Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. október 2018
Tvær stöður eru lausar til umsóknar í Leikskólanum Lækjarbrekku.
Laus staða afleysingarstarfsmanns
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni í afleysingarstarf. Starfshlutfallið er 50% og er vinnutíminn 8:00-12:00.
Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Mikil áhersla er lögð á málörvun og snemmtæka íhlutun. Við leikskólann eru börn frá 9 mánaða aldri til 6 ára. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Reynsla af börnum.
- Góð samskiptahæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Laus staða deildarstarfsmanns
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir starfsmanni á yngri deild. Starfshlutfallið er 100% og er vinnutíminn 8:00-16:00.
Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Mikil áhersla er lögð á málörvun og snemmtæka íhlutun. Við leikskólann eru börn frá 9 mánaða aldri til 6 ára. Leitað er eftir öflugum starfsmanni sem hefur gaman af börnum, býr yfir hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, sveigjanleika og skipulagshæfni. Einnig eru áreiðanleiki og frumkvæði góður kostur.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun febrúar 2019.
Menntunar og hæfniskröfur:
- Reynsla af börnum.
- Góð samskiptahæfni.
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Umsóknarfrestur er til 9. október 2018