A A A

Valmynd

Jólatónleikar nemenda Grunn- og tónskólans á Hólmavík

| 11. desember 2012
Jólatónleikar nemenda Grunn- og tónskólans á Hólmavík verða haldnir dagana 11. og 13. desember í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir bæði kvöldin kl. 19.30. Stjórn tónleikanna er í höndum Jóns Ingimarssonar og Andra Ívarssonar.
Allir íbúar Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Eldvarnardagurinn

| 10. desember 2012
Eldvarnardagurinn var haldinn föstudaginn 7. desember. Einar, slökkviliðsstjóri, og Sigurður Marinó, varaslökkviliðsstjóri, komu í skólann og héldu brunaæfingu með nemendum og starfsfólki. Nemendur í unglingadeildinni fengu leiðsögn í meðferð og notkun handslökkvitækja og æfðu sig í að slökkva eld. Einar og Sigurður voru nokkuð ánægðir með hvernig til tókst. Til stendur að halda aðra æfingu þegar líður nær vori.

Grunnskólinn á Hólmavík flaggar Grćnfánanum í annađ sinn

| 04. desember 2012

Í tilefni þess að Grunnskólinn á Hólmavík fær Grænfánann í annað sinn verður samverustund utandyra við skólann miðvikudaginn 5. desember kl. 13:00 þar sem fulltrúi Landverndar kemur og færir okkur nýjan fána og við gerum okkur glaðan dag.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Grunnskólinn á Hólmavík hefur verið í Grænfánaverkefninu síðan haustið 2007 og flaggaði sínum fyrsta fána vorið 2010 til tveggja ára en fær nú endurnýjun á þeirri viðurkenningu vegna árangursríks starfs sl. tvö ár. Allir velunnarar skólans eru velkomnir til að samgleðjast með okkur.

Hér má lesa ræðu 5. -7. bekkjar sem haldin var við afhendinguna

Forvarnir gegn einelti

| 23. nóvember 2012
Fimmtudaginn 22. nóvember hélt Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur, fræðsluerindi fyrir starfsfólk Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Fræðsluerindið fjallaði um um forvarnir gegn einelti og var gott innlegg í þá vinnu sem átt hefur sér stað á unanförnum vikum við endurskoðun á eineltisáætlun skólans. Gert er ráð fyrir að ný eineltisáætlun fyrir Grunn- og tónskólann á Hólmavík verði aðgengileg á heimasíðu skólans um miðjan desember 2012

Ingibjörg Emilsdóttir ráđin ađstođarskólastjóri

| 20. nóvember 2012
Ingibjörg Emilsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarskólastjóri við Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur út skólaárið 2012-2013. Ingibjörg er fædd árið 1975 og hefur starfað við Grunnskólann á Hólmavík frá árinu 2001. Þar hefur hún sinnt fjölbreyttum kennslustörfum undanfarin ár, m.a. íþróttakennslu, smíðakennslu og umsjónarkennslu í bekkjum. Undanfarinn vetur hefur hún séð um umsjónarkennslu í 5.-7. bekk.


Ingibjörg útskrifaðist með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Bangsastund

| 15. nóvember 2012
Föstudaginn 16. nóvember, ætlum við að bjóða upp á hina árlegu bangsastund á bókasafninu. Bangsastundin hefst klukkan 16.30 og stendur í um klukkustund.
Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri mun lesa bangsasögu fyrir gesti. Síðan verður boðið upp á djús og bangsaköku og efnt til samkeppni um nafn á nýja bókasafnsbangsanum.
Ungir sem aldnir eru minntir á að bjóða bangsa með á bókasafnið af þessu tilefni!

Hlökkum til að sjá sem flesta!
Bókavörður

Hulda er nýr skólastjóri Grunnskólans

| 09. nóvember 2012
Hulda Ingibjörg er nýr skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík
Hulda Ingibjörg er nýr skólastjóri Grunnskólans á Hólmavík
Hulda Ingibjörg Rafnarsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Grunn- og tónskólans á Hólmavík í tímabundna stöðu til vors 2013. Hulda var ráðin aðstoðarskólastjóri í ágúst síðastliðnum, en Hildur Guðjónsdóttir sem tók við starfi skólastjóra um svipað leyti hefur sagt upp og látið af störfum. Hulda Ingibjörg er fædd árið 1965 og er útskrifaður grunnskólakennari frá Kennaraháskóla Íslands árið 1995 og hefur einnig lokið námi í kerfisfræði. Hulda er með diplómu í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst og fæst nú við skriftir á MA-ritgerð. Hún hefur víðtæka og fjölbreytta kennslureynslu, t.d. við Vatnsendaskóla í Kópavogi, Grunnskólann á Blönduósi og einnig við kennslu og verkefnastjórn við Háskólann á Bifröst.

Vegna veđurútlits

| 09. nóvember 2012
Vegna veðurútlits eru foreldrar yngri barna beðnir um að gera viðeigandi ráðstafanir og sækja börnin sín að loknu skólahaldi.  Nemendur sem fara með skólabíl verða keyrðir heim upp úr kl. 12.30 í dag.

Barátta gegn einelti - í allan vetur!

| 09. nóvember 2012
Í gær, fimmtudaginn 8. nóvember, var baráttudagur gegn einelti haldinn í skólanum okkar. Starfsfólk og nemendur komu þá saman á sal, allir fengu afhent armbönd með skilaboðum um jákvæð samskipti og síðan skrifuðu allir nemendur og starfsfólk undir þjóðarsáttmála um baráttu gegn einelti á vefsíðunni gegneinelti.is.

Dagurinn í gær er í raun byrjun á stærra verkefni um baráttu gegn einelti sem mun standa yfir í allan vetur og allir í skólanum taka þátt í. M.a. er stefnt er að því að koma upp listaverki hönnuðu af nemendum í elstu bekkjum í umsjón Ástu Þórisdóttur listgreinakennara. Þá eru einnig á döfinni fræðsla, uppákomur og fleira í vetur. Fréttir af þessu verða að sjálfsögðu fluttar hér á vefnum.

Viđ tökum ţátt í Baráttudegi gegn einelti!

| 02. nóvember 2012
Fimmtudagurinn 8. nóvember nk. er baráttudagur gegn einelti hér á landi. Við í Grunnskólanum á Hólmavík erum staðráðin í að taka virkan þátt í þessum góða degi og í undirbúningi er stutt en táknræn dagskrá fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans sem verður betur kynnt í næstu viku. Meðal þess sem verður gert er að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti á heimasíðunni gegneinelti.is. Á þessum degi er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu; samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og góðum starfsanda....
Meira
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir