A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gleðilegan þjóðhátíðardag (vatnslaust um morguninn)!

| 17. júní 2010

Strandabyggð vill óska lesendum síðunnar gleðilegs þjóðhátíðardags. Nóg er um að vera í sveitarfélaginu á þessum merkisdegi. Ungmennafélagið Geislinn stendur fyrir hátíðardagskrá á Hólmavík og hefst fjörið með blöðrusölu og andlitsmálun í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 12:00. Skrúðganga fer af stað frá Félagsheimilinu kl. 14:00 og liggur leiðin að Klifstúni (neðan við kirkjuna) þar sem fjallkonan treður upp og farið verður í leiki.

Af öðrum viðburðum í Strandabyggð á 17. júní má nefna að golfmót verður haldið á Skeljavíkurvelli og opið hús verður í golfskálanum. Á Sauðfjársetrinu verður þjóðhátíðarkaffi um daginn og spurningakeppni undir nafninu Kaffi Kviss um kvöldið. Strandakúnst opnar nýja sölubúð í Þróunarsetrinu og verður opið frá 14-17 í sumar. Að sjálfsögðu er einnig opið hjá öðrum ferðaþjónustuaðilum og fleira hægt að gera sér til gamans.

Rétt er að koma því einnig að hér að vatnslaust verður í rauða og appelsínugula hverfinu á Hólmavík að morgni 17. júní, frá kl. 9:00. Vonast er til að viðgerð á vatnsveitunni taki ekki meira en hálftíma.

Ný sveitarstjórn Strandabyggðar tekin við

| 16. júní 2010
Við höfnina á Hólmavík
Við höfnina á Hólmavík

Ný sveitarstjórn Strandabyggðar er tekin við stjórnartaumum og hélt sinn fyrsta fund þriðjudaginn 15. júní 2010. Fundinn sátu Jón Gísli Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir og Sverrir Guðbrandsson fyrir J-lista og Jón Jónsson og Katla Kjartansdóttir fyrir V-lista. Á fundinum var lögð fram sameiginleg yfirlýsing listanna um samstarf á því kjörtímabili sem nú er að hefjast. Í framhaldi af því var Jón Gísli Jónsson kjörinn oddviti Strandabyggðar og Jón Jónsson varaoddviti. Yfirlýsing listanna um samstarfið er birt hér að neðan:   

...
Meira

Menningarverðlaun Strandabyggðar

| 15. júní 2010
Á Furðuleikum Sauðfjársetursins
Á Furðuleikum Sauðfjársetursins

Í vetur ákvað Menningarmálanefnd Strandabyggðar að stofna til sérstakra Menningarverðlauna. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn á Hamingjudögum á Hólmavík nú í sumar. Menningarmálanefnd skipar jafnframt dómnefnd þá sem velur úr innsendum tillögum, en Menningarmálanefnd er nú skipuð þeim Jóhönnu Ásu Einarsdóttur, Rúnu Stínu Ásgrímsdóttur, Jóni Halldórssyni, Salbjörgu Engilbertsdóttur sem er formaður hennar, og Guðrúnu Guðfinnsdóttur sem tók sæti í nefndinni meðan Kristín Sigurrós Einarsdóttir starfar sem framkvæmdastjóri Hamingjudaga. Ákveðið hefur verið að þrátt fyrir nýafstaðnar sveitarstjórnarkosningar muni þessi nefnd starfa áfram fram yfir Hamingjudaga.

...
Meira

Fréttatilkynning frá Strandabyggð vegna ráðningar á nýjum stjórnendum við Grunnskólann og Tónskólann á Hólmavík

| 08. júní 2010
Frá litlu-jólum Grunnskólans
Frá litlu-jólum Grunnskólans

Nýlega var Bjarni Ómar Haraldsson ráðinn skólastjóri við Grunnskólann á Hólmavík. Bjarni Ómar tekur við af Victori Erni Victorssyni sem gengdi starfi skólastjóra til fjölda ára.

Bjarni Ómar er 41 árs í sambúð með Öldu Guðmunsdóttur frá Raufarhöfn og eiga þau tvö börn. Bjarni hefur starfað sem kennari við fyrir Grunn- og Tónskólann á Hólmavík frá árinu 2003 eða eftir að hann færði sig um set frá vinabænum Raufarhöfn  þar sem hann starfaði sem kennari við Tónlistarskólann frá árinu 1993 og sem kennari við Grunnskólann á Raufarhöfn frá árinu 1997 - 2003. Veturinn 2008 - 2009 tók Bjarni síðan við deildarstjórstarfi í Tónskólanum á Hólmavík.   Í vetur hefur Bjarni sinnt starfi aðstoðarskólastjóra ásamt því að kenna við Tónskólann og veita félagsmiðstöðinni Ozon forstöðu.

...
Meira

Laus störf hjá Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur

| 02. júní 2010

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar:
Íþróttakennari
Enskukennari
Stærðfræðikennari á unglingastigi
Kennsla á miðstigi og/eða yngsta stigi
Tónlistarkennari í afleysingar vegna fæðingarorlofs á haustönn
Tveir stuðningsfulltrúar til að sinna nemendum með sérþarfir, stöðuhlutfall er samkomulagsatriði


Umsóknarfrestur um störfin er til 20. júní 2010.


Umsóknum skal skilað til:
Skrifstofu Strandabyggðar
Hafnarbraut 19
510 Hólmavík


Frekari upplýsingar veita:
Bjarni Ómar Haraldsson aðstoðarskólastjóri, sími 892-4666 og 452-3129
Kristján Sigurðsson skólastjóri, sími 451-3129.
Hildur Guðjónsdóttir, sími 451-3129 og 661-2010.
Netfang skólans er: skolastjorar@holmavik.is

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón