A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skólastarf fellur niður í dag.

| 07. janúar 2011
Allt skólastarf í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík fellur niður í dag, föstudaginn 7. janúar, vegna aftakaveðurs sem gengur nú yfir norðanvert landið.

Flugeldasýningu frestað

| 06. janúar 2011

Vegna veðurs verður flugeldasýningu sem vera

átti í kvöld á hafnarsvæðinu frestað fram á

laugardaginn 8. janúar kl. 20:00

Úthlutun byggðakvóta 2011

| 04. janúar 2011
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerðir um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2010/2011. Hólmavík er úthlutað 100 þorskígildistonnum sem er jafn mikið og árið 2010. Heildarúthlutunin nemur 4564 tonnum sem er um 17% aukning frá fyrra fiskveiðiári þegar heildin var 3885 tonn, auk 972 tonnum sem ekki nýttust í fyrri úthlutun. Alþingi samþykkti á árinu lagabreytingu sem heimilar tilflutning byggðakvóta milli fiskveiðiára með sama hætti og gert er með aðrar úthlutanir aflamarks. Byggðakvóti Hólmavíkur var fullnýttur árið 2010 og flyst því ekkert á milli áranna 2010 og 2011.  Alls fá nú 44 byggðarlög í landinu úthlutun samkvæmt frétt á vef Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins, sjá hér. Þar kemur einnig fram að byggðakvóti getur samkvæmt reglugerð nr. 857/2010 mestur orðið 300 tonn og fær eitt byggðarlag, Flateyri, svo háa úthlutun. Önnur sveitarfélög eru umtalsvert lægri.

Hægt að sjá forsendur byggðakvóta hér.

Tómstundafulltrúi í Strandabyggð

| 03. janúar 2011

Arnar Jónsson tekur við nýju starfi tómstundafulltrúa Strandabyggðar í dag.  Arnar er með B.A. gráðu í tómstunda og félagsmálafræðum frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin ár gegnt stöðu framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á Sævangi og verið leiðandi í uppbyggingu þess og markaðssetningu. Arnar er í stjórn Menningarráðs Vestfjarða og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið Strandabyggð með setu í nefndum og ráðum. Arnar starfar einnig sem stundakennari í lífsleikni, tónmennt, upplýsingatækni og leikrænni tjáningu við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík.  

 

Í starfi tómstundafulltrúa felst meðal annars umsjón með félagsmiðstöðinni Ozon en því starfi gegndi Bjarni Ómar Haraldsson til 1. janúar 2011. Er Bjarna Ómari þakkað kærlega fyrir hans starf við félagsmiðstöðina um árabil.

 

Arnar Jónsson er boðinn velkominn til starfa fyrir Strandabyggð. 

 

Gleðileg jól!

| 23. desember 2010
Hólmavíkurkirkja
Hólmavíkurkirkja
Sveitarstjórn og starfsfólk Strandabyggðar sendir  sveitungum sínum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir það liðna.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón