A A A

Valmynd

Foreldranámskeiđiđ Uppeldi sem virkar - fćrni til framtíđar

| 17. ágúst 2012

Dagana 31. ágúst til 1. september verður haldið foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar þar sem fjallað verður m.a. um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika, hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og ákveðni, auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu, nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt, kenna börnum æskilega hegðun og takast á við venjuleg vandamál í uppeldi.

 

Leiðbeinandi námskeiðsins er Ester Ingvarsdóttir BA. sálfr. og Cand. Psych sálfræðikandídat en Ester er starfsmaður á Þroska- og hegðunarstöð og hefur kennt þar á fjölmörgum uppeldisnámskeiðum. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Hólmavík og má nálgast upplýsingar um skráningu, verð og tímasetningar hér.

Skólasetning mánudaginn 20. ágúst

| 12. ágúst 2012
Skólasetning verđur í Hólmavíkurkirkju. Ljósm: Ásdís Jónsdóttir
Skólasetning verđur í Hólmavíkurkirkju. Ljósm: Ásdís Jónsdóttir
Nú fer skólastarfið að hefjast að nýju og hlökkum við mikið til að sjá nemendur okkar að loknu sumarfríi.

Skólasetning verður í Hólmavíkurkirkju mánudaginn 20. ágúst kl. 13:00. Eftir skólasetningu koma nemendur í skólann og hitta kennarana sína og fá afhentar stundaskrár, innkaupalista námsgagna, skóladagatal, ýmsar hagnýtar upplýsingar og eyðublöð. Athugið að innkaupalistar birtast hér á bekkjavefjunum hér til hægri um leið og þeir eru tilbúnir. 

Hefðbundið skólastarf hefst svo þriðjudaginn 21. ágúst eftir stundaskrá frá kl. 8:10.

Hlökkum til samstarfsins í vetur,
starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík

Breytingar á vefnum

| 10. ágúst 2012
Þessa dagana er verið að vinna í vefnum okkar, í þeim tilgangi að gera hann aðgengilegri og einfaldari fyrir notendur hans. Einnig er verið að uppfæra ýmsar upplýsingar sem voru orðnar úreltar. Það er því meira en líklegt að einhverjar vefsíður vanti inn á hann, að tenglar virki ekki o.s.frv. næstu daga!

Međ sól í hjarta

| 18. maí 2012
Nemendur njóta sín í sólinni.
Nemendur njóta sín í sólinni.
Við látum ekki nokkur snjókorn á okkur fá! Með sól í hjarta og söng á vörum ljúkum við skólaárinu í Grunnskólanum á Hólmavík þetta árið. Í dag héldu nemendur í 4.-6. bekk í vorferðalag í Borgarfjörðinn þar sem þau heimsækja Snorrastofu, Landbúnaðarsafnið og Landnámssetrið sem allt tengist námi þeirra í samfélags- og náttúrufræðigreinum. Í sömu ferð munu þau koma við í sundlauginni í Borgarnesi og fá sér smá sundsprett með þeim Alfreð skólabílstjóra, Ingibjörgu og Kolbeini umsjónarkennurum bekkjanna. Í næstu viku munu nemendur í 1.-3. bekk fara yfir í Dali og heimsækja Eiríksstaði og ferðast 1000 ár aftur í tímann, fá sögustund við langeldinn og sjá hvernig fólkið bjó á tímum Eiríks rauða. Á heimleiðinni koma þau við á Rjómabúinu Erpsstöðum ásamt Alfreð skólabílstjóra, Völu, Öldu og Árnýju og gæða sér á heimagerðum rjómaís og sjá hvernig hann er unninn. Hér má sjá nýjar myndir frá skólastarfinu í 1.-3. bekk.                        

Framundan eru svo nemendaviðtöl, foreldraviðtöl, vordagur og skólaslit en hér má sjá maídagskrá skólans.

                                         

Lestrarvika Arion banka

| 03. maí 2012
Ćtlar ţú ađ taka ţátt í Lestrarviku Arion banka?
Ćtlar ţú ađ taka ţátt í Lestrarviku Arion banka?

Krakkar á öllum aldri eru hvattir til þess að vera með í Lestrarviku Arion banka dagana 2. - 8. maí nk. Markmiðið er að hvetja krakka til að vera duglegir að lesa skemmtilegar bækur og skólaefni. Ekki skiptir máli hvað er lesið; skáldsögur, teiknimyndasögur, skólabækur, Andrés blöð eða annað skemmtilegt lesefni. Allt telst með. Nöfn þeirra sem skrá lestur sinn fara í pott og í lok vikunnar verða dregnir úr honum yfir 100 þátttakendur sem fá veglegan vinning. Við munum líka draga út skemmtilegan vinning daglega á meðan lestrarvikunni stendur og í lok vikunnar verður Lestrarhestur Arion banka dreginn út og fær hann iPad í verðlaun. Skráning fer fram hér.

Vortónleikar Tónskólans - laugardaginn 5. maí

| 02. maí 2012
Guđrún Júlíana ásamt kennaranum sínum Viđari Guđmundssyni. Ljósm: Margrét Sverrisdóttir.
Guđrún Júlíana ásamt kennaranum sínum Viđari Guđmundssyni. Ljósm: Margrét Sverrisdóttir.
Vortónleikar Tónskólans á Hólmavík fara fram laugardaginn 5. maí í Hólmavíkurkirkju. Tónleikarnir eru tvískiptir í ár og hefjast fyrri tónleikarnir kl. 13:00 og þeir seinni kl. 16:00. Frítt er inn á tónleikana. Á milli tónleika verður vorkaffi í Félagsheimlinu á Hólmavík, aðgangseyrir í kaffið er 1.500 kr. fyrir fullorðna en 500 kr. fyrir börn. Allur ágóði rennur til hljóðfærakaupa Tónskólans. Samhliða vortónleikunum fá nemendur afhendan vitnisburð og útskrifast úr Tónskólanum þetta skólaárið. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Dagskrá vortónleikana má sjá með því að smella hér

Nemendur 10. bekkjar í starfskynningu

| 27. apríl 2012
Hluti af 9. og 10. bekk í íţróttum í vetur.
Hluti af 9. og 10. bekk í íţróttum í vetur.

Einn af föstum liðum skólastarfsins okkar er starfskynning 10. bekkjar þar sem nemendur kynnast atvinnulífinu og mæta til vinnu í nokkra daga. Starfskynning er hluti af náminu og velja nemendur sér fyrirtæki í þeim tilgangi að kynnast starfsháttum þess, bæði til fróðleiks og ánægju. Síðastliðna viku héldu níu sprækir nemendur okkar af stað í starfskynningar í Borgarnesi, Reykjavík, Akureyri og hér á Hólmavík. Meðal þeirra fyrirtækja sem heimsótt voru má nefna Límtré-Vírnet, Borgarverk, Loftorka, Vegagerðin, Beauty Bar, Hárgreiðslustofa Helgu Bjarkar, Bakarameistarinn, Borgarleikhúsið, Sportver, Menningarhúsið Hof, Félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar, Tónabúðin, Studio 6, Ljósmyndastofa Guðrúnar Hrannar, Tölvutek, Subway, Leikfélag Akureyrar, Árholt, skólavistun fyrir fötluð börn, Grunnskólinn á Hólmavík, Héraðsbókasafn Strandasýslu og Gullsmiðirnir Sigtryggur og Pétur. Auk þess voru námsráðgjafar í Verkmennaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri og Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem tóku á móti hluta af nemendahópnum og kynntu nemendum ýmsa námsmöguleika og aðstæður. Markmiðið með starfskynningum er að kynna nemendum hina ýmsu atvinnumöguleika sem í boði eru og ýta undir áhuga þeirra á námi og hverskonar þekkingarleit.

Sumarlegt samvinnuverkefni

| 27. apríl 2012
Það var skemmtileg stemmningin á langa ganginum í skólanum í dag þegar nemendur í 3. og 9. bekk tóku höndum saman og teiknuðu risastóra sumarmynd sem prýðir nú loftið á ganginum. Það er hreint mögnuð tilfinning að labba undir myndina sem gleður augu ungra sem aldinna. Að sögn nemenda er myndefnið allt tilheyrir góðu sumri m.a. blóm, sól, grill, risaeðlur, ís, kanínur, hjörtu, refur, bátur, flugur, fuglar, fiðrildi, fótboltavöllur, hús og fleira skemmtilegt. Andrúmsloftið var mjög afslappað og sköpunargleðin í hámarki þar sem nemendur unnu saman undir stjórn Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, Árnýjar Huldar, Naomi og Juliu sem eru í starfskynningu hér í grunnskólanum þessa viku.

540 kg. af rusli!

| 20. apríl 2012
Kátir krakkar úr 3. bekk.
Kátir krakkar úr 3. bekk.
Í dag héldum við í Grunnskólanum á Hólmavík okkar árlega umhverfisdag þar sem nemendur og starfsfólk tíndu yfir hálft tonn af rusli hér innanbæjar. Markmiðið með þessum degi er að efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að huga betur að umhverfi sínu, bættri umgengni almennt og vekja athygli almennings á umhverfismennt. Einar Indriðason hjá Sorpsamlagi Strandabyggðar hitti hópinn í morgun með fræðslu áður en haldið var af stað í ruslatínsluna. Herlegheitin voru vigtuð á hafnarvoginni og hét sveitastjórn Strandabyggðar á hópinn og fengu þau þrjátíu þúsund krónur fyrir dugnaðinn. Þegar þau komu aftur í skólann fengu þau heitt kakó og áttu saman góða stund í vikulokin. Það var Ingibjörg Emilsdóttir verkefnisstjóri ásamt umhverfisnefnd skólans sem skipulagði okkar fjórða umhverfisdag sem er liður í Grænfánastarfi skólans, en Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum og höfum við nú flaggað honum í þrjú ár og höldum því vonandi ótrauð áfram.

Umhverfisdagurinn

| 17. apríl 2012
Á föstudaginn 20. apríl nk. höldum við okkar árlega umhverfisdag. Markmiðið með þessum degi er að efla umhverfisvitund nemenda og hvetja þá til að huga betur að umhverfi sínu, bættri umgengni almennt og er liður í grænfánastarfi skólans. Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum og höfum við nú flaggað honum í þrjú ár.

Umhverfisnefnd skólans, sem samanstendur af fulltrúum nemenda úr öllum bekkjardeildum og starfsfólki skólans úr öllum starfsstéttum, fundaði fyrir skömmu og setti saman dagskrá umhverfisdagsins sem við höldum nú í fjórða sinn. Byrjað verður á fyrirlestri um umhverfismál í setustofunni ásamt því að syngja saman hin ýmsu sönglög sem tengjast umhverfismennt og náttúrunni á einhvern hátt. Þá tekur við markviss og skipulögð ruslatínsla um alla Hólmavík þar sem nemendur og starfsmenn skipta sér og fara í hópum um öll hverfi bæjarins og tína rusl. Þá verður ruslinu safnað saman á hafnarvoginni þar sem við vigtum ruslið og metum árangurinn ásamt því að syngja saman fram að matarhléi. Eftir mat hittumst við upp í skógi fyrir ofan skólann og drekkum saman heitt kakó og eigum saman góða stund í vikulokin.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir