A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Slökkvibifreið auglýst til sölu í Strandabyggð

| 03. janúar 2012
Slökkvilið Strandabyggðar auglýsir slökkvibifreið til sölu.
Slökkvilið Strandabyggðar auglýsir slökkvibifreið til sölu.
« 1 af 5 »
Slökkvilið Strandabyggðar auglýsir slökkvibifreið til sölu af gerðinni Mercedes Bens Unimog og er árgerð 1975. Bifreiðin er ekin 25.000 km og er á óslitnum negldum dekkjum. Hún er með 2.400 lítra dælu með háþrýstiþrepi og 1.200 lítra vatnstank. Slökkvibifreiðinni fylgja sogbarkar og stigi úr timbri. Allar nánari upplýsingar um bifreiðina veitir Einar Indriðason slökkviliðsstjóri í síma 893-3531.

Tilboð í bifreiðina þurfa að berast skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík, eða með tölvupósti í netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is fyrir kl. 12:00 á hádegi mánudaginn 16. janúar 2012. Sveitarfélagið Strandabyggð áskilur sér rétt til að hafna öllum tilboðum.




Gott kvöld!

| 02. janúar 2012

Þessa dagana standa yfir sýningar Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur í Félagsheimilinu á Hólmavík. Um er að ræða litríkt barnaleikrit með söngvum fyrir fólk á öllum aldri en leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Gott kvöld var frumsýnt fimmtudaginn 29. desember en þriðja sýning verður miðvikudaginn 4. janúar og sú fjórða föstudaginn 6. janúar. Hefjast sýningarnar kl. 20:00. Alls taka á þriðja tug einstaklinga á öllum aldri þátt í uppfærslunni. Enginn má láta Gott kvöld framhjá sér fara! Miðapantanir eru í síma 847-4415.

Gleðilegt nýtt ár!

| 31. desember 2011

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Strandamönnum og landsmönnum öllum árs og friðar með hlýjum þökkum fyrir árið sem  er að líða!

Minnum á flugeldasölu Björgunarsveitarinnar!

| 30. desember 2011

Flugeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík stendur nú yfir í Björgunarsveitarhúsinu Rósubúð Höfðagötu 9, gengið inn frá Hlein.

OPIÐ

Fimmtudag 29. desember kl. 14.00 - 20.00
Föstudag 30. desember kl. 14:00 - 22:00

Gamlársdag 31. desember kl. 10.00 - 15.00

 
Áramótabrenna verður á Víðidalsárgrundum á Gamlársdag kl.18:00 og flugeldasýning kl.18:20

Flugeldasala björgunarsveitarinnar Dagrenningar á þrettándanum er frá kl. 15:00 - 18:00. Flugeldum verður skotið á loft frá hafnarsvæðinu kl. 20.00

 

BJÖRGUNARSVEITIN DAGRENNING ÓSKAR ÖLLUM GLEÐILEGS ÁRS OG ÞAKKAR STUÐNINGINN Á LIÐNUM ÁRUM

Bækur, Strandir og Strandamenn - ekki missa af áhugaverðu kvöldi

| 28. desember 2011
Miðvikudaginn 28. desember kl. 20:00 stendur Héraðsbókasafn Strandasýslu fyrir skemmtikvöldi um bækur, Strandir og Strandamenn í Félagsheimilinu á Hólmavíki. Athyglinni verður beint að bókum um og eftir Strandamenn með sérstakri áherslu á persónulegar heimildir. Meðal annars verður sagt frá dagbókum bræðranna frá Tind í Miðdal og bókum Guðbjargar Jónsdóttur á Broddanesi....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón