A A A

Valmynd

Skólaakstur fellur niđur

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. janúar 2020
Skólaakstur úr sveit í Strandabyggð fellur niður 13. janúar 2020 vegna slæmrar veðurspár.

Í áætlun vegna óveðurs og ófærðar kemur fram að: Lögð er áhersla á að foreldrar meti sjálfir aðstæður þegar veður eða veðurútlit er vont eða líkur á ófærð. Þeir sem vilja halda börnum sínum heima, sé skóla ekki aflýst formlega, er velkomið að gera það. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tilkynnt sé um fjarveru nemandans til skólans svo ekki leiki vafi á því hvar hann er. 

Skólaakstur fellur niđur en skóla er ekki aflýst.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. janúar 2020
Skólaakstur úr sveit í Strandabyggð fellur niður í dag 9. janúar 2020 en skóla er ekki aflýst.
Í áætlun vegna óveðurs og ófærðar kemur fram að: Lögð er áhersla á að foreldrar meti sjálfir aðstæður þegar veður eða veðurútlit er vont eða líkur á ófærð. Þeir sem vilja halda börnum sínum heima, sé skóla ekki aflýst formlega, er velkomið að gera það. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tilkynnt sé um fjarveru nemandans til skólans svo ekki leiki vafi á því hvar hann er. 

´

Jólakveđja frá Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 21. desember 2019
Ósk um gleðileg jól til ykkar allra frá nemendum og starfsfólki Grunn- og Tónskólans á Hólmavík fylgir skemmtileg jólasyrpa.
Bragi Þór Valsson tónlistarkennari sá um upptökur, undirleik og alla hljóðvinnslu. Átta börn úr Barnakór Strandabyggðar mættu í upptökur í Tónskólann og sungu af hjartans lyst. Söngvarar eru Guðrún Ösp, Birna Dröfn, Valgerður Ósk, Kormákur Elí, Sunna Miriam, Amira Linda, Elma Dögg og Kristvin Guðni.
Njótið vel og eigið góðar stundir yfir hátíðirnar.

Hér er tengill á Jólasyrpuna 

Nemendur Grunnskólans á Hólmavík láta gott af sér leiđa.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 21. desember 2019

Nemendur Grunnskólans á Hólmavík létu gott af sér leiða á ýmsan hátt á síðustu dögum fyrir jólafrí.    
Tillaga nemenda um að auka ekki sóun og kaup á óþarfadóti varð til þess að nemendur í unglingadeild ákváðu að gefa hvert öðru ekki litlujólagjafir. Sömu nemendur ákváðu einnig að  taka þátt í yfirstandandi neyðarsöfnun Rauða krossins vegna þurrka í Namibíu. Á vel heppnaðri jólasýningu var tekið á móti framlögum í bauk og minnt á að Íslendingar væru um 350.000 talsins og ef hver þeirra legði til 300 krónur væri hægt að safna100 milljónum króna á svipstundu sem myndu renna beint til þurfandi í Namibíu.
Yngri nemendur ákváðu einnig að sporna gegn sóun og óþarfakaupum á dóti með því að endurgefa félögum sínum hluti sem þau hefðu sjálf áður fengið að gjöf. Nemendur á miðstigi tóku þátt í verkefni SOS barnaþorpanna öðruvísi jóladagatal og  söfnuðu góðri upphæð fyrir fátækar barnafjölskyldur í  Tulu Moye í Eþíópíu.
Grænfánastarf skólans er öflugt og nemendur tóku þátt í viðburði Pokastöðvarinnar á Ströndum sem setti upp pökkunarstöð á Héraðsbókasafninu. Þar var hægt að búa til jólakort, sauma gjafapoka og pakka inn gjöfum og endurvinna og endurnýta margs konar efni til gjafainnpökkunar og skreytinga sem var vinsælt og vel nýtt af nemendum, starfsfólki og öðrum gestum bókasafnsins.
Börn í frístund og skólakór heimsóttu eldra fólkið á heilbrigðisstofnuninni og áttu þar góða stund við söng og spjall og hafa áhuga á að endurtaka heimsóknina á vorönn.

Jólafrí Grunnskólans á Hólmavík hófst að lokinni samverustund 20. desember. Kennsla hefst aftur 6. janúar 2020. 

Hér er hægt að fræðast nánar um söfnun Rauða krossins https://www.raudikrossinn.is/um-okkur/frettir/neydarsofnun-vegna-thurrka-i-namibiu og öðruvísi jóladagatal SOS barnaþorpa https://www.sos.is/skolamal/odruvisi-joladagata

Tónskólatónleikum frestađ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. desember 2019
Tónleikum tónskólans hefur verið frestað til fimmtudagsins 12. desember klukkan 17:00 í Hólmavíkurkirkju. 

Skólahald fellur niđur 10. desember

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. desember 2019
Allt skólahald fellur niður í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík og Leikskólanum Lækjarbrekku á morgun 10. desember 2019 vegna óvenju slæmrar veðurspár.
Gunnar Helgason rithöfundur sem ætlaði að lesa upp í Grunnskólanum á Drangsnesi hefur frestað för og stefnir á heimsókn í janúar.

Jólatónleikar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 03. desember 2019
Jólatónleikar Tónskólans á Hólmavík verða í Hólmavíkurkirkju mánudaginn 9. desember klukkan 17:00. Nemendur skólans koma fram og syngja og leika jólalög og önnur lög eins og þeim einum er lagið.
Stjórnendur eru tónlistarkennararnir, Vera Ósk Steinsen og Bragi Þór Valsson.
Ókeypis aðgangur og þið eruð öll velkomin!



Ólafur Stefánsson heimsćkir nemendur grunnskólans.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. nóvember 2019
Miðvikudaginn 20. nóvember nk. heimsækja Ólafur Stefánsson frumkvöðull og fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Arnar Ingvarsson nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík. Þeir munu fjalla um sögugerð og frásagnarlist í hverri bekkjardeild fyrir sig og búa til sögustemningu í gegnum stafræn hljóð og lifandi tónlist.
Heimsókn Ólafs og Arnars í skólana á Hólmavík og Drangsnesi er þáttur í samstarfinu við Galdrasýningu á Ströndum og styrkt af Barnamenningarsjóði.


Daginn áður 19.nóvember klukkan 19:00 bjóða þeir félagarnir upp á Kakóhugleiðslu í Hvatastöðinni í flugstöðinni. Þar bjóða þeir upp á hreint kakó frá Perú. Með blandi af öndun, hugleiðslu, sagnamennsku, hljóðfærum og tækni skapa þeir stað fyrir þátttakendur að hvíla hugann og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Athugið að viðburðurinn er ókeypis og þar eruð þið öll velkomin.

Ţjóđtrúarverkefni Grunnskólanna og Galdrasýningar á Ströndum

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 13. nóvember 2019
Í haust hefur Galdrasýning á Ströndum verið í öflugu samstarfi við Grunnskólana á Hólmavík og Drangsnesi þar sem nemendur hafa fengið fræðslu um þjóðtrú og galdra sem tengjast svæðinu. Nemendur hafa farið í vettvangsferðir um Strandir og heimsótt sagnastaði með  Dagrúnu Ósk Jónsdóttur  þjóðfræðingi  og notið fræðslu hennar og frásagna og fengið leiðsögn Önnu Bjargar Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra um Galdrasýninguna. Í skólunum hafa börnin svo unnið markvisst með efnið með dyggri aðstoð kennara sinna.
Verkefnið hlaut veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði og afrakstur vinnunnar verður til sýnis  á Galdrasýningunni fimmtudaginn 14. nóvember, kl 17:00.


Námsvísir birtur

| 28. október 2019
Undanfarið hefur verið unnið að gerð námsvísis fyrir alla skólann. Þar er að finna yfirlit yfir allt nám nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík. Námsvísirinn byggir að mestu leiti á þemaverkefnum þar sem einn grunnþáttur aðalnámskrár er í forgrunni hverju sinni og lykilhæfni og hæfniviðmið stjórna ferðinni í skapandi starfi þar sem námsgreinar eru samþættar. Námsvísirinn rúllar á þremur árum þannig að börnin í samkennsluskólanum okkar fái öll tækifæri til að tileinka sér hvern námsþátt án þess þó að lenda í endurtekningum. Að því sögðu er um að ræða lifandi skjal sem mun taka breytingum og þróast í tímans rás.

Hægt er að kynna sér námsvísinn nánar á þessum hlekk.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir