Umhverfisdagurinn
Umhverfisnefnd skólans, sem samanstendur af fulltrúum nemenda úr öllum bekkjardeildum og starfsfólki skólans úr öllum starfsstéttum, fundaði fyrir skömmu og setti saman dagskrá umhverfisdagsins sem við höldum nú í fjórða sinn. Byrjað verður á fyrirlestri um umhverfismál í setustofunni ásamt því að syngja saman hin ýmsu sönglög sem tengjast umhverfismennt og náttúrunni á einhvern hátt. Þá tekur við markviss og skipulögð ruslatínsla um alla Hólmavík þar sem nemendur og starfsmenn skipta sér og fara í hópum um öll hverfi bæjarins og tína rusl. Þá verður ruslinu safnað saman á hafnarvoginni þar sem við vigtum ruslið og metum árangurinn ásamt því að syngja saman fram að matarhléi. Eftir mat hittumst við upp í skógi fyrir ofan skólann og drekkum saman heitt kakó og eigum saman góða stund í vikulokin.