Fyrirhuguð bygging á raðhúsi á Hólmavík
Á sveitarstjórnarfundi sem haldinn var 13. mars s.l. voru húsnæðismál til umræðu sem er eitt stærsta hagsmunamál sveitarfélagsins um þessar mundir. Samþykkt var að ganga til viðræðna við Hornsteina fasteignafélag ehf. um kaup á íbúðum í þriggja íbúða raðhúsi sem Hornsteinar hafa hug á að byggja á Hólmavík. Mikil eftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu og hefur sú eftirspurn aukist jafnt og þétt á síðustu misserum. Fjölskyldur hafa ítrekað lent í vandræðum vegna húsnæðisleysis á Hólmavík og algengt að fólk hafi bjargað sér tímabundið með búsetu inn á ættingjum, í sumarhúsum og jafnvel á gistiheimilum á svæðinu.
...Meira