Skólasetning 21. ágúst 2019.
Nýjum nemendum og forsjáraðilum þeirra er boðið í stutta heimsókn í skólann þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 11:00.
Við hlökkum til samstarfsins í vetur. Verið öll velkomin.
Fimmtudaginn 9. maí kynna nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík útfærslu sína á hugmyndinni um breytta Hamingjudaga fyrir dómnefnd Landsbyggðarvina. Öllum áhugasömum er boðið að hlýða á kynninguna.
Kynningin fer fram á Café Riis kl. 11:00. Að henni lokinni verður boðið upp á súpu og brauð en gestir geta keypt sér veitingarnar á 1000 kr.
Lausar stöður við Grunnskólann á Hólmavík 2019-2020
Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa réttindi til kennslu í grunnskóla. Leitað er eftir einstaklingum með góða skipulagshæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Reynsla af samkennslu árganga og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvægir eiginleikar. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Starfshlutfall 100%.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands
Umsóknarfrestur er til 30. apríl 2019.
Nánari upplýsingar veitir:
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, netfang skolastjori@strandabyggd.is
Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is eða Grunnskólinn á Hólmavík, Skólabraut 20-22, 510 Hólmavík
Umhverfisnefnd Grunnskólans á Hólmavík stendur fyrir fræðslufundi þriðjudaginn 26. mars kl. 13:00 fyrir nemendur grunnskólans, foreldra og aðra áhugasama. Stefán Gíslason verður með fræðslu um lýðheilsu- og umhverfismál. Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur, maraþonhlaupari og eigandi og framkvæmdastjóri umhverfisráðgjafarfyritækisins UMÍS ehf. Environice í Borgarnesi en það er fyrirtæki sem veitir ráðgjöf um umhverfismál og sjálfbæra þróun. Stefán er einnig Strandamaður sem margir þekkja þannig að það verður gaman og gagnlegt að fá hann til að fræða okkur um eitt og annað tengt lýðheilsu og umhverfismálum.
Grunnskólanemendur, foreldrar og annað áhugafólk um lýðheilsu og umhverfismál er velkomið til fundarins sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík þriðjudaginn 26. mars kl. 13:00.
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk verður haldin 7. mars klukkan 17:00 í Reykhólaskóla. Nemendur í 7. bekkjum skólanna á Hólmavík og Reykhólum taka þátt og lesa upp sögubrot og ljóð. Allt áhugafólk um vandaðan og áheyrilegan upplestur er velkomið á hátíðina.