A A A

Valmynd

Fréttir

Kassabílarallý í brakandi sól og blíđu

| 04. júlí 2011
Brakandi blíđa og kassabílar - ljósm. strandir.is
Brakandi blíđa og kassabílar - ljósm. strandir.is
« 1 af 3 »
Einn af elstu atburðum Hamingjudaga á Hólmavík er kassabílarallýið svokallaða. Í ár fór það fram laugardaginn 2. júlí kl. 13:00 á sínum hefðbundna stað á Höfðagötu milli Þróunarsetursins og Galdrasýningarinnar. Fjöldi fólks fylgdist með ungum og öldnum keppa í rallinu og skemmta sér konunglega saman, enda brakandi blíða, sólskin og blankalogn. Fleiri myndir af atburðinum má sjá í þessari frétt á fréttavefnum strandir.is.

Hamingjudagar óska öllum sem kepptu innilega til hamingju!

Hamingjulagiđ hljómađi á Klifstúninu

| 04. júlí 2011
Elín og Allý syngja af hjartans lyst - ljósm. IV
Elín og Allý syngja af hjartans lyst - ljósm. IV
Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Elín Ingimundardóttir fluttu Hamingjulagið 2011 á Kvöldvöku á Klifstúni á föstudagskvöldi við fögnuð viðstaddra. Lagið sem vann keppnina í ár heitir Vornótt á Ströndum og er eftir Ásdísi Jónsdóttur sem einnig samdi textann. Fimm önnur lög voru í lagasamkeppninni sem haldin var á Hólmavík 20. maí 2011. Lagið hefur nú verið gefið út á disk og er til sölu víða á Hólmavík, m.a. í Kaupfélaginu og í handverksmarkaði Strandakúnstar á neðstu hæð Þróunarsetursins. Einnig er hægt að panta diska í s. 894-1941.

Hægt er að heyra örstutt sýnishorn af laginu með því að smella hér.

Pönkdansinn var stiginn á Klifstúninu

| 04. júlí 2011
Meira pönk! - ljósm. IV
Meira pönk! - ljósm. IV
« 1 af 2 »
Pollapönkarar mættu á kvöldvöku á Klifstúni á föstudagskvöldinu á Hamingjudögum. Piltarnir voru eldhressir og glöddu alla viðstadda með einstaklega líflegri og skemmtilegri sviðsframkomu. Vinsældir þeirra meðal ungra og aldinna eru miklar á Ströndum enda eru drengirnir sannkallaðir gleðigjafar. Fengu þeir Strandamenn til að syngja og dansa, brosa og hlæja í tómri hamingju og gleði. Eftir vel skipulagt uppklapp tóku þeir síðan 113 Vælubílinn sem er án efa eitt vinsælasta lag á Íslandi síðustu mánuði.

Skjaldbökuslóđ og Jakobínutún á Hólmavík

| 04. júlí 2011
Ingibjörg Valgeirsdóttir ritar fundargerđ - ljósm. JG
Ingibjörg Valgeirsdóttir ritar fundargerđ - ljósm. JG
« 1 af 2 »
Ný götuheiti voru samþykkt á sveitarstjórnarfundi 1185 sem haldinn var á Klifstúni í tilefni af Hamingjudögum í gærkvöldi. Gatan Norðurtún heitir nú Jakobínutún sem er tilvitnun í Jakobínu Thorarensen athafnakonu á Hólmavík og Fiskislóð heitir nú Skjaldbökuslóð sem vísar í hinn fræga skjaldbökufund árið 1963.

Eftirfarandi tillögur voru bornar upp á sveitarstjórnarfundinum og þær samþykktar samhljóða:
...
Meira

Sverrir Guđbrandsson og Ólafía Jónsdóttir heiđursborgarar í Strandabyggđ

| 04. júlí 2011
Sverrir og Ólafía, heiđursborgarar í Strandabyggđ - ljósm. JG
Sverrir og Ólafía, heiđursborgarar í Strandabyggđ - ljósm. JG
« 1 af 2 »
Á hátíðarfundi sveitarstjórnar Strandabyggðar sem haldinn var á Klifstúni föstudaginn 1. júlí var samþykkt að velja Ólafíu Jónsdóttur og Sverri Guðbrandsson sem heiðursborgara Strandabyggðar. Veittu þau viðurkenningu þess efnis móttöku við hátíðlega setningarathöfn Hamingjudaga 2011. Sveitarfélagið Strandabyggð sendir þeim hlýjar þakkir, framlag þeirra til samfélagins er til fyrirmyndar.  

Í tillögu sveitarstjórnar sem lögð var fyrir fundinn kom eftirfarandi fram: 
...
Meira

Hamingjusamţykkt Strandabyggđar einstök á heimsvísu

| 04. júlí 2011
Frá hátíđarfundi 1185 - ljósm. JG
Frá hátíđarfundi 1185 - ljósm. JG
« 1 af 2 »
Hamingjusamþykkt Strandabyggðar var samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi 1185 sem haldinn var á Klifstúni föstudagskvöldið 1. júlí 2011. Fundurinn var hátíðarfundur í tilefni af Hamingjudögum 2011. Eru líkur leiddar að því að þetta sé fyrsta hamingjusamþykktin sem gerð hafi verið í sveitarfélagi á Íslandi og áhugavert að vita hvort slíkar samþykktir þekkist annarsstaðar í heiminum. Hamingjusamþykkt Strandabyggðar er svohljóðandi:
...
Meira

Hátíđlegur sveitarstjórnarfundur á föstudagskvöldi

| 04. júlí 2011
Sveitarstjórn samţykkir hamingjustefnu - ljósm. IV
Sveitarstjórn samţykkir hamingjustefnu - ljósm. IV
« 1 af 2 »

Sveitarstjórnarfundur 1185 var haldinn á Klifstúni í kvöld. Fundurinn var hátíðarfundur í tilefni af Hamingjudögum og voru þrjú mál á dagskrá: Hamingjusamþykkt Strandabyggðar, götuheiti á Hólmavík og heiðursborgarar í Strandabyggð. Er það mál manna að þetta hafi verið fjölmennasti sveitarstjórnarfundur sem haldinn hefur verið í manna minnum í Strandabyggð en sveitarstjórnarfundir eru opnir öllum sem á þá vilja hlýða.

Hamingjusamþykkt var samþykkt einróma fyrir sveitarfélagið Strandabyggð, götuheitinu Norðurtún var breytt í Jakobínutún til heiðurs Jakobínu Thorarensen og götuheitinu Fiskislóð breytt í Skjaldbökuslóð sem er tilvitnun í hinn merka skjaldbökufund árið 1963. Ólafía Jónsdóttir og Sverrir Guðbrandsson fengu útnefninguna heiðursborgarar Strandabyggðar og eru vel að því komin.
 

Vinnustofa um hamingjuna tókst vel

| 04. júlí 2011
Ţátttakendur á vinnustofu á fimmtudegi - ljósm. IV
Ţátttakendur á vinnustofu á fimmtudegi - ljósm. IV

Ásdís Olsen leiddi gesti ljúflega inn í núvitund fyrir utan Félagsheimilið á Hólmavík á fimmtudagskvöldið. Veðurblíða var með eindæmum og götugrill í hverfum Hólmavíkur settu svip á bæinn þetta sama kvöld. Ásdís leggur í störfum sínum áherslu á jákvæða sálfræði og mikilvægi þess að við séum meðvituð um að staldra við í áreiti hversdagsins og upplifa líðandi stundu. Þátttaka í vinnustofu Ásdísar á Hamingjudögum var ágæt og þeir sem mættu fengu mikið út úr smiðjunum og þeim aðferðum sem þar voru kynntar. Við þökkum Ásdísi innilega fyrir hennar góða framlag til hátíðarinnar árið 2011!

Svavar Knútur spilađi á Heilbrigđisstofnuninni

| 04. júlí 2011
Svavar slćr á strengi - ljósmynd IV
Svavar slćr á strengi - ljósmynd IV
« 1 af 2 »

Hamingjutónar hljómuðu um Heilbrigðisstofnunina á Hólmavík sl. fimmtudag þegar tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sló þar á fallega strengi fyrir heimilisfólk. Svavar Knútur fékk hlýjar móttökur og var þetta ógleymanleg stund fyrir þá sem voru viðstaddir. Tónlistarmaðurinn kom færandi hendi og færði heimilisfólkinu að gjöf geisladisk sinn sem ber nafnið Amma. Sama kvöld hélt hann vel sótta tónleika fyrir gesti í Hólmavíkurkirkju þar sem allar ömmur fengu frítt inn, en um 60 manns mættu á atburðinn. Við þökkum Svavari innilega fyrir hans framlag til Hamingjudaga og óskum honum velfarnaðar og hamingju!

Hamingjuhlaupiđ - allir geta tekiđ ţátt!

| 29. júní 2011
Hamingjusamur hlaupari - www.hamingjudagar.is
Hamingjusamur hlaupari - www.hamingjudagar.is
Einn af föstu punktum Hamingjudaga á Hólmavík síðustu ár er Hamingjuhlaupið, sem er skemmtihlaup um dali og fjöll, stokka og steina. Elstu menn trúa því að hver sá sem taki þátt í hlaupinu öðlist við það meiri hamingju heldur en sá sem sleppir því að hlaupa. Yngri menn taka þetta trúanlegt.

Það stefnir í góða þátttöku í hlaupinu í ár, en frést hefur af allmörgum sem ætla að koma inn í hlaupið á mismunandi stigum þess, enda er alls engin skylda að hlaupa frá upphafi til enda. Einn af þeim sem munu stefna á þátttöku í hlaupinu er engin annar en ofurhlauparinn Gunnlaugur Júlíusson. Gunnlaugur er fyrir löngu landsþekktur fyrir glæsta frammistöðu í ofurmaraþonhlaupum þar sem hann hefur oftar en ekki hlaupið mörg hundruð kílómetra í einu. Hlaupið hefst kl. 16:00 við Gröf í Bitrufirði og lýkur kl. 20:25 við hátíðarsvæðið á Hólmavík. Koma hlauparanna markar upphaf Hnallþóruhlaðborðs Hamingjudaga, en ekki verður snert á tertunum fyrr en allir eru komnir í mark.   ...
Meira
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón