Skólaferđalag 1. júní
Kennarar, stuðningsfulltrúar og skólaliðar verða með í för. Minnt er á að nemendur þurfa að taka með sér gott nesti, sundföt og handklæði.
Umhverfisdagur - Grćnfáni
Klukkan 13:00 mæta fulltrúar Landverndar og afhenda skólanum Grænfánann í þriðja sinn. Móttökuathöfn við skólann.
Foreldrar eru eins og alltaf velkomnir í skólann, hvort heldur sem er að morgni til að taka þátt í smiðjum eða til að vera viðstaddir afhendingu Grænfánans.
Dagskráin fer að miklu leyti fram úti þannig að fólki er bent á að klæða sig í samræmi við það.
Í sjónvarpinu kl 19:55 í kvöld
Hér eru allar upplýsingar um þáttinn.
http://www.hi.is/frettir/haskolalestin_a_ruv_i_kvold
Söngleikur í Hólmavíkurkirkju
Söngleikurinn er eftir Niki Davis og Þorkell Örn Ólason þýddi hann sérstaklega fyrir okkur svo þetta verður frumsýning á Íslandi. Leikstjóri er Sigríður Óladóttir
Uppsetningin er samstarf kirkjunnar, leikskólans Lækjarbrekku og grunnskólans á Hólmavík og börn úr leikskólanum og grunnskólanum á Drangsnesi taka einnig þátt í sýningunni.
Söngleikurinn fjallar um umhverfismál og þátttakendur eru 45.
Allir eru hjartanlega velkomnir - og - aðgangur er ókeypis
Skólastefna - fundarbođ
Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar boðar íbúa sveitarfélagsins til fundar í Félagsheimili Hólmavíkur, þriðjudaginn 5. maí 2015 kl. 17:00 – 18:30.
Fundarefni: Skólastefna – helstu áherslur í skólastarfi
Fyrir fundinum liggja drög að nýrri skólastefnu Strandabyggðar. Áhugasamir eru beðnir um að kynna sér efnið og rýna það en á fundinum verður meðal annars óskað eftir tillögum og hugmyndum frá fundarmönnum til að gera skólastefnuna að öflugu leiðarmerki fyrir skólastarf sveitarfélagsins. Með þessu móti fá enn fleiri tækifæri til að hafa áhrif á innihald skólastefnunnar og þar með skólastarf í sveitarfélaginu.
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Vinnuhópur um gerð skólastefnu Strandabyggðar
Guðjón Ólafsson, fræðslustjóri
Alma Benjamínsdóttir
Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir
Andrea K. Jónsdóttir
Íţróttir og útivist - hreyfing og gleđi.
Dagskráin verður þannig að hefðbundin kennsla verður til klukkan 10:00 en þá förum við út og leikum okkur á sparkvellinum og við skólann. Stefnt er að því að fara í leiki eins og Hollí hú, Brennibolta og Yfir, Verpa eggjum og fleiri af þessum gömlu góðu. Gönguferð upp að vörðu verður í boði og Feluleikur í nágrenni skólans.
Klukkan 12:00 verður matarhlé en klukkan 13:00 er ráðgert að ganga úr skólanum yfir í íþróttamiðstöð og fara saman í sund og/eða leiki í salnum. Allir starfsmenn skólans taka þátt í dagskránni með börnunum.