A A A

Valmynd

Sundkennsla hefst

| 15. febrúar 2013
Sundkennsla hefst mánudaginn 18. febrúar og stendur til 24. maí 2013 eða í 13 vikur. Jóhanna Ása mun kenna sund en Árdís Rut verður henni til aðstoðar. 
Fyrst í stað verður sundkennslan einu sinni í viku en eftir páska verður kennt sund í öllum tímum sem merktir eru íþróttir á stundatöflu. 

Kennarar á skólabekk

| 15. febrúar 2013
Kennarar skólans eru nú að undirbúa sig fyrir innleiðingu á nýrri Aðalnámskrá grunnskóla. Eitt af verkefnunum sem kennarar þurfa að huga að eru kennsluhættir og námsmat. Á öskudaginn var starfsdagur kennara sem nýttur var í fræðslu og verkefnavinnu. Jenný Gunnbjörnsdóttir, forstöðumaður miðstöðvar skólaþróunar HA, kom og hélt námskeið um einstaklingsmiðaða kennsluhætti og verður með hópinn í leiðsögn fram á vor. Markmið með vinnu að verkefninu er að kennarar auki við þekkingu sína á einstaklingsmiðuðum kennsluháttum, útbúi kennsluáætlun sem tekur mið af slíkum vinnubrögðum og leggi mat á árangur eigin starfs og nemenda sinna.
 

Úrslit í Spurningakeppni grunnskólanna

| 11. febrúar 2013
Lið Grunnskólans á Hólmavík stóð sig mjög vel og að lokinni keppni stóðu liðin jöfn. Þá var útsláttarkeppni en hvort lið þurfti að svara tveimur bjölluspurningum rétt til að vinna keppnina. Eftir mjög harða baráttu stóð lið Grunnskólans á Ísafirði uppi sem sigurvegari. 
Við óskum Ísfirðingum til hamingju með sigurinn og óskum þeim góðs gengis í keppninni. 

Spurningakeppni grunnskólanna

| 11. febrúar 2013
Í dag kl.17.30 mun lið Grunnskólans á Hólmavík keppa við lið Grunnskólans á Ísafirði í Spurningakeppni grunnskólanna. Lið skólans var valið eftir spurningakeppni sem haldin var í unglingadeildinni fyrir áramót. Þrír stigahæstu keppendurnir komust áfram en þeir eru, Guðjón Alex í 8. bekk, Sigfrús og Ísak Leví í 9. bekk. Liðstjóri er Trausti Rafn í 8. bekk.
Keppnin er útsláttarkeppni.
Landinu var skipt upp í sjö landshluta en aðeins skráðu tveir skólar sig til keppni á Vestfjörðum, Grunnskólinn á Hólmavík og Grunnskólinn á Ísafirði. Sigurvegarinn á svæðinu kemst í átta liða úrslit. Úrslitaviðureignin verður í beinni útsendingu á RÚV.
Við óskum strákunum góðs gengis.

Söngkeppni Ozon á fimmtudagskvöldiđ

| 31. janúar 2013
Í kvöld, fimmtudaginn 31. janúar, fer hin árlega Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Ozon fram í Grunnskólanum á Hólmavík. Valin verða þau atriði sem fá keppnisrétt í Vestfjarðariðli landshlutakeppni Samfés sem haldin verður á Ísafirði föstudaginn 8. febrúar. Keppnin hefst kl. 18:00 og allir eru hjartanlega velkomnir. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 500 krónur, grunnskólanemar borga kr. 100 en börn undir fimm ára aldri fá frítt inn.


Hólmvíkingar eru hvattir til að mæta á þessa skemmtilegu uppákomu í menningarlífinu og styðja við bakið á söngvurunum og starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.

Generalprufa

| 25. janúar 2013
Nemendum grunnskólans er boðið á generalprufu hjá Þorranefndinni kl. 20 í Félagsheimilinu.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest
Nefndin

Íţróttahátíđ

| 15. janúar 2013
Á morgun miðvikudaginn 16. janúar verður hina árlega íþróttahátíð  nemenda í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík. Um morguninn munum flétta íþróttir og hreyfingu inn í skólastarfið t.d. verður haldin keppni í gerð snjóskúlptúra.

Sjálf íþróttahátíðin hefst kl. 18.00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar munu umsjónarkennarar taka á móti nemendum í anddyri og ganga með þeim í salinn þar sem formleg dagskrá hefst.
Dagskrá:
Upphitun í umsjá nemenda í 9. - 10. bekk 
Íþróttamaður ársins 2012 í Strandabyggð heiðraður
1.-3. bekkur trampolín og boðhlaup við foreldra

4. bekkurþrautabraut og brennibolti v ið foreldra
5-7. bekkur  - keiló við foreldra
8. - 10. bekkur - dodgeball við foreldra
10. bekkur - körfubolti við kennara

Nemendafélag skólans verður með samlokur og svala til sölu á vægu verði í anddyrinu (samloka 300 kr., Svali 100 kr.)

Vonumst til að sjá sem flesta

Allir starfsmenn hafa lokiđ skyndihjálparnámskeiđi

| 15. janúar 2013
Á fyrsta starfsdegi ársins var haldið skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Gunnar S. Jónsson, sjúkraflutningmaður sjá um fræðsluna. Starfsfólkið fékk bóklega kennslu 4. janúar en 8. og 9. janúar var verklegt nám í skyndihjálp og endurlífgun. Við þökkum Gunnari kærlega fyrir góða fræðslu.

Jólafrí

| 21. desember 2012
Í dag hefst jólaleyfi nemenda og starfsfólks Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Skóli hefst aftur föstudaginn 4. janúar með starfsdegi kennara. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. janúar.

Litlu jólin

| 19. desember 2012
Fimmtudaginn 20. desember kl. 14.00 - 16.00 verða litlu jól Grunn- og tónskólans á Hólmavík haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrst fara fram atriði á sviði þar sem allar bekkjardeildir koma fram. Að dagskrá lokinni verður dansað í kringum jólatré og jólasveinar kíkja í heimsókn. Allir eru velkomnir á jólaskemmtunina.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Janúar 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir