A A A

Valmynd

Forvarnardagurinn haldinn hátíđlegur

| 31. október 2012
Skínandi grunskólakrakkar - ljósm. Jón Jónsson (strandir.is)
Skínandi grunskólakrakkar - ljósm. Jón Jónsson (strandir.is)
Í dag var Forvarnardagurinn haldinn í Grunnskólanum á Hólmavík. Dagurinn beinist fyrst og fremst að nemendum í 9. bekk um land allt, en í skólanum okkar er þessum bekkjum kennt saman og því tóku þeir báðir þátt í deginum. Arnar Snæberg Jónsson hafði umsjón með deginum í grunnskólanum, en hann fól það m.a. í sér að krakkarnir horfðu á kynningarmyndband um forvarnardaginn, sáu hvatningarmyndband með ýmsum landsþekktum einstaklingum og unnu síðan hópavinnu þar sem farið var yfir hvað krökkunum finnst um samveru fjölskyldunnar, æskulýðs- og íþróttastarf og áfengisneyslu.


Krakkarnir stóðu sig frábærlega í þessari vinnu og komu hóparnir niðurstöðum sínum skilmerkilega og skýrt á blað. Hægt er að sjá niðurstöðurnar með því að smella hér.

Opiđ hús í dag

| 26. október 2012
Kofasmíđi í fullum gangi - ljósm JJ (strandir.is)
Kofasmíđi í fullum gangi - ljósm JJ (strandir.is)
Undanfarna þrjá daga hafa þemadagar verið í gangi í skólanum okkar - og í dag lýkur þeim með opnu húsi milli kl. 12:00 og 14:00. Heilmikið hefur verið um að vera - heilt bæjarfélag hefur t.a.m. risið á skólalóðinni, furðuverur svífa um gangana og tilraunagengið hefur m.a. búið til hraunlampa. 

Allir eru hjartanlega velkomnir á opna húsið í dag - föstudaginn 26. október!

 

Opinn fyrirlestur um netfíkn

| 23. október 2012
Eyjólfur Örn Jónsson
Eyjólfur Örn Jónsson
Miðvikudaginn 24. október kl. 19:30 verður haldinn fyrirlestur í Félagsheimilinu á Hólmavík um netfíkn. Sálfræðingurinn Eyjólfur Örn Jónsson fjallar í fyrirlestrinum um hættur Internetsins, hverjir séu í hættu með að "ánetjast" notkun sinni, hver einkenni ofnotkunar eru, hvað slík notkun getur haft í för með sér og hvað foreldrar og fagfólk getur gert til að fyrirbyggja vandann og takast á við hann. Eftir fyrirlesturinn verða umræður og fyrirspurnir.

Við í Grunnskólanum hvetjum fólk á öllum aldri til að mæta á þennan fróðlega fyrirlestur sem veitir innsýn í málefni sem kemur okkur öllum við og er vaxandi vandamál á Íslandi - og þar er Strandabyggð ekki undanskilin. Frítt er inn á fyrirlesturinn og allir áhugasamir eru velkomnir á hann....
Meira

Norrćna skólahlaupiđ

| 19. október 2012
Í dag hlupu nemendur Grunnskólans á Hólmavík Norræna skólahlaupið. Nemendur hlupu 2,5 km, 5 km eða 10 km og er markmið hlaupsina að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu og kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkama sinn og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Það var Árdís Rut Einarsdóttir sem skipulagði hlaupið í ár og tókst það í alla staði vel. Allir þátttakendur fá sérstakt viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Alţjóđadagur eldri borgara

| 19. október 2012
Ingibjörg og Jón Valur á góđri stund
Ingibjörg og Jón Valur á góđri stund
Árið 2012 er tileinkað öldruðum í Evrópu. Megináherslan er á að auka virkni og færni aldraðra, bæta menntun og brúa kynslóðabilið. Stjórnvöld í Evrópu hafa beitt sér fyrir margvíslegum aðgerðum í tilefni af Evrópuári aldraðra. Landssamband eldri borgara hefur leitað til mennta- og menningarmálaráðuneytisins og óskað eftir því að athygli grunnskóla verði vakin á Evrópuárinu og sérstaklega alþjóðadegi eldri borgara í skólum 1. október. Af því tilefni komu félagar eldri borgara á Hólmavík í heimsókn í skólann okkar. Þau heimsóttu nemendur og kennara í 5.-7. bekk. Formaður félagsins, Maríus Kárason, kynnti félagið og starfsemi þess. Nemendur voru búnir að undirbúa komuna með spurningum sem þau leituðu svara við og komust að því að eldri borgarar í Strandabyggð sitja ekki auðum höndum heldur eru dugleg að hittast og föndra, iðka boccia, smíði, lestur fyrir vistmenn sjúkrahússins og gönguferðir. Félögum eldri borgara er þakkað kærlega fyrir komuna og þetta góða tækifæri þar sem ungir og aldnir fái tækifæri til að hlusta hvert á annað, kynnast og ræða saman.

Kynning á islamstrú í 5.-7. bekk.

| 03. október 2012
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir
Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir

Nemendur í 5.-7. bekk hafa í haust unnið með og kynnst hinum ýmsu trúarbrögðum í samfélagsfræði hjá Kolbrúnu og Möllu Rós. Trúarbragðafræði er orðin hluti af sjálfstæðum námsgreinum í grunnskóla en hefur ráðstöfunartíma sameiginlega með samfélagsgreinum í viðmiðunarstundaskrá. Nú er aukin áhersla á önnur trúarbrögð en kristni sem verður að teljast eðlilegt í ljósi vaxandi fjölmenningar í landinu og aukinna tengsla á milli ólíkra menningarsvæða í veröldinni. Á haustönn hafa nemendur okkar kynnst búddatrú, hindúatrú, kristni, islam og gyðingdómi. Í síðustu viku fengu þau góðan gest til sín til að kynna islamstrú. Alma er gift Hicham Mansri sem er islamstrúar og búa þau hér á Hólmavík ásamt dóttur sinni Amiru Lindu. Eins og sjá má á myndunum kom Alma prúðbúin og sýndi nemendum ýmsa muni sem tengjast islamstrú. Hún leyfði börnunum líka að máta föt sem hún kom með og þau höfðu mjög gaman af því. Við þökkum Ölmu kærlega fyrir góða heimsókn og kynningu.

 

Göngum í skólann 3.-10. október

| 02. október 2012

Hið árlega verkefni Göngum í skólann er haldið í sjötta sinn hér á landi. Eins og undanfarin tvö ár ætlar Grunnskólinn á Hólmavík að taka þátt í verkefninu frá miðvikudeginum 3. október til miðvikudagsins 10. október. Í þetta sinn verður fyrirkomulagið þannig að í stað keppni á milli bekkja verður horft á persónulegan árangur hvers og eins. Nemendur skrá hvort þau hafa gengið og hvað mikið. Í lokin fá þeir þátttakendur viðurkenningu sem hafa staðið sig sérstaklega vel á lokahófi sem haldið er síðasta daginn ásamt sameiginlegri gönguferð. Við vonum að sem flestir taki þátt og að foreldrar hvetji börnin sín til að nota hjólin sín eða ganga ef það er mögulegt. Markmiðið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar.

Starfsdagar framundan

| 26. september 2012
Föstudaginn 28. september og mánudaginn 1. október eru starfsdagar starfsmanna Grunn- og Tónskólans á Hólmavík. Á föstudaginn taka starfsmenn þátt í haustþingi kennara á Sauðárkróki ásamt félögum í KSNV og SNV. Á mánudaginn sækja starfsmenn námskeið í Miðstöð skólaþróunar í Háskólanum á Akureyri þar sem unnið verður með áherslur í einstaklingsmiðuðu skólastarfi og námsmati. Eftir það verður farið í náms- og kynnisferð í Þelamerkurskóla þar sem áherslan verður á að fræðast um bekkjarfundi og eineltismál. Þessa daga er frí hjá nemendum. Skólastarf verður svo með hefðbundnum hætti frá og með þriðjudeginum 2. október.

Ađalfundur foreldrafélagsins á ţriđjudaginn

| 24. september 2012
Fundurinn verđur á ţriđjudaginn í Hnyđju.
Fundurinn verđur á ţriđjudaginn í Hnyđju.

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í Hnyðju (Þróunarsetrinu á Hólmavík) þriðjudaginn 25. sept, klukkan 18:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður Hulda Ingibjörg aðstoðarskólastjóri með skemmtilegt erindi þar sem hún leggur þrautir fyrir fullorðna fólkið og kannar hvort foreldrar geti leyst það sem börnin þurfa að finna lausn á. Í lokin gæðum við okkur á gómsætum pizzum frá Café Riis.

 

Sjáumst hress og kát !
Stjórn foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík. 

Skemmtileg heimsókn á Sauđfjársetriđ - tóvinna

| 18. september 2012
Hildur Pálsdóttir sýnir áhugasömum nemendum hvernig ull er kembd.
Hildur Pálsdóttir sýnir áhugasömum nemendum hvernig ull er kembd.
Í gær brugðu nemendur í 1.-7. bekk undir sig betri fætinum og fóru í ferðir út á Sauðfjársetur. Það var Ásta Þórisdóttir listgreinakennari sem skipulagði ferðirnar í samstarfi við Ester Sigfúsdóttur framkvæmdastjóra Sauðfjársseturs. Ferðin var hluti af námi nemenda í listgreinum þar sem þau eru að fræðast um tóvinnu og hvernig aðferðin er við að jurtalita ull. Hildur Pálsdóttir á Geirmundarstöðum var svo elskuleg að taka á móti hópnum og fræða þau og sýna þeim hvernig ull er unnin....
Meira
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Nóvember 2024 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nćstu atburđir