m.a. fram. Með þessum hætti er unnt að draga úr pappírs- og sendingarkostnaði og spara launakostnað á sama tíma og stuðlað er að umhverfisvænni starfsemi.  

Nýr leikskólastjóri við leikskólann Lækjarbrekku

| 10. janúar 2011

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, leikskólakennari, hefur verið ráðin leikskólastjóri við leikskólann Lækjarbrekku. Ingibjörg Alma hefur bæði starfað sem almennur starfsmaður og deildarstjóri við leikskólann Ásgarð á Hvammstanga frá árinu 2002 með 2 - 6 ára börnum.  Áður vann hún m.a. á leikskólanum Sólgarði sem er leikskóli á vegum Félagstofnunar stúdenta og er fyrir börn á aldrinum 6 mánaða til 2 ára. Ingibjörg Alma kemur til starfa 4. apríl n.k. en hún mun koma að skipulagningu innra starfs fram að þeim tíma.

Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir er boðin velkomin til starfa fyrir Strandabyggð. 

Fundur í sveitarstjórn

| 10. janúar 2011
Fundur 1175 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn á skrifstofu sveitarfélagsins að Hafnarbraut 19, miðvikudaginn 12. janúar 2011 kl. 18:15. Dagskrá fundarins má sjá hér.

Tillaga um flutning skrifstofu Strandabyggðar

| 10. janúar 2011

Þegar leitað var til íbúa Strandabyggðar eftir sparnaðar- og hollráðum í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir áramót komu fram ýmsar tillögur sem snéru að mögulegum flutningi sveitarstjórnarskrifstofu Strandabyggðar frá Hafnarbraut 19. Þar hefur hún verið til húsa um árabil. Á vinnufundum sveitarstjórnar Strandabyggðar hefur verið rætt um þessar tillögur og kostir þeirra og gallar bornir saman.

Sú tillaga að skrifstofan verði flutt í húsnæði hreppsins að Höfðagötu 3 og starfrækt þar með Þróunarsetrinu á Hólmavík hefur verið skoðuð sérstaklega í samráði við starfsfólk skrifstofunnar. Hefur nú tillaga um að ráðist verði í þann flutning verið lögð fyrir sveitarstjórn og verður ákvörðun um þetta tekin fyrir á fundi miðvikudaginn 12. janúar. Hugmyndin er að flutt verði inn í lausar skrifstofur á annarri hæð, jafnframt því að farið verði í þær tilfæringar sem þarf innan Þróunarsetursins.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón