A A A

Valmynd

Góđ gjöf frá Sparisjóđi Strandamanna

| 13. apríl 2012
Í dag fengu nemendur í 8. bekk góðan gest til sín þegar Guðmundur Björgvin Magnússon sparisjóðsstjóri kom færandi hendi og afhenti þeim veglega vasareikna að gjöf. Vasareiknarnir munu án efa koma sér vel í stærðfræðinámi þeirra í framtíðinni og munu endast þeim í framhaldsskólanámi líka. Fermingarbörnin voru afar glöð og þakklát og við þökkum Sparisjóði Strandamanna kærlega fyrir gjöfina og margvíslegan stuðning við nemendur okkar í gegnum tíðina.

Ritsmiđja fyrir börn 8-12 ára

| 12. apríl 2012
Skelin - lista- og frćđimannasetur Ţjóđfrćđistofu á Hólamavík.
Skelin - lista- og frćđimannasetur Ţjóđfrćđistofu á Hólamavík.
Ungir og upprennandi rithöfundur geta fengið góða æfingu um helgina, en þá verður haldin ritsmiðja fyrir börn á aldrinum 8-12 ára á Hólmvík. Hjónin Yrsa Þölll Gylfadóttir og Gunnar Theodór Eggertsson sjá um smiðjuna, en þau eru bæði rithöfundar. Í smiðjunni verður farið í ýmsa grunnþætti sagnagerðar, rætt um innblástur, upphaf, miðju og endi.

Gunnar Theodór hefur skrifað bókina Köttum til varnar, sem gefin var út til styrktar Kattavinafélaginu, og barnabókina Steindýrin. Fyrir þá síðarnefndu hlaut hann íslensku barnabókaverðlaunin árið 2008. Yrsa Þöll hefur m.a. gefið út bókina Tregðulögmálið sem kom út árið 2010, en þar gefst lesendum kostur á að fá innsýn inn í veruleika bókmenntafræðinema við Háskóla Íslands.

Ritsmiðjan fer fram í Skelinni, list- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu á Hólmavík á laugardag og sunnudag frá kl. 13:00-15:00. Skráning fer fram hjá Kötlu Kjartansdóttur verkefnisstjóra í gegnum netfangið katla@icef.is eða í gegnum s. 8654463.

Yfir 300 manns búnir ađ sjá Međ allt á hreinu

| 10. apríl 2012
Ljósm: Ester Sigfúsdóttir hjá Strandir.is
Ljósm: Ester Sigfúsdóttir hjá Strandir.is
« 1 af 3 »
Nú hafa yfir þrjú hundruð manns komið á söngleikinn Með allt á hreinu en nú hafa verið sýndar þrjár sýningar. Með allt á hreinu er samstarfsverkefni Grunnskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og í leikstjórn Arnars S. Jónssonar og tónlistarstjórn Borgars Þórarinssonar. Það eru á þriðja tug nemenda í 8.-10. bekk sem taka þátt í söngleiknum ásamt félögum í Leikfélaginu. Fjórða sýning verður miðvikudagskvöldið 11. apríl og svo verður endað á sérstakri lokasýningu, kraftsýningu, þar sem hækkað verður í botn, sunnudaginn 15. apríl. Allar sýningarnar fara fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefjast kl. 20:00. Aðgangseyrir er 2.500 kr. fyrir 16 ára og eldri) en 1.500 kr. yngri en 16 ára. Miðapantanir fara fram hjá Rúnu Mæju í s. 896-4829. Veggspjald má sjá hér.

Eftirtaldir styrkja uppsetninguna Með allt á hreinu:
Hólmadrangur, Hárgreiðslustofa Heiðu, KSH. Arion banki, Bjartur ehf., Sparisjóður Strandamanna, Trésmiðjan Höfði, Strandlagnir slf., Ferðaþjónustan Kirkjuból, Café Riis, Sauðfjársetur á Ströndum, Þjóðfræðistofa, Grundarorka, Jósteinn ehf., Strandafrakt, Gistiheimilið Broddanesi, Héraðsbókasafn Strandasýslu, Sóknarpresturinn Hólmavík, Sveitarfélagið Strandabyggð, Íþróttamiðstöðin Hólmavík, Óskaþrif og Hlökk ehf.

Gógó-píurnar á Aldrei fór ég suđur!

| 30. mars 2012
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Í gær var gefinn út endanlegur listi yfir þær hljómsveitir sem koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskahelgina. Í fyrsta skipti eiga Strandamenn hljómsveit á rokklistanum, en það eru Gógó-píurnar sem hafa gert það gott undanfarið, m.a. hitað upp fyrir Retro Stefson, unnið SamVest í Súðavík og lentu í þriðja sæti á Söngkeppni Samfés í marsbyrjun. Þau munu koma fram á föstudeginum, fyrst ein og sér og síðan munu þau koma fram ásamt hljómsveitinni Cutaways sem er skipuð ungum strákum úr Súðavík sem einnig kepptu í Söngkeppni Samfés. Það er því rík ástæða fyrir Strandamenn til að renna vestur á Ísafjörð föstudaginn langa og hlýða á fagran söng okkar fólks.


Aldrei fór ég suður er nú haldin í níunda skipti og hefur hátíðin sjaldan verið veglegri. Sjá má lista yfir hljómsveitir sem koma fram með því að smella hér.

Árshátíđ

| 29. mars 2012
Árshátíð Grunnskólans á Hólmavík verður haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík, fimmtudaginn 29. mars og hefst hún kl. 19:30.

 

Flutt verður eftirfarandi dagskrá:

Forskólabörn : Söngatriði

1. - 2. bk. Bangsi litli

3. bk. Landnámið - leikþáttur

7. - 8. bk. Bland í poka

Hlé ( Í hléi verða seldar veitingar til styrktar danmerkurförum úr 8. og 9. bk.)

4. - 6.bk. Atriði úr Ávaxtakörfunni

8. - 10. bk.  Atriði úr leikverkinu Með allt á hreinu

 

Ókeypis aðgangur.

Allir hjartanlega velkomnir!

Náttfatadagur

| 15. mars 2012
Föstudaginn 16. mars er náttfatadagur í skólanum okkar. Náttfatadegur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að páskafrí en þá kryddum við skólastarfið með skemmtilegum viðfangsefnum :)

Sparifatadagur og danssýning á föstudag!

| 08. mars 2012

Föstudaginn 9. mars er sparifatadagur í skólanum okkar. Sparifatadegur er hluti af öðruvísi föstudögum fram að páskafrí en þá kryddum við skólastarfið með skemmtilegum viðfangsefnum.

 

Það er vel við hæfi af því að kl. 16:00 verður DANSSÝNING í Íþróttamiðstöðinni en það er í raun lokahátíð dansnámskeiðanna sem Jón Pétur Úlfljótsson danskennari hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru hefur haldið þessa viku fyrir nemendur í 1.-10. bekk.

 

ALLIR ERU HJARTANLEGA VELKOMNIR Á DANSSÝNINGUNA.

Jón, Guđjón og Íris í fyrstu 1., 2. og 3. sćtunum í Stóru upplestarkeppninni

| 07. mars 2012
Grunnskólinn á Hólmavík hefur að undanförnu undirbúið þátttöku nemenda okkar í Stóru upplestrarkeppninni í 7. bekk. Umsjón með verkefninu innan skólans hefur verið er í höndum Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, íslenskukennara og umsjónarkennara í 7. oog 8. bekk og Jóhönnu Ásu Einarsdóttur umsjónarkennara í 7. og 8. bekk. Skipulagning með verkefninu í heild sinni hér á svæðinu var í umsjón Drangsnesinga þetta árið og var lokahátíðin haldin þar í dag 7. mars. Markmið upplestrarkeppni er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði og að gefa kennurum tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju.

Keppendur okkar komu tímanlega á staðinn í dag, kynntu sér aðstæður og kíktu m.a. í pottana á Drangsnesi og fengu sér létta hressingu fyrir keppni í góðum félagsskap Hrafnhildar, Ásu, Ingu og Bjarna Ómars skólastjóra. Alls tóku tólf nemendur þátt í lokahátíðinni í dag frá Drangsnesi, Hólmavík og Reykhólum. Óhætt er að segja að í svona keppni séu allir sigurvegarar á einn eða annan hátt. Það er ekki einfalt mál að stíga á svið og lesa með tilþrifum fyrir fjölda manns og þeir sem ekki unnu til verðlauna áttu líka glæsilega spretti. Sérstaka viðurkenningu fyrir upplestur á ákveðnum texta fékk Daníel Elí Ingason Grunnskólanum á Drangsnesi. Það voru þrír nemendur okkar í 7. bekk sem hrepptu þrjú fyrstu sætin í keppninni en Jón Stefánsson var í 1. sæti, Guðjón Alex Flosason í 2. sæti og Íris Jóhannsdóttir í 3. sæti og fengu þau bókagjafir og vegleg peningaverðlaun. Drangsnesingar tóku vel á móti hópnum, fluttu söngatriði í hléi og buðu gestum í glæsilega kaffiveislu í félagsheimilinu Baldri að keppni lokinni. Við erum afar stolt af öllum okkar þátttakendum og óskum vinningshöfunum og kennurum þeirra hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Una Gíslrún, fulltrúi Tónskólans á Nótunni 2012.

| 07. mars 2012
Una Gíslrún Kristinsdóttir Schram. Mynd úr einkasafni Unu.
Una Gíslrún Kristinsdóttir Schram. Mynd úr einkasafni Unu.

Laugardaginn 10. mars mun Una Gíslrún Kristinsdóttir Schram vera fulltrúi Tónskólans á Hólmavík á Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla fyrir Vesturland, Vestfirði og V-Húnavatnssýslu. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn en í fyrsta sinn var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og er markmiðið að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að þátttakendur frá öllu landinu, á öllum aldri, búa til efnisdagskrá sem endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Una Gíslrún mun fara á Nótuna ásamt fjölskyldu sinni en í ár er hátíðin haldin í Tónlistarskólanum á Akranesi. Una, sem er nemandi hjá Borgari Þórarinssyni tónlistarkennara við skólann, ætlar að flytja lagið Someone like you eftir söngkonuna Adele en Una syngur og spilar sjálf undir á píanó. Við erum afar stolt af okkar fulltrúa á hátíðinni og óskum Unu og fjölskyldu góðrar ferðar á Nótuna.

 

Til hamingju međ 3. sćtiđ Gógópíur!

| 07. mars 2012
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Gógópíurnar flytja lagiđ sitt á Samfestingnum - skjáskot af ruv.is.
Félagsmiðstöðin Ozon gerði góða ferð til Reykjavíkur um helgina, en þar fór fram Samfestingurinn - ball og söngkeppni á vegum Samfés, samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi. Alls fóru 28 krakkar frá Hólmavík og Drangsnesi á viðburðinn undir stjórn Arnars S. Jónssonar tómstundafulltrúa Strandabyggðar. Ferðin fór í alla staði vel fram, en meðal þess sem var gert til skemmtunar um helgina var rennerí á skautum, lasertag, bíóferð, keila og gokart.

Hápunktur ferðarinnar var án efa Söngkeppni Samfés, en þar gerðu fulltrúar félagsmiðstöðvarinnar sér lítið fyrir og náðu þriðja sæti eftir frábæran flutning á laginu Lýstu skært. Hópurinn, sem kallar sig Gógópíurnar, samanstendur af söngkonunum Brynju Karen Daníelsdóttur, Gunni Arndísi Halldórsdóttur, Söru Jóhannsdóttur, Margréti Veru Mánadóttur og trommukassalemjaranum Fannari Frey Snorrasyni. Þau voru örugg og yfirveguð í öllum flutningi og fasi, bæði á sviði og baksviðs. Fjölmargir einstaklingar lögðu hönd á plóginn í kringum söngatriðið og ferð Félagsmiðstöðvarinnar Ozon til höfuðborgarinnar.


Við óskum Félagsmiðstöðinni, þátttakendum í starfi hennar og Gógópíunum innilega til hamingju með frábæran árangur!

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Desember 2024 »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nćstu atburđir