Flugeldasýningu frestað
Vegna veðurs verður flugeldasýningu sem vera
átti í kvöld á hafnarsvæðinu frestað fram á
laugardaginn 8. janúar kl. 20:00
Úthlutun byggðakvóta 2011
Hægt að sjá forsendur byggðakvóta hér.
Tómstundafulltrúi í Strandabyggð
Arnar Jónsson tekur við nýju starfi tómstundafulltrúa Strandabyggðar í dag. Arnar er með B.A. gráðu í tómstunda og félagsmálafræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á Sævangi og verið leiðandi í uppbyggingu þess og markaðssetningu. Arnar er í stjórn Menningarráðs Vestfjarða og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið Strandabyggð með setu í nefndum og ráðum. Arnar starfar einnig sem stundakennari í lífsleikni, tónmennt, upplýsingatækni og leikrænni tjáningu við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík.
Í starfi tómstundafulltrúa felst meðal annars umsjón með félagsmiðstöðinni Ozon en því starfi gegndi Bjarni Ómar Haraldsson til 1. janúar 2011. Er Bjarna Ómari þakkað kærlega fyrir hans starf við félagsmiðstöðina um árabil.
Arnar Jónsson er boðinn velkominn til starfa fyrir Strandabyggð.