Auglýsing frá kjörstjórn Strandabyggðar
Kjörskrá og kjörfundur vegna kosninga til Alþingis 30. nóvember 2024
Kjörskrá liggur frammi til kynningar á skrifstofu Strandabyggðar á opnunartíma milli kl. 10 og 14 að Hafnarbraut 25 fram að kjördegi. Einnig getur fólk farið inn á slóðina www.island.is/v/althingiskosningar-2024 til að kynna sér hvar það er skráð.
Kjörfundur
Ein kjördeild verður í Strandabyggð og er kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík. Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 30. nóvember, 2024 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00. sbr. 1. mgr. 80 gr. laga nr. 112/2021 um kosningar.
Framkvæmd kosningar utan kjörfundar
Atkvæðagreiðsla stendur yfir og er staðsett á skrifstofu sýslumanns á efri hæð Hafnarbraut 25. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00-13:00, föstudaginn 29. nóvember frá 09:00-16:00 og laugardaginn 30. nóvember frá 11:00-15:00 og eru kjósendur beðnir um að hafa með sér skilríki til auðkenningar sjá neðst á auglýsingunni:
Skv. 69 gr. laga um kosningar nr. 112/2021 kemur fram að atkvæðagreiðsla geti farið fram á eftirtöldum stöðum:
„Á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsum fyrir kjósendur sem dveljast þar.“
„Í heimahúsi ef kjósandi getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 3. tölulið. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag.“
Kjósendur í Strandabyggð sem greiða atkvæði utan Strandabyggðar
Kjósandi ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað. Hægt er að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Atkvæðum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.
Sérstök athygli er vakin á 1. mgr. 74 gr. laga nr. 112/2021 um kosningar:
,,Kjósandi sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með nafni, kennitölu og mynd, svo sem vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra. Kjörstjóri skal merkja í kjörskrá hverjir greiða atkvæði hjá honum, sbr. 1. mgr. 77. gr.".
Kjörstjórn Strandabyggðar, 11. nóvember 2024
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir formaður