Nýr ađstođarskólastjóri Grunnskólans á Hólmavík
Meira
Dagana 31. ágúst til 1. september verður haldið foreldranámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar þar sem fjallað verður m.a. um það hvernig hægt er að koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika, hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og ákveðni, auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu, nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt, kenna börnum æskilega hegðun og takast á við venjuleg vandamál í uppeldi.
Leiðbeinandi námskeiðsins er Ester Ingvarsdóttir BA. sálfr. og Cand. Psych sálfræðikandídat en Ester er starfsmaður á Þroska- og hegðunarstöð og hefur kennt þar á fjölmörgum uppeldisnámskeiðum. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Hólmavík og má nálgast upplýsingar um skráningu, verð og tímasetningar hér.
Krakkar á öllum aldri eru hvattir til þess að vera með í Lestrarviku Arion banka dagana 2. - 8. maí nk. Markmiðið er að hvetja krakka til að vera duglegir að lesa skemmtilegar bækur og skólaefni. Ekki skiptir máli hvað er lesið; skáldsögur, teiknimyndasögur, skólabækur, Andrés blöð eða annað skemmtilegt lesefni. Allt telst með. Nöfn þeirra sem skrá lestur sinn fara í pott og í lok vikunnar verða dregnir úr honum yfir 100 þátttakendur sem fá veglegan vinning. Við munum líka draga út skemmtilegan vinning daglega á meðan lestrarvikunni stendur og í lok vikunnar verður Lestrarhestur Arion banka dreginn út og fær hann iPad í verðlaun. Skráning fer fram hér.
Einn af föstum liðum skólastarfsins okkar er starfskynning 10. bekkjar þar sem nemendur kynnast atvinnulífinu og mæta til vinnu í nokkra daga. Starfskynning er hluti af náminu og velja nemendur sér fyrirtæki í þeim tilgangi að kynnast starfsháttum þess, bæði til fróðleiks og ánægju. Síðastliðna viku héldu níu sprækir nemendur okkar af stað í starfskynningar í Borgarnesi, Reykjavík, Akureyri og hér á Hólmavík. Meðal þeirra fyrirtækja sem heimsótt voru má nefna Límtré-Vírnet, Borgarverk, Loftorka, Vegagerðin, Beauty Bar, Hárgreiðslustofa Helgu Bjarkar, Bakarameistarinn, Borgarleikhúsið, Sportver, Menningarhúsið Hof, Félagsmiðstöðvar Akureyrarbæjar, Tónabúðin, Studio 6, Ljósmyndastofa Guðrúnar Hrannar, Tölvutek, Subway, Leikfélag Akureyrar, Árholt, skólavistun fyrir fötluð börn, Grunnskólinn á Hólmavík, Héraðsbókasafn Strandasýslu og Gullsmiðirnir Sigtryggur og Pétur. Auk þess voru námsráðgjafar í Verkmennaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Akureyri og Fjölbrautarskólanum á Sauðárkróki sem tóku á móti hluta af nemendahópnum og kynntu nemendum ýmsa námsmöguleika og aðstæður. Markmiðið með starfskynningum er að kynna nemendum hina ýmsu atvinnumöguleika sem í boði eru og ýta undir áhuga þeirra á námi og hverskonar þekkingarleit.