A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fjöldi umsókna um störf á Ströndum

| 15. desember 2010

Mikill áhugi virðist vera á þátttöku í lífi og starfi í Strandabyggð. Alls sóttu 10 einstaklingar um nýja stöðu félagsmálastjóra á Ströndum og Reykhólahreppi, 7 konur og 3 karlar. Þá bárust 6 umsóknir um nýja stöðu tómstundafulltrúa Strandabyggðar en 3 konur og 3 karlar sóttu um starfið. Verið er að vinna úr umsóknum og stefnt er að því að ganga frá ráðningum fyrir jól. Umsóknarfrestur um starf leikskólastjóra á leikskólanum Lækjarbrekku rennur út á miðnætti í kvöld. 

Lífæðin - útvarp Hólmavík FM 97,5

| 09. desember 2010
Lífæðin FM 97,5
Lífæðin FM 97,5

Nú stendur yfir fjölmiðlavika í Grunnskólanum á Hólmavík og fór útsending Lífæðarinnar - útvarp Hólmavík FM 97,5 í loftið í morgun. Fjölbreytt dagskrá er framundan næstu vikuna þar sem nemendur sjá um eigin útvarpsþætti með aðstoð starfsmanna skólans. Við hvetjum alla til að hlutsta á FM 97,5 og hringja inn í s. 451-3429. Sjá dagskrána hér. Enn er einhverjir dagskrártímar lausir á Lífæðinni - útvarp Hólmavík FM 97,5 og eru allir sem áhuga hafa á því að taka þátt í dagskránni beðnir um að hafa samband á netfangið skolastjorar@holmavik.is eða í s. 451-3129.

Gestir í Skelinni lesa upp úr gömlum og nýjum bókum

| 08. desember 2010
Gunnar Theodór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttir doktorsnemar í bókmenntafræði er nú gestir í Skelinni, lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu við Hafnarbraut 7. Þau munu lesa úr verkum sínum föstudagskvöldið 10. desember, kl. 20:00 í Skelinni, Hólmakaffi. Gunnar Theodór hefur gefið út tvær bækur, annars vegar barnabókina Steindýrin sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008, og hins vegar hugleiðingarritið Köttum til varnar, sem kom út nú í nóvember hjá JPV. Yrsa Þöll gaf nýverið út sína fyrstu skáldsögu, Tregðulögmálið, sem fjallar um háskólastúlkuna Úlfhildi sem er að vakna til vitundar um heiminn í kringum sig. Tregðulögmálið hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. 

Gunnar Theodór mun einnig lesa upp úr barnabók sinni Steindýrin á Héraðsbókasafninu á Hólmavík, föstudaginn 10. desember kl. 10:30.

Allir íbúar og gestir á Ströndum eru velkomnir á báða viðburðina.



Kveikt á jólatrénu frá Noregi!

| 06. desember 2010
   

Þriðjudaginn 7. desember fer fram afhending á jólatré frá vinabænum Hole í Noregi. Kveikt verður á jólatrénu við hátíðlega athöfn við Grunn- og Tónskólann á Hólmavík. Barna- og unglingakór Hólmavíkurkirkju mun syngja og flutt verða stutt ávörp.  Athöfnin hefst kl. 18:00 og eru allir íbúar Strandabyggðar hvattir til að mæta.

 

Góðir gestir flytja okkur tréð alla leið frá Noregi, þær Ingeborg Hoy og Sissel Landel Dæhli. Þær koma til Hólmavíkur í dag og dvelja hér þangað til á fimmtudaginn. Þær munu kynna sér líf og starf á Ströndum þessa vikuna og munu m.a. heimsækja félagsstarf eldri borgara, leikskólann Lækjarbrekku, Grunn- og Tónskólann, fara í skoðunarferð í Galdrasafnið og í Strandakúnst auk þess sem þær fara í útsýnisferð um Bjarnafjörð og nágrenni. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir íbúum Hole hlýjar þakkir fyrir vinahug á liðnum árum. 

Frábært tækifæri: Leikskólastjóri á Ströndum

| 03. desember 2010

Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík auglýsir eftir leikskólastjóra. Í skólanum eru um 30 börn í tveimur deildum og þar dvelja börn frá 1 árs aldri. Einkunnarorð skólans eru: Gleði - Virðing - Vinátta.

 

Meginhluverk leikskólastjóra er að:

# Veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi 
# Stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi, fjármálum og rekstri skólans
# Bera ábyrgð á stefnumörkun skólans í samstarfi við sveitarstjórn

 

Menntunar- og færnikröfur:
# Leikskólakennaramenntun áskilin
# Menntun, hæfni og reynsla í stjórnun æskileg
# Færni í mannlegum samskiptum

# Áhugi á börnum og samskiptum við þau

# Sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfileikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi

 

Hólmavík er í 234 km fjarlægð frá Reykjavík og tilheyrir sveitarfélaginu Strandabyggð sem rúmlega 500 manns búa í. Þar er góð þjónusta, öflugur grunn- og tónlistaskóli, fjölbreytt menningarstarf og góð íþrótta- og útivistaraðstaða í einstaklega fallegu umhverfi. Nánar á www.strandabyggd.is og www.123.is/laekjarbrekka.

 

Umsóknarfrestur er til 15. desember næstkomandi. Umsóknir, ásamt ferilskrá og meðmælendum, berist á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík, netfang: holmavik@holmavik.is, sem einnig gefur nánari upplýsingar í s. 451-3510.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón