Boð um þátttöku í alþjóðlegri listsýningu
Afrit af bréfi sem barst tómstundafulltrúa:
Þetta bréf er skrifað í þeim tilgangi að bjóða listamönnum að taka þátt í spennandi verkefni sem er bæði skemmtilegt og getur opnað dyr að alþjóðaheimi listaunnenda og safnara.
Hvatamaður og styrktaraðilli verkefnisins er Luciano Benetton, formaður Fondazione Benetton Studi e Ricerche (Menningar og rannsóknarsjóður Benetton) í Treviso og eigandi Benetton vörumerkisins.
Markmið verkefnisins er að safna saman 144 listaverkum frá hverju landi sem saman mynda „heimsmynd“ eða Imago Mundi sem er latneska heiti verkefnisins.
...Meira