A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Atvinnutækifæri í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. janúar 2019

Spennandi störf í Strandabyggð


Strandabyggð samanstendur af þéttbýliskjarnanum Hólmavík og sveitunum þar í kring, og er staðsett á Ströndum á Vestfjörðum. Staðsetningin er hérumbil miðja vegu á milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Íbúafjöldinn er um 500 manns, en samfélagið eru einkar fjölbreytilegt og afþreying margvísleg. 

...
Meira

Laust starf Tómstunda- og íþróttafulltrúa

| 11. janúar 2019

Tómstunda- og íþróttafulltrúi

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf Tómstunda- og íþróttafulltrúa. Um er að ræða 70% starfshlutfall, með möguleika á hækkun í 100%

Hér er um að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf þar sem skapandi og skipulagðir einstaklingar sem hafa  unun af samskiptum og samstarfi við ungt fólk ættu að blómstra.

Markmið og verkefni

  • Skipulagning og umsjón með starfssemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon
  • Umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar
  • Undirbúningur vegna vinnuskóla Strandabyggðar og sumarnámskeið
  • Standa fyrir tómstundastarfi og efla þátttöku einstaklinga og hópa sem hafa lítið framboð við hæfi í Strandabyggð
  • Stuðningur við sjálfboðaliðasamtök, tómstundum, afþreyingu og íþróttum
  • Verkefnastjórnun bæjarhátíðar
  • Fagleg umsjón með frístundastarfi grunnskólabarna.
  • Önnur verkefni sem tómstundafulltrúa er falið af sveitarstjóra og fallið geta undir starfssvið tómstundafulltrúa.

Menntun, færni og eiginleikar

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Styrkur í ákvarðanatöku
  • Starfsreynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum
  • Skipulags- og stjórnunarfærni
  • Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti
  • Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi
  • Hvetjandi og góð fyrirmynd.
  • Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.

 

Umsóknarfrestur er til 25. janúar 2019.

Nánari upplýsingar veita:

Ingibjörg Benediktsdóttir, Oddviti Strandabyggðar, sími: 663-0497 og/eða Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri, sími 899-0020.

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist Þorgeiri Pálssyni á sveitarstjori@strandabyggd.is eða á Strandabyggð Höfðagötu 3, 510 Hólmavík.

Laust starf á Leikskólanum Lækjarbrekku

| 11. janúar 2019

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir tvær stöður lausar til umsóknar

 

Staða deildarstjóra

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni í 100% starf deildarstjóra. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki með reynslu af starfi með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2019.

 

Staða deildarstarfsmanns

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni á deild í 100% stöðu. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki með reynslu af starfi með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2019.

 

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.

 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að starfa sem leikskólakennari.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

 

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, leikskólastjóri, sími 451 3411,
netfang: leikskolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á leikskolastjori@strandabyggd.is eða leikskólann Lækjarbrekku, Brunngötu 2, 510 Hólmavík

 

Laust starf við Grunnskólann á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 10. janúar 2019
Starf íþróttakennara

Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir eftir íþróttakennara í 50% starf. Möguleiki er á þjálfun til viðbótar í samstarfi skólans og íþróttahreyfingarinnar á svæðinu. Umsækjandi þarf að geta hafið störf 1. febrúar 2019. Leitað er eftir einstaklingi með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af samkennslu og áhugi á þróunarstarfi er kostur.
Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Laun eru samkvæmt kjarasamningum LN og KÍ.


Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2019
.

Nánari upplýsingar veitir:

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430

 

Umsóknum með starfsferilsskrá og afrit prófskírteina þar sem við á ásamt upplýsingum um meðmælendur skal senda á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík

Laust starf á Leikskólanum Lækjarbrekku

| 09. janúar 2019

Staða deildarstarfsmanns.

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni á deild í 100% stöðu. Leitað er eftir leikskólakennara, uppeldismenntuðu fólki eða fólki með reynslu af starfi með börnum. Vinnutíminn er 8:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. febrúar 2019.

 

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.

 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leyfisbréf til að starfa sem leikskólakennari.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

 

Umsóknarfrestur er til 22. janúar 2019.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir, leikskólastjóri, sími 451 3411,
netfang: leikskolastjori@strandabyggd.is

Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á leikskolastjori@strandabyggd.is eða leikskólann Lækjarbrekku, Brunngötu 2, 510 Hólmavík

Laust afleysingastarf í Íþróttamiðstöð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 19. nóvember 2018

Íþróttamiðstöðin óskar eftir afleysingafólki til starfa sem fyrst.   Um er að ræða lifandi og skemmtilegt starf sem felst meðal annars í afgreiðslu, baðvörslu, sundlaugarvörslu, þrifum, umsjón með tjaldstæði og öðrum tilfallandi verkefnum. Starfsmaður þarf að geta hafið störf sem fyrst. Gerð er krafa um búsetu í Strandabyggð. Unnið er á vöktum. Gerð er krafa um jákvæðni og ríka þjónustulund, stundvísi, dugnað, sjálfstæð vinnubrögð og kunnáttu í erlendum tungumálum. Í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum kemur fram að starfsmenn sem sinna laugargæslu skuli hafa náð 18 ára aldri og standast eftirfarandi hæfnispróf sjá nánar um starfið hér undir liðnum sumarstarf í íþróttamiðstöð.  Umsóknum má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða Íþróttamiðstöðvar fyrir 30. nóvember og nálgast má umsóknir hér.

Laus störf á Leikskólanum Lækjarbrekku

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. október 2018

Tvær stöður eru lausar til umsóknar í Leikskólanum Lækjarbrekku.  

Laus staða afleysingarstarfsmanns

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni í afleysingarstarf. Starfshlutfallið er 50% og er vinnutíminn 8:00-12:00.

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Mikil áhersla er lögð á málörvun og snemmtæka íhlutun. Við leikskólann eru börn frá 9 mánaða aldri til 6 ára. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.

 

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Reynsla af börnum.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. 

 Laus staða deildarstarfsmanns

Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni á yngri deild. Starfshlutfallið er 100% og er vinnutíminn 8:00-16:00.

Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Mikil áhersla er lögð á málörvun og snemmtæka íhlutun. Við leikskólann eru börn frá 9 mánaða aldri til 6 ára. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun febrúar 2019.

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Reynsla af börnum.
  • Góð samskiptahæfni.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

Umsóknarfrestur er til 9. október 2018

 

Laus störf í félagsmiðstöðinni Ozon

| 14. ágúst 2018

Tvö laus störf eru á tómstundasviði í Strandabyggð.


Félagsmiðstöðin Ozon
Um er að ræða 10% kvöldstarf í félagsmiðstöðinni Ozon sem er opin einu sinni í viku. Félagsmiðstöðinni er fyrir börn frá 10 til 15 ára. Það vantar skemmtilegan og metnaðarfullan einstakling til að bera ábyrgð og hafa umsjón með því frístundastarfi sem þar fer fram.

Frekari upplýsingar veitir Íris Ósk tómstundafulltrúi í síma 846-0281 eða í tölvupósti tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Laus störf á leikskólanum Lækjarbrekku

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. júní 2018
Þrjár stöður eru lausar til umsóknar á Leikskólanum Lækjarbrekku.  Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Mikil áhersla er lögð á málörvun og snemmtæka íhlutun. Við leikskólann eru börn frá 9 mánaða aldri til 6 ára....
Meira

Laus staða sveitarstjóra

Salbjörg Engilbertsdóttir | 15. júní 2018

Sveitarstjóri


Starf sveitarstjóra í Strandabyggð er laust til umsóknar og er leitað að kraftmiklum og áhugasömum einstaklingi til að takast á við krefjandi verkefni. 


Í Strandabyggð búa rúmlega 450 íbúar og er Hólmavík þéttbýlisstaðurinn. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt, grunnskóli, leikskóli og tónskóli. Gott íþróttahús og sundlaug. Nánari upplýsingar um Strandabyggð er að finna á vefsíðunni www.strandabyggd.is.

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón