A A A

Valmynd

Vordagur 2. júní

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 02. júní 2015
Hefðbundinn vordagur verður 2. júní klukkan 10:00 - 12:00 með spákonu, leikjum, kraftakeppni, grilluðum pylsum og góðum gestum úr Leikskólanum Lækjarbrekku. Foreldrar og aðrir sem vilja taka þátt í vordeginum eru hjartanlega velkomnir.

Skólaferđalag 1. júní

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 31. maí 2015
Allir nemendur Grunnskólans á Hólmavík fara í skólaferðalag 1. júní. Lagt verður af stað klukkan 08:30 og ekið sem leið liggur að Reykhólum. Þar verður Báta- og hlunnindasýningin heimsótt um 09:30 og eftir það verður farið í sund í Grettislaug á Reykhólum. Að því búnu verður hádegishlé og ferðalangar snæða nesti sitt í Reykhólaskóla. Klukkan 13:00 verður Norðursalt heimsótt og fræðst um saltgerð. Að því loknu verður haldið heim á leið. 
Kennarar, stuðningsfulltrúar og skólaliðar verða með í för. Minnt er á að nemendur þurfa að taka með sér gott nesti, sundföt og handklæði.

Umhverfisdagur - Grćnfáni

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 14. maí 2015
Föstudaginn 15. maí verður umhverfisdagur í skólanum. Nemendur starfa í þremur hópum sem eru plastsmiðja, ratleikur og útieldun. Sýning verður á hönnun nemenda, umhverfisljóð flutt, sungið og leikið á hljóðfæri sem nemendur hafa búið til og fleira . 

Klukkan 13:00 mæta fulltrúar Landverndar og afhenda skólanum Grænfánann í þriðja sinn. Móttökuathöfn við skólann.

Foreldrar eru eins og alltaf velkomnir í skólann, hvort heldur sem er að morgni til að taka þátt í smiðjum eða til að vera viðstaddir afhendingu Grænfánans.

Dagskráin fer að miklu leyti fram úti þannig að fólki er bent á að klæða sig í samræmi við það.

Í sjónvarpinu kl 19:55 í kvöld

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 13. maí 2015
Vildum bara minna á að þátturinn um Háskólalestina verður klukkan 19:55 á RÚV í kvöld. Þar koma krakkar af Ströndum heldur betur við sögu. 

 Hér eru allar upplýsingar um þáttinn. 

http://www.hi.is/frettir/haskolalestin_a_ruv_i_kvold 

Söngleikur í Hólmavíkurkirkju

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. maí 2015
Söngleikurinn "Eddi mörgæs bjargar heiminum" verður sýndur í Hólmavíkurkirkju á uppstigningardag, 14. maí, kl. 14:00.

Söngleikurinn er eftir Niki Davis og Þorkell Örn Ólason þýddi hann sérstaklega fyrir okkur svo þetta verður frumsýning á Íslandi. Leikstjóri er Sigríður Óladóttir

Uppsetningin er samstarf kirkjunnar, leikskólans Lækjarbrekku og grunnskólans á Hólmavík og börn úr leikskólanum og grunnskólanum á Drangsnesi taka einnig þátt í sýningunni.

Söngleikurinn fjallar um umhverfismál og þátttakendur eru 45.

Allir eru hjartanlega velkomnir  -  og  - aðgangur er ókeypis



Skólastefna - fundarbođ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 04. maí 2015

Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar boðar íbúa sveitarfélagsins til fundar í Félagsheimili Hólmavíkur, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 17:00 – 18:30.  

 Fundarefni: Skólastefna – helstu áherslur í skólastarfi 

 Fyrir fundinum liggja drög að nýrri skólastefnu Strandabyggðar. Áhugasamir eru beðnir um að kynna sér efnið og rýna það en á fundinum verður meðal annars óskað eftir tillögum og hugmyndum frá fundarmönnum til að gera skólastefnuna að öflugu leiðarmerki fyrir skólastarf sveitarfélagsins. Með þessu móti fá enn fleiri tækifæri til að hafa áhrif á innihald skólastefnunnar og þar með skólastarf í sveitarfélaginu.  


Hlökkum til að sjá ykkur öll. 

Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar 

  Guðjón Ólafsson, fræðslustjóri
  Alma Benjamínsdóttir
  Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
  Andrea K. Jónsdóttir


Íţróttir og útivist - hreyfing og gleđi.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. apríl 2015
Föstudaginn 24. apríl ætlum við að fagna sumri með gleði og leikjum.
Dagskráin verður þannig að hefðbundin kennsla verður til klukkan 10:00 en þá förum við út og leikum okkur á sparkvellinum og við skólann. Stefnt er að því að fara í leiki eins og Hollí hú, Brennibolta og Yfir, Verpa eggjum og fleiri af þessum gömlu góðu. Gönguferð upp að vörðu verður í boði og Feluleikur í nágrenni skólans.
Klukkan 12:00 verður matarhlé en klukkan 13:00 er ráðgert að ganga úr skólanum yfir í íþróttamiðstöð og fara saman í sund og/eða leiki í salnum. Allir starfsmenn skólans taka þátt í dagskránni með börnunum.
Mikilvægt er að börnin mæti vel búin til útivistar í skólann, taki með sér sundföt og íþróttaföt. Vetur og sumar takast á þessa dagana og ef ekki viðrar vel til útiveru færum við okkur inn og förum í innileiki, spil, tafl og fleira.

Blár dagur - föstudagurinn 10. apríl

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. apríl 2015
 
Við ætlum að hafa bláan dag, föstudaginn 10. apríl í Grunnskólanum á Hólmavík í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2 apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2. apríl bar upp á skírdag í ár verður blái dagurinn haldinn þann 10. apríl og í ár ætlum við að taka þátt. Því hvetjum við ykkur til að senda börnin bláklædd í skólann á föstudaginn.

Áhugasamir eru hvattir til að smella myndum af sér og börnunum og setja á netið með skilaboðunum „Við klæðumst bláu til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu“. Ef myndirnar eru settar inn á Instagram má endilega merkja þær #blarapril. Þannig má taka þátt í að breiða út boðskapinn og vekja athygli á þessu góða málefni sem snertir svo marga.

Athyglisverðar staðreyndir um einhverfu:
·      1 af hverju 88 barni fæðist með röskun á einhverfurófi
·      Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 – fimm sinnum meiri en hjá stúlkum
·      Einhverfa er fötlun - ekki sjúkdómur (algengur misskilningur) og því ólæknandi
·      Það skiptir sköpum fyrir einhverfa að fá viðeigandi þjálfun eins fljótt og hægt er

Einhverfa er skilgreind sem röskun í taugaþroska heilans. Þessi röskun í taugaþroska heilans leiðir af sér ákveðin hegðunareinkenni en út frá þeim eru einstaklingar greindir með röskun á einhverfurófi. Þeir einstaklingar sem greinast með röskun á einhverfurófi eiga í erfiðleikum með félagslegt samspil, mál og boðskipti og eru oftar en ekki með sérkennilega eða áráttakennda hegðun. Erfiðleikar varðandi félagslegt samspil geta komið fram sem skortur á augnsambandi, skortur á frumkvæði í samskiptum eða sem erfiðleikar við að mynda vinasambönd við jafnaldra. Erfiðleikar varðandi mál og boðskipti geta komið fram sem skortur á látbragði og eftirhermu, ekkert talmál eða erfiðleikar með mál. Sérkennileg og áráttukennd hegðun einstaklinga með röskun á einhverfurófi getur komið fram í ákveðnum venjum og eru því athafnir oft framkvæmdar í ákveðinni röð. Einnig er algengt að einstaklingar með röskun á einhverfurófi sýni ákveðnum hlutum óvenju mikinn áhuga og tali því óeðlilega mikið um sín hugarefni. Þessi ofangreind hegðunareinkenni þurfa einstaklingar að sýna til þess að greinast með röskun á einhverfurófi. Þó er mjög mismunandi á milli einstaklinga hvernig birtingarmynd einkennanna er og hversu alvarleg eða hamlandi þau eru fyrir einstaklinginn. Einstaklingar með röskun á einhverfurófi eru jafn ólíkir og þeir eru margir og því er oft sagt að hafir þú hitt einn einstakling með einhverfu hafir þú einungis hitt einn einstakling með einhverfu.
 
Fögnum fjölbreytileikanum og mætum í bláu föstudaginn 10 apríl!
 
Nánari upplýsingar um einhverfu er að finna á einhverfa.is og greining.is. Þeim sem vilja fræða börnin sín um einhverfu er jafnframt bent á skemmtilegt YouTube myndband eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttur sem kallast „Introvert“ sem ætlað er að útskýra einhverfu á einfaldan hátt. Hægt er að nálgast myndbandið á eftirfaraandi vefslóð: http://www.youtube.com/watch?v=ZFjsW2bozmM

Kennsla ađ loknu páskaleyfi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 06. apríl 2015
Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. apríl.

Árshátíđ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 26. mars 2015
Fimmtudaginn 26. mars klukkan 17:00 verður Árshátíð Grunn- og Tónskólans haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar stíga á svið nemendur Grunnskóla auk nemenda Tónskóla og fimm ára nemenda Leikskólans Lækjarbrekku og flytja leik, dans og tónlist eins og þeim einum er lagið. Allir velkomnir!
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir