A A A

Valmynd

Gjöf frá foreldrafélaginu

| 23. október 2019
Nemendur er ánægðir með nýju spilin
Nemendur er ánægðir með nýju spilin
Grunnskólinn á Hólmavík hlaut síðastliðið vor styrk úr Sprotasjóði til að þróa stærðfræðinám nemenda. Kennarar vinna hörðum höndum að þessu verkefni í samstarfi við kennsluráðgjafa Tröppu. Liður í þessu eru talnastundir sem allir nemendur taka nú þátt í nokkra morgna í viku. Í talnastund er ýmist unnið með kennara á kennarastöð, í sjálfstæðri vinnu eða skapandi hópastarfi....
Meira

Jákvæður agi og vöfflukaffi

| 14. október 2019
Rúna Mæja, Inga og Ásdís í vöfflukaffinu
Rúna Mæja, Inga og Ásdís í vöfflukaffinu
Í skólanum okkar vinnum við samkvæmt hugmyndafræðinni um jákvæðan aga. Við leggjum því áherslu á að benda á það sem vel er gert. Við vinnum ekki eftir umbunarkerfi en erum dugleg að hrósa og höfum gaman að því að umbuna þegar ástæða þykir til. Síðastliðinn fimmtudag buðu skólaliðar einmitt upp á vöfflur með sultu og rjóma í frímínútum til að þakka nemendum fyrir einstaklega góða umgengni um skólann það sem af er hausti.

Hugleiðsludagur unga fólksins

| 10. október 2019
Hugleiðsludagur unga fólksins fór fram þann 9. október, á afmælisdegi John Lennon og sama dag og kveikt er á Friðarsúlunni í Viðey. Við í Grunnskólanum á Hólmavík tókum að sjálfsögðu þátt með því að koma öll saman í hugleiðslu í upphafi dags, rétt eins og fjölmargir aðrir skólar á landinu. Börn og starfsfólk tengdu við hjartað sitt og innri ró í þrjár mínútur og áttu saman góða kyrrðarstund. Flest eru börnin vön enda stundar 1.-6. bekkur skólans hugleiðslu daglega. 

Farsælt samstarf

| 08. október 2019
Hrafnhildur skólastýra tekur við rausnarlegurm gjöfum frá Önnu Björgu á Galdrasýningunni, ipad og hljóðnema sem nemendur munu nýta í mynd- og hljóðvinnslu.
Hrafnhildur skólastýra tekur við rausnarlegurm gjöfum frá Önnu Björgu á Galdrasýningunni, ipad og hljóðnema sem nemendur munu nýta í mynd- og hljóðvinnslu.
Í gær, mánudaginn 7.október, hófst nýtt þemaverkefni meðal nemenda í Grunnskólanum á Hólmavík. Verkefnið snýst um þjóðtrú og galdra og er unnið í samstarfi við Galdrasýninguna á Ströndum, Þjóðfræðistofu - Rannsóknarsetur HÍ á Ströndum og Grunnskólann á Drangsnesi með stuðningi frá Barnamenningarsjóði.

Námshóparnir hafa nú þegar farið í vettvangsferðir um Strandir og kynnst sér sögur um ýmsa vætti og kynjaverur og hafa kennarar fengið í hendurnar nýtt fræðsluefni frá Þjóðfræðistofu. Galdrasýningin hefur enn fremur fært Grunnskólanum á Hólmavík ný tæki til verkefnavinnunnar sem munu sannarlega nýtast óspart í framhaldinu og færum við bestu þakkir fyrir....
Meira

Gjaldfrjáls frístund

| 01. október 2019
Afurð úr föndursmiðju
Afurð úr föndursmiðju
Samþykkt hefur verið að bjóða frístund fyrir 1.-5. bekk gjaldfrjálst til áramóta. Um er að ræða tilraunaverkefni og hlakkar starfsfólkið mikið til að bjóða sem flestum börnum upp á tækifæri til að taka þátt í þessu metnaðarfulla starfi.

Allar nánari upplýsingar um frístund má finna á þessari slóð eða með því að hafa samband við Esther verkefnastýru eða Hrafnhildi skólastýru....
Meira

Héraðsbókasafnið fyrir umhverfið

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 24. september 2019
Fyrir um það bil ári síðan setti Héraðsbókasafn Strandasýslu sér það markmið að minnka notkun á plasti um helming. Nú hefur komið í ljós að þessu markmiði hefur verið náð og gott betur. Plastnotkun hefur minnkað um meira en 75%.
Sá siður að plasta bókakost safnsins hefur verið við lýði frá upphafi. Lánþegar safnsins eru hins vegar þekktir fyrir að fara sérlega vel með þær bækur sem þeir fá að láni svo plastleysið hefur ekki bitnað á bókunum.
Sett hefur verið upp hilla með bókum sem eru til í tví- og þrítökum og er vinsælt af gestum safnsins að grúska í hillunni og taka með sér gefins bækur.
Þrengsli hafa háð bókasafninu um árabil en unnið er að því í samstarfi við Grunnskólann á Hólmavík að flytja hluta barnabókadeildarinnar í nærliggjandi stofu og þá rýmkast um starfsemina. 
Bókaeign safnsins telur rúmlega18.000 bækur. Keyptar eru inn bækur allt árið en flestar í kringum jólin. 

Bókavörður er Svanur Kristjánsson, hægt er að hafa samband við hann til að gerast félagi í bókasafninu. Bókasafnið er opið frá 8:30- 16:00 á meðan skólastarf er í húsinu. Síðdegisopnun er 17:30-18:30 á þriðjudögum. Síminn er 451 3256 og netfang bokasafn@strandabyggd.is







Göngum í skólann og Ólympíuhlaup

| 23. september 2019
Nemendur og kennarar sem notuðu virkan ferðamáta til að komast í og úr skóla skráðu nafn sitt á laufblað og prýddu þetta glæsilega tré
Nemendur og kennarar sem notuðu virkan ferðamáta til að komast í og úr skóla skráðu nafn sitt á laufblað og prýddu þetta glæsilega tré
Nú á miðvikudaginn tekur Grunnskólinn á Hólmavík þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem áður var Norræna skólahlaupið. Hlaupið er lokahnykkur okkar í átakinu göngum í skólann sem var í gangi síðastliðnar tvær vikur en þá notuðu nemendur og starfsfólk virka ferðamáta til að komast til og frá skóla....
Meira

ATHUGIÐ!

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 05. september 2019

Þjóðleikhúsið verður á ferðinni föstudaginn 6.september 2019 eins og áður hefur verið auglýst en sýningin sem  átti að vera klukkan 13:00 fellur niður.

Sýningin Ómar orðabelgur http://www.leikhusid.is/syningar/omar-ordabelgur verður klukkan 10:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sýningin er einkum ætluð elstu börnum leikskóla og 1.-3. bekk grunnskóla. Foreldrar eru velkomnir með börnunum en þennan dag er skipulagsdagur í leikskólanum og grunnskólanum.

 

Þjóðleikhúsið á ferð

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. september 2019

Föstudaginn 6. september nk. verður Þjóðleikhúsið með tvær sýningar, annarsvegar fyrir elstu börn leikskóla og 1.-3. bekk grunnskóla – Ómar orðabelgur  og hinsvegar sýninguna Velkomin heim fyrir unglingastig 8-10.bekk. 

 

6.september Félagsheimilið á Hólmavík

Kl. 10:00 Ómar orðabelgur http://www.leikhusid.is/syningar/omar-ordabelgur

 

Kl. 13:00 Velkomin heim http://www.leikhusid.is/syningar/velkomin-heim-2

 

Við hvetum ykkur til að nota tækifærið til að fara í leikhús. Aðgangur ókeypis.

Barnamót HSS

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 30. ágúst 2019

Barnamót HSS verður haldið á Skeljavíkurgrundum mánudaginn 2. september klukkan 17:00

Við skráningum tekur framkvæmdarstjóri HSS á netfangið framkvhss@mail.com fyrir klukkan 22:00 á sunnudagskvöld 1. september.

 

Barnamót er fyrir börn 12 ára og yngri (fædd árið 2007 og síðar)

 

Keppnisgreinar verða:

8 ára og yngri
langstökk 
boltakast 
60 m hlaup

9-10 ára 
langstökk 
boltakast 
60 m hlaup

11-12 ára 
langstökk 
60 m hlaup 
hástökk 
kúluvarp 
Spjótkast

 

Eftir að móti lýkur verður boðið upp á pylsur og safa.

 
Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Janúar 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Næstu atburðir