Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Auglýsing frá kjörstjórn Strandabyggðar

11. nóvember 2024 | Salbjörg Engilbertsdóttir


Kjörskrá og kjörfundur vegna kosninga til Alþingis 30. nóvember 2024

Kjörskrá liggur frammi til kynningar á skrifstofu Strandabyggðar á opnunartíma milli kl. 10 og 14 að Hafnarbraut 25 fram að kjördegi. Einnig getur fólk farið inn á slóðina www.island.is/v/althingiskosningar-2024 til að kynna sér hvar það er skráð.

Kjörfundur
Ein kjördeild verður í Strandabyggð og er kjörstaður í Hnyðju, Höfðagötu 3 Hólmavík. Kjörfundur hefst kl. 09:00 laugardaginn 30. nóvember, 2024 en kjörstaður verður opinn frá kl. 10:00 -17:00. sbr. 1. mgr. 80 gr. laga nr. 112/2021 um kosningar.

Framkvæmd kosningar utan kjörfundar
Atkvæðagreiðsla stendur yfir og er staðsett á skrifstofu sýslumanns á efri hæð Hafnarbraut 25. Opið er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 09:00-13:00, föstudaginn 29. nóvember frá 09:00-16:00 og laugardaginn 30. nóvember frá 11:00-15:00 og eru kjósendur beðnir um að hafa með sér skilríki til auðkenningar sjá neðst á auglýsingunni:

Skv. 69 gr. laga um kosningar nr. 112/2021 kemur fram að atkvæðagreiðsla geti farið fram á eftirtöldum stöðum:
„Á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum, stofnunum fyrir fatlað fólk og í fangelsum fyrir kjósendur sem dveljast þar.“
„Í heimahúsi ef kjósandi getur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar nema hann eigi kost á að greiða atkvæði á stofnun skv. 3. tölulið. Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og studd vottorði lögráða manns um hagi kjósandans og hafa borist hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en kl. 10 tveimur dögum fyrir kjördag.“

Kjósendur í Strandabyggð sem greiða atkvæði utan Strandabyggðar
Kjósandi ber ábyrgð á að koma atkvæðinu sínu á réttan stað. Hægt er að setja bréfið í póst, eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma því til skila. Atkvæðum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.

Sérstök athygli er vakin á 1. mgr. 74 gr. laga nr. 112/2021 um kosningar:
,,Kjósandi sem greiða vill atkvæði utan kjörfundar skal gera kjörstjóra grein fyrir sér með því að framvísa persónuskilríkjum með nafni, kennitölu og mynd, svo sem vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini, eða á annan fullnægjandi hátt að mati kjörstjóra. Kjörstjóri skal merkja í kjörskrá hverjir greiða atkvæði hjá honum, sbr. 1. mgr. 77. gr.".

Kjörstjórn Strandabyggðar, 11. nóvember 2024
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir formaður

 

Sveitarstjórnarfundur 1370 í Strandabyggð

08. nóvember 2024 | Heiðrún Harðardóttir

Sveitarstjórnarfundur 1370 í Strandabyggð
Fundur nr. 1370 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. nóvember kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Trúnaðarmál
2. Fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028
3. Útsvar og fasteignaskattur 2025
4. Viðauki V
5. Ágóðahlutagreiðsla Brunabótafélags Íslands 2024
6. Beiðni frá Landsnet um skipun í Verkefnaráð, 1.11.24
7. Erindi frá Kaldrananeshrepp varðandi opnunartíma Ozon, 8.11.24
8. Minnisblað til fjárlaganefndar um endurreisn kræklingaræktar
9. Fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu v. Bréf til fjármálaráðherra vegna afnáms tollfrelsis skemmtiferðaskipa, 7.10.24
10. Óbyggðanefnd – Þjóðlendumál: eyjar og sker
11. Stafrænt pósthólf – ný reglugerð
12. Yfirlýsing til sveitarstjórna frá fulltrúum kennara og stjórnenda á Vestfjörðum, 24.10.24
13. Svæðisáætlun Vestfjarða um úrgang 2024-2035 til samþykktar
14. Sorpsamlag Strandasýslu, stjórnarfundur 7.11.24 ásamt rekstaráætlun 2025 ásamt skýrslu um vöktun umhverfisþátta við urðunarstað Sorpsamlags Strandasýslu ehf í Skeljavík
15. Kostnaður verkþátta við framkvæmdir í grunnskóla
16. Vinnuskýrsla sveitarstjóra, október 2024
17. Fundargerð 84. fundar TÍM nefndar, 4.11.24
18. Erindisbréf Ungmennaráðs
19. Fundargerð FRÆ nefndar, 6.11.24
20. Fundargerð US nefndar, 7.11.24
21. Erindi til sveitarstjórnar frá Skógræktarfélagi Íslands, 23.10.24
22. Erindi til sveitarstjórnar frá Stígamótum, 30.10.24
23. Þinggerð 69. Fjórðungsþings að hausti og ályktanir þingsins
24. Svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða, fundargerð 8. fundar 18.10.24
25. Hafnasambands Íslands, fundargerð nr. 466, 23.10.24
26. Samband íslenskra sveitarfélaga fundargerðir nr 953, 25.10.24 og nr 954, 4.11.24
27. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga, fundargerðir aðalfundar 9.10.24. og stjórnarfunda nr 82 22.10.24 og nr. 83. 29.10.24 ásamt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga til aðildarsveitarfélaga Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, 25.10.24
28. Erindi frá Óskari Hafsteini Halldórssyni, beiðni um lausn frá störfum
29. Erindi frá Þresti Áskelssyni, beiðni um lausn frá störfum
30. Erindi frá Sigríði Guðbjörgu Jónsdóttur, beiðni um lausn frá störfum


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Þorgeir Pálsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Óskar Hafsteinn Halldórsson
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir

Strandabyggð 8. nóvember
Þorgeir Pálsson oddviti

Viðvera sýslumanns

05. nóvember 2024 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Jónas B. Guðmundsson verður með viðtalstíma á skrifstofu embættisins á Hólmavík fimmtudaginn 7. nóvember nk. milli kl. 10:00 og 12:00.


Hunda- og kattahreinsun 2024

01. nóvember 2024 | Heiðrún Harðardóttir
Hunda- og kattahreinsun 2024

Ida Bergit Rognsvaag sinnir hreinsun á hundum og köttum fimmtudaginn 21. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu milli kl. 16:00 og 18:00.

 

Gott væri ef hundaeigendur gætu komið á milli 16:00-17:00 og kattaeigendur á milli 17:00-18:00. Hundar þurfa að vera í taumi og kettir í búri, en einnig er í boði að sækja lyfin fyrir kettina á auglýstum tíma til Idu.

 

Hunda- og kattaeigendur í Strandabyggð, bæði í þéttbýli og dreifbýli, eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

 

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda- og kattahald sem finna má hérSkylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.

 

Þeir sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu eða upplýsingum er velkomið að hafa samband við Ida í síma 434-1122 á milli 9 og 11 alla virka daga eða á netfangið idadyralaeknir@gmail.com

 


Umsóknareyðublöð varðandi skráningu hunda er hér, katta hér og listi yfir skráða hunda og ketti er hér. Ef þú sérð þitt dýr ekki skráð, þá er hægt fylla út eyðublaðið og senda til okkar á strandabyggd@strandabyggd.is ásamt mynd af dýrinu.

Skv. reglugerð og gjaldskrá er nú innheimt skráningargjald við skráningu dýrsins og síðan eftirlitsgjald árlega. Innifalið er lyf v. ormahreinsunar og hópvátrygging.

Vestfjarðastofa - Leiðir til byggðafestu

24. október 2024 | Heiðrún Harðardóttir
Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra stendur til boða allskonar námskeið og erindi, bæði í persónu og á netinu, vegna verkefnisins "Leiðir til byggðafestu".

Frekari upplýsingar um verkefnið og námskeiðin er að finna hér: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/byggdathroun/leidir-til-byggdafestu
 

Nú þegar eru komin inn 3 námskeið og fleiri bætast við á næstu dögum.

Í kvöld  (24. okt. kl. 17:00) er Hulda Brynjólfs með erindi og umræður í Tjarnarlundi Dalabyggð. Hún er bóndi og eigandi ullarvinnslunnar Uppspuna á Suðurlandi. Hún er einstaklega góð í að miðla sinni reynslu og þekkingu.
Skráning hér:

https://docs.google.com/forms/d/1MWBgtCn1gEvrAGi-TdApcbnAioQywfzbUm2udLvtKI0/edit

 

Þann 3. nóv verður svo Jón Halldórsson frá KVAN með námskeiðið "Leiðtogafærni í eigin lífi". Námskeiðið fer fram að Laugarbakka frá 10:00 - 17:00. En þess má geta að svona leiðtoga þjálfunarnámskeið kostar töluvert fyrir einstaklinga að sækja, en íbúum á þessu svæði stendur þetta til boða endurgjaldslaust.
Skráning hér:

https://docs.google.com/forms/d/16SiNVPK0yBM373mAL-Ips6rh9OHnW2q8hLdZfhKPB70/edit

 

Þá eru einnig inni 7 námskeið í heimavinnslu sem tekin eru á netinu og eru þau opin fram í febrúar.
Skráning hér:

https://docs.google.com/forms/d/1s7cA490Y5UpZRovyTa1f1T3a225drOpjHcMu2kD2D9k/edit

Þjónustukönnun Byggðastofnunar

24. október 2024 | Heiðrún Harðardóttir

Byggðastofnun óskar eftir fleiri svarendum í þjónustukönnun þeirra um þjónustu í heimabyggð. Hægt er að svara könnunni til og með 5. nóvember. 

Kæri íbúi

Hvaða þjónusta skiptir þig máli í þinni heimabyggð?

Taktu þátt í Þjónustukönnun Byggðastofnunar, þín þátttaka er mikilvæg!

Smelltu hér til að taka þátt: www.maskina.is/byggdastofnun

Sjá nánari upplýsingar um þjónustukönnun

Dear resident

What services are important to you in your local community?

Your participation in the Icelandic Regional Development Institute’s service survey is important!

Open survey: www.maskina.is/byggdastofnun

Further information regarding the survey

 

Drodzy mieszkańcy

Jakie usługi są dla Ciebie ważne w Twoim rejonie?

Weź udział w ankiecie badawczej Byggðastofnun, Twój udział jest ważny!

Odpowiedz na ankietę: www.maskina.is/byggdastofnun

Zobacz więcej informacji o ankiecie

Fleiri fréttir

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón