| 20. ágúst 2009
Reykhóladagurinn verður haldinn þann 29. ágúst 2009 og verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi eins og sést hér á meðfylgjandi dagskrá.
Dagskrá:
Föstudagurinn 28. ágúst
- Spurningakeppni Reykhólahrepps. Keppt verður í þriggja manna liðum þar sem sveitungar spreyta sig á ýmis konar spurningum og leiklistahæfileikarnir fá að njóta sín. Keppnin fer fram í íþróttahúsinu. Hverjir standa uppi sem sigurvegarar?*
Laugardagurinn 29. Ágúst
10:00 Skiptst verður á kveðjum á Arnkötludal á milli Reykhólahrepps og Strandabyggaðar. Fulltrúar hreppsins afhenda vinakveðju og stein til Strandamanna.
10:00 Gönguferð um Reykhólasveit. Gengið verður á Geitafelli. Gangan hefst fyrir ofan veginn hjá Mýratungu (skilti verður á staðnum) c.a. 2-3 klst.
13:30 Dagskrá við Hlunnindasýninguna
- Hoppukastalar.
- Krökkum gefst kostur á að fara á hestbak.
- Sveitamarkaður, þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
- Ís frá Erpsstöðum.
- Tombóla á vegum Vinafélags Grettislaugar, glæsilegir vinningar.
- Dráttarvélar.
- Bátasýning.
- Áætlunarferðir um Reykhóla á heyvagni.
- Kaffisala að hætti Kvenfélagsins Kötlu.
- Ljósmyndasýning Björns Antons frá Bátadögum.
- Frítt í sund, sundlaugin er opin frá kl 14:00 - 20:00
15:30 Tekið verður á móti maraþonhlaupurum í Haustlitahlaupinu. Þeir sem vilja geta hlaupið með frá Bjarkalundi eða Börmum. Skráning hjá Svanborgu 869-8713
16:30 Leikhópurinn Lotta verður í Kvenfélagsgarðinum. Þar sem ævintýrin lifna við.*
19:30 Íþróttahúsið opnar fyrir gesti
20:30 Kvöldverður hefst, þar sem gestir gæða sér á kræsingum sem eiga uppruna sinn í Reykhólasveit t.d. lambakjöt, selur og lundi
0-6 ára: frítt 7-14 ára: 1500 kr. 15 ára og eldri: 3000 kr.
Veislustjóri og skemmtikraftur: Helga Braga.
Miðapantanir hjá Ástu Sjöfn s: 849-8531 og Rebekku s: 894-9123
Dansleikur með hljómsveitinni Festival fram eftir nóttu.
* Inn á stjörnumerkta * atburði er aðgangseyrir