Laus störf á leikskólanum Lækjarbrekku
Meira
Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra í Strandabyggð er laust til umsóknar og er leitað að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni.
Í Strandabyggð búa rúmlega 450 íbúar og er Hólmavík þéttbýlisstaðurinn. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt, grunnskóli, leikskóli og tónskóli. Gott íþróttahús og sundlaug. Nánari upplýsingar um Strandabyggð er að finna á vefsíðunni www.strandabyggd.is.
...Enn eru laus störf hjá Strandabyggð í sumar 2018. Um er að ræða eftirtalin störf:
Umsjón með sumarnámskeiði
Umsjónarmaður Vinnuskóla Strandabyggðar
Liðveisla með fötluðum börnum
Upplýsingar um störfin má nálgast hér.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og er umsóknarfrestur til og með 21. maí 2018. Jafnframt er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Á umsókn skal koma skýrt fram um hvaða starf er sótt. Ef sótt er um fleiri en eitt starf skal koma fram hvaða starf er fyrsti valkostur og hvað er til vara. Jafnframt skal taka fram ef viðkomandi getur ekki unnið allt sumarið og þá hvenær starfsmaðurinn þarf frí.
Athugið að Strandabyggð er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður.
Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má finna hér.
Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í sumarstöf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2018. Um er að ræða eftirtalin störf:
Leikstjóra til að sinna smíði og uppsetingu sýninga með ungu listafólki, upplýsingar hér.
Íþróttamiðstöð Strandabyggðar
Áhaldahús Strandabyggðar
Umsjón með sumarnámskeiði
Umsjónarmaður Vinnuskóla Strandabyggðar
Liðveisla með fötluðum börnum
Starfsmaður í búsetu hjá fatlaðri mannekju
Upplýsingar um störfin má nálgast hér.
Ungmennum yngri en 18 ára er bent á að sækja um Vinnuskóla en þau störf verða auglýst í apríl.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og er umsóknarfrestur til og með 23. mars 2018. Jafnframt er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Á umsókn skal koma skýrt fram um hvaða starf er sótt. Ef sótt er um fleiri en eitt starf skal koma fram hvaða starf er fyrsti valkostur og hvað er til vara. Jafnframt skal taka fram ef viðkomandi getur ekki unnið allt sumarið og þá hvenær starfsmaðurinn þarf frí.
Athugið að Strandabyggð er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður.
Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má finna hér.
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki með reynslu af starfi með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugu starfsfólki sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.
Nánari starfslýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu leikskólastjóra eða í síma 451 3411. Einnig er hægt að senda tölvupóst á leikskólastjóra í netfangið: leikskolastjori@strandabyggd.is
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum til leikskólastjóra. Umsóknafrestur er til 25.febrúar 2018. Þeir sem eiga eldri umsóknir um störf á leikskólanum Lækjarbrekku eru beðnir um að endurnýja umsóknir sínar. Leikskólastjóri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum standist þær ekki kröfur.