Innskráning

A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumarstörf í Strandabyggð 2025, frestur til 31.3.2025

28. mars 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir

Strandabyggð auglýsir eftir umsækjendum fyrir afleysingar- og sumarstörf, athugið að sum störfin gætu hafist fljótlega. Umsóknarfrestur er til 31.3.2025

Íþróttamiðstöð, tjaldsvæði, vinnuskóli 
-Íþróttamiðstöð og tjaldsvæði. Sumarstarfsmenn í sundlaug og tjaldsvæði. Starfsmenn þurfa að ná kröfum sundlaugarvarða og hafa náð 18 ára aldri. Nánari upplýsingar um starfið hér
-Íþróttamiðstöð og tjaldsvæði. Sumarstarfsmenn við afgreiðslu og þrif. Starfmenn þurfa að hafa náð 16 ára aldri
-Vinnuskóli og umhverfisfegrun – Umsjón með vinnuskóla, stærsti hluti starfs í júní, nánari upplýsingar hér

Eignasvið, áhaldahús og Sorpsamlag
-Áhaldahús. Um er að ræða almenn verkamannastörf í Áhaldahúsi við slátt og viðhald eigna. Nánari upplýsingar hér
-Sorpsamlag. Um er að ræða vinnu á sorpbíl og gámabíl meiraprófs krafist ásamt lyftararéttindum (vinnuvélaréttindi)


Velferðarþjónusta
-Umsjón starfsmanna í atvinnu með stuðningi. Um er að ræða 1 stöðugildi hjá Félagsþjónustu frá byrjun júní fram í miðjan ágúst. 
-Liðveisla barna, hlutastarf í félagsþjónustu
Frekari upplýsingar veitir Hlíf Hrólfsdóttir Félagsmálastjóri á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is

Fræðslustofnanir
-Leikskóli. Um er að ræða afleysingarstörf í leikskóla. Leikskóli er lokaður 25.júní -6. ágúst
ATH! SJÁ AUGLÝSINGU UM FRAMTÍÐARSTARF UNDIR LAUS STÖRF Í STRANDABYGGÐ,EÐA MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR


ATH! Umsóknir í Vinnuskóla Strandabyggðar verða birtar í byrjun maí og fyrirkomulagið auglýst þá.Tekið verður á móti umsóknum frá börnum sem eru búsett í Strandabyggð og/eða eiga a.m.k annað foreldri sitt með lögheimili í sveitarfélaginu.

Umsóknarfrestur er til miðnættis 31. mars 2025 og sótt er um  hér í gegnum microsoft forms eða á eyðublöðum sem finna má hér til að senda í tölvupósti (strandabyggd@strandabyggd.is) eða skila inn á skrifstofuna hjá okkur. 


English version

Strandabyggð Municipality, announces the following openings for summer jobs: 

Sports-center, camping site and work school 
• We seek summer assistance at the sport-center and camping site. All applicants must be 18 of age and have passed the Swimming pool guards tests

• Manager of work school summer projects and environmental projects. Will mostly take place in June.


Municipality Property Center
- Strandabyggð is offering a position as a general worker at the Municipality Property Center
- Tasks will include, but are not limited to; general work, gardening, property repair, catch registration at the harbor (special licenses required) and garbage and waist collection, sorting and packing (extended driving licenses and others required).


Social services
- Management of staff in the program work with assistance. One position is available from june to mid August. 
- Part time assistance for children with special needs 
For more information contact Hlíf Hrólfsdóttir, head of social services felagsmalastjori@strandabyggd.is 


Educational Institutions
- Kindergarten: Temporary position from May – August. The kindergarten is closed from June 25th to August 6st

 

Applications are accepted until 31.mars 2025 apply here trough microsoft forms or by filling out form here and submitting by email (strandabyggd@strandabyggd.is) or at our office.

Hunda og kattareigendur / dog and cat owners í Strandabyggð

25. mars 2025 | Salbjörg Engilbertsdóttir
Kæru íbúar!

Við viljum minna gæludýrageigendur í Strandabyggð á  skráningarskyldu á hundum og köttum í þéttbýli eins og má lesa í samþykkt um hunda- og kattahald ýttu á þessa á þessari slóð. Við skráningu fær gæludýrið númer og  innifalið í leyfisgjaldi er skaðsemistrygging og árleg hreinsun.

Dear residents!
We would like to remind pet owners in Strandabyggð that it is mandatory to register dogs and cats in urban areas, as can be read in the dog and cat keeping agreement, click on this link to find the agreement (only in icelandic). Upon registration, the pet receives a number and the license fee includes damage insurance and annual cleaning.

Samþykkt um hunda-og kattahald (only in icelandic)
Umsókn um leyfi til kattahalds application form for cats (only in icelandic)
Umsókn um leyfi til hundahalds application form for dogs (only in icelandic)

Non icelandic speaking residents are welcome to visit us in the municipality office for assistance

Skólastefna Strandabyggðar

24. mars 2025 | Þorgeir Pálsson

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Endurnýjun Skólastefnu Strandabyggðar er hafin.  Núverandi skólastefna er tíu ára eða frá 2015 og því löngu kominn tími til að endurskoða hana.  Og sú vinna er nú hafin og staðfest í sveitarstjórn.  Leitað var til Ásgarðs um að stýra þessari vinnu og mun Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sjá um verkstjórn.  Í stýrihóp hafa verið skipuð þau Þorgeir Pálsson. Grettir Örn Ásmundsson og Hlíf Hrólfsdóttir.  Að auki munu aðrir kjörnir fulltrúrar beggja lista koma að verkefninu, sem og skólastjóri og skólastjórnendur, kennarar, starfsmenn skólans, tómstundafulltrúi, foreldrafélagið, nemendur og foreldrar og aðrir eins og þurfa þykir.

Við endurskoðun skólastefnunnar, sem oft er líka kölluð menntastefna, verður lagt mat á umhverfi skólamála í dag, áherslur í kennsluumhverfi og þá kannski sérstaklega í endurskoðaðri aðalnámskrá, auk þess sem áherslur úr verkefninu „Barnvænt sveitarfélag“ verða tvinnaðar inn í skólastefnuna.  Eins munum við skoða önnur verkefni, eins og Réttindaskóli og frístund. 

Stefnt er að því að skólastefnan sjálf verði tilbúin í haust, en margir þættir þessarar vinnu munu þó taka lengri tíma, eins og innleiðing einstakra verkefna.

Það er mikilvægt að Strandabyggð skapi sér skýra sýn hvað menntun barnana okkar varðar.  Þar þarf að rýna vel í marga þætti í núverandi umhverfi og setja okkur markmið til framtíðar.  Það er því mjög gleðilegt að þessi vinna sé nú komin af stað.

Áfram Strandabyggð!
Þorgeir Pálsson, oddviti

Alþjóðlegt þaraverkefni í Strandabyggð

23. mars 2025 | Þorgeir Pálsson

Verkefni fyrirtækisins Fine Foods Íslandica ehf hlýtur rúmar 10.2 milljón íslenskra króna fjárstyrk fyrir EU Horizon Project.

Fine Foods Íslandica ehf og samstarfsaðilar hafa hlotið 70.000 € styrk frá Evrópusambandinu til að styðja við framkvæmd IceKelp verkefnisins 2024-2026. Verkefnið er samstarf Fine Foods Íslandica ehf., Háskólaseturs Vestfjarða og Strandabyggðar, sem kemur að verkefninu sem opinber ábyrgðaraðili. Markmiðið er að hanna líkan fyrir sjálfbæra þararækt og blátt hagkerfi í dreifbýli.

Atlantic-Arctic AGORA (A-AAGORA), er hluti af mun stærra verkefni, EU Horizon Project sem styður við markmið framkvæmdarstjórnar Evrópu um verndum og uppbyggingu haf- og vatnasvæða fyrir árið 2030 og er þar heildar fjárhæðin 9.778.174,76 € eða rúmur 1.4 milljarður íslenskra króna. Þar er markmiðið hjá A-AAGORA að þróa nýstárlegar lausnir til að virkja bláa hagkerfið í sjávarbyggðum. Í ferlinu er lögð áhersla á þátttöku nærsamfélagsins og hagsmunaaðila á sama tíma og tryggja þarf umhverfisvernd og stuðla að félagslegri seiglu.

Helstu samstarfsaðilar A-AAGORA eru sveitarfélög í Noregi, Írlandi, Portúgal og á Íslandi tekur Strandabyggð þátt, eins og fyrr segir. Allir þessir aðilar eru í samstarfi við rannsóknarhópa og sérstaklega Trøms-sveitarfélagið í Noregi, sem prófar og metur lausnir fyrir sveitarfélög á Norður-Íshafssvæðinu.

Verkefnaáætlunin var kynnt af Fine Foods Íslandica ehf fyrir sveitarstjórn Strandabyggðar í nóvember 2024 sem samþykkti að styðja við verkefnið. Meðal markmiða verkefnisins eru:

  • Að eiga samskipti við hagsmunaaðila á staðnum með upplýsingafundum og opnum vinnustofum um þararækt.
  • Að miðla fræðslu og þekkingu varðandi þararækt í Strandabyggð.
  • Að stunda rannsóknir á líffræðilegum fjölbreytileika í tengslum við þararæktun.

Þorgeir Pálsson sveitarstjóri er fulltrúi Strandabyggðar. Jamie Lee hjá Fine Foods Íslandica ehf. er framkvæmdastjóri verkefnisins og ber rekstrarlega ábyrgð á verkefninu. Hún, ásamt Bergsveini Reynissyni hjá Nesskel ehf. munu miðla sinni þekkingu, og veita þjálfun í verklegri framkvæmd. Háskólasetur Vestfjarða stendur fyrir rannsóknum á líffræðilegum fjölbreytileika í kringum þararæktun og mun Alexandra Tyas, fjórða árs Ph.D. nemandi í fornleifafræði við Háskóla Íslands stýra rannsóknum á líffræðilegri fjölbreytni. Dr. Catherine Chambers er fulltrúi Háskólaseturs Vestfjarða og sér um að upplýsa hagsmunaaðila varðandi þær rannsóknir.  Fine Foods Íslandica hefur unnið mikla rannsólknarvinnu að undanförnu og verður sú vinna notuð sem grunnur í rannsóknir Háskólaseturs Vestfjarða.

Fulltrúum hvers hóps er skylt að mæta á mánaðarlega netfundi og þrjá staðfundi/vinnustofu. Fjárhagsleg umsýsla er í höndum skrifstofu- og fjármálastjóra Strandabyggðar, Salbjörgu Engilbertsdóttur í samstarfi við Fine Foods Íslandica ehf. Endanleg skýrsla um fjárhag verkefnisins verður verður gerð opinber eftir að verkefninu lýkur í maí 2026.

Styrkurinn mun standa undir mestum kostnaði við verkefnið og Fine Foods Íslandica ehf. mun einnig leggja fram um 2,5 milljónir króna til að mæta ófyrirséðum útgjöldum sem geta komið upp. 

Íbúum Strandabyggðar verður boðið á opinn fund í Hnyðju fimmtudaginn 27. mars kl 16.00-17.30, þar sem verkefnið í heild sinni verður kynnt fyrir áhugasömum. Þar munu aðstandendur þess svara öllum þeim spurningum sem geta legið á fólki, og þeir sem vilja skrá sig til að taka þátt í verkefninu geta gert það á fundinum. 

Fyrir hönd aðstandenda verkefnisins
Þorgeir Pálsson

Samgöngur á Vestfjörðum - Opinn íbúafundur á Patreksfirði

14. mars 2025 | Heiðrún Harðardóttir
Vegagerðin, í samstarfi við Vestfjarðastofu, býður til opins íbúafundar í Félagsheimilinu á Patreksfirði þriðjudaginn 18. mars klukkan 17:30.

Fulltrúar frá Vegagerðinni munu fjalla um ýmis samgöngumál sem tengjast svæðinu og boðið verður upp á spurningar og umræður.

Vegagerðin vill eiga opið og hreinskilið samtal við íbúa á Vestfjörðum um samgöngumál svæðisins. Markmiðið með fundinum er að veita íbúum upplýsingar um yfirstandandandi og fyrirhugaðar framkvæmdir, fá innsýn í starfsemi Vegagerðarinnar á svæðinu og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.


Til að tryggja að sem flestir geti fylgst með verður fundinum einnig streymt á netinu, auk þess sem hægt verður að senda inn spurningar í gegnum Slido.com.


Allir eru velkomnir, og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.


Dagskrá
  • Ávarp – Páll Vilhjálmsson, formaður innviðanefndar Fjórðungssambands Vestfirðinga.
  • Nýframkvæmdir – yfirstandandi framkvæmdir og hvað er fram undan. Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri á framkvæmdadeild.
  • Samgönguáætlun og jarðgangakostir á Vestfjörðum Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs.
  • Staða vegakerfisins. Pálmi Þór Sævarsson, svæðisstjóri Vestursvæðis.
  • Vetrarþjónusta – hvernig er þjónustunni háttað? Bergþóra Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs.

Gerður Sveinsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, verður fundarstjóri


Fundinum verður streymt beint í gegnum þessa slóð: https://youtube.com/live/CT28JO3Fu3o?feature=share


Hægt er að senda inn spurningar á Slido með þessum kóða #samgongur

Sjá frétt hjá Vegagerðinni: Samgöngur á Vestfjörðum – opinn íbúafundur á Patreksfirði – Vegagerðin

Starfsmenn óskast í félagslega liðveislu á félagssvæði félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.

14. mars 2025 | Heiðrún Harðardóttir

Starfsmenn óskast í félagslega liðveislu á félagssvæði félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps.


Um er að ræða störf á Drangsnesi og á Hólmavík.


Markmið starfsins er að styðja við félagslega þátttöku og daglegt líf.


Laun eru samkvæmt kjarasamningum sambands íslenskra sveitarfélag og viðkomandi stéttarfélaga.


Upplýsingar eru veittar í síma 451-3510 og fyrirspurnir og umsóknir má einnig senda á felagsmalastjori@strandabyggd.is


Umsóknir sendist á Hlíf Hrólfsdóttur, félagsmálastjóra. Hafnarbraut 25.510 Hólmavík.

Strandir.is - fréttir

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón