A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gleðileg jól!

| 23. desember 2010
Hólmavíkurkirkja
Hólmavíkurkirkja
Sveitarstjórn og starfsfólk Strandabyggðar sendir  sveitungum sínum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir það liðna.

Fjöldi umsókna um störf á Ströndum

| 15. desember 2010

Mikill áhugi virðist vera á þátttöku í lífi og starfi í Strandabyggð. Alls sóttu 10 einstaklingar um nýja stöðu félagsmálastjóra á Ströndum og Reykhólahreppi, 7 konur og 3 karlar. Þá bárust 6 umsóknir um nýja stöðu tómstundafulltrúa Strandabyggðar en 3 konur og 3 karlar sóttu um starfið. Verið er að vinna úr umsóknum og stefnt er að því að ganga frá ráðningum fyrir jól. Umsóknarfrestur um starf leikskólastjóra á leikskólanum Lækjarbrekku rennur út á miðnætti í kvöld. 

Lífæðin - útvarp Hólmavík FM 97,5

| 09. desember 2010
Lífæðin FM 97,5
Lífæðin FM 97,5

Nú stendur yfir fjölmiðlavika í Grunnskólanum á Hólmavík og fór útsending Lífæðarinnar - útvarp Hólmavík FM 97,5 í loftið í morgun. Fjölbreytt dagskrá er framundan næstu vikuna þar sem nemendur sjá um eigin útvarpsþætti með aðstoð starfsmanna skólans. Við hvetjum alla til að hlutsta á FM 97,5 og hringja inn í s. 451-3429. Sjá dagskrána hér. Enn er einhverjir dagskrártímar lausir á Lífæðinni - útvarp Hólmavík FM 97,5 og eru allir sem áhuga hafa á því að taka þátt í dagskránni beðnir um að hafa samband á netfangið skolastjorar@holmavik.is eða í s. 451-3129.

Gestir í Skelinni lesa upp úr gömlum og nýjum bókum

| 08. desember 2010
Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir doktorsnemar í bókmenntafræði er nú gestir í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu við Hafnarbraut 7. Þau munu lesa úr verkum sínum föstudagskvöldið 10. desember, kl. 20:00 í Skelinni, Hólmakaffi. Gunnar Theodór hefur gefið út tvær bækur, annars vegar barnabókina Steindýrin sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008, og hins vegar hugleiðingarritið Köttum til varnar, sem kom út nú í nóvember hjá JPV. Yrsa Þöll gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Tregðulögmálið, sem fjallar um háskólastúlkuna Úlfhildi sem er að vakna til vitundar um heiminn í kringum sig. Tregðulögmálið hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. 

Gunnar Theodór mun einnig lesa upp úr barnabók sinni Steindýrin á Héraðsbókasafninu á Hólmavík, föstudaginn 10. desember kl. 10:30.

Allir íbúar og gestir á Ströndum eru velkomnir á báða viðburðina.



Kveikt á jólatrénu frá Noregi!

| 06. desember 2010
   

Þriðjudaginn 7. desember fer fram afhending á jólatré frá vinabænum Hole í Noregi. Kveikt verður á jólatrénu við hátíðlega athöfn við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík. Barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju mun syngja og flutt verða stutt ávörp.  Athöfnin hefst kl. 18:00 og eru allir íbúar Strandabyggðar hvattir til að mæta.

 

Góðir gestir flytja okkur tréð alla leið frá Noregi, þær Ingeborg Hoy og Sissel Landel Dæhli. Þær koma til Hólmavíkur í dag og dvelja hér þangað til á fimmtudaginn. Þær munu kynna sér líf og starf á Ströndum þessa vikuna og munu m.a. heimsækja félagsstarf eldri borgara, leikskólann Lækjarbrekku, Grunn- og Tónskólann, fara í skoðunarferð í Galdrasafnið og í Strandakúnst auk þess sem þær fara í útsýnisferð um Bjarnafjörð og nágrenni. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir íbúum Hole hlýjar þakkir fyrir vinahug á liðnum árum. 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón