Nýjar fundargerðir komnar inn
Vakin er athygli á því að nýjar fundargerðir eru komnar á vefinn, frá sveitarstjórnarfundi 17. ágúst og frá nefndum sem funduðu fyrir þann fund. Næsti fundur sveitarstjórnar verður þriðjudaginn 24. ágúst næstkomandi, þannig að nú er einungis vika á milli funda. Hægt er að senda inn erindi fyrir fundinn á holmavik@holmavik.is eða skila þeim á skrifstofu sveitarfélagsins.