A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundur í Umhverfis- og skipulagsnefnd

| 06. janúar 2012

Fundur verður haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd miðvikudaginn 11. janúar kl. 18:15. Vinsamlegast sendið erindi á fundinn til byggingarfulltrúa Gísla Gunnlaugssonar í netfangið gisli@tvest.is eða á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3, 510 Hólmavík. Erindi sem áður heyrðu undir byggingarnefnd heyra nú beint undir byggingarfulltrúa sem gefur frekari upplýsingar í síma 892 3952.

Fimmta og síðasta sýning: Gott kvöld

| 05. janúar 2012
Vegna flugeldasýningar Björgunarsveitarinnar Dagrenningar hefur síðasta sýning Leikfélags Hólmavíkur á leikritinu Gott kvöld, sem sýnd verður föstudaginn 6. janúar, verið færð til um klukkutíma og hefst hún kl. 21:00 en ekki kl. 20:00 eins og áður var auglýst.  Leikritið Gott kvöld sem er eftir Áslaugu Jónsdóttur er sett á fjalirnar hér á Hólmavík undir leikstjórn Kristínar S. Einarsdóttur. Leikritið var frumsýnt 29. desember en á þriðja tug einstaklinga á öllum aldri taka þátt í sýningunni sem er bæði litrík og skemmtileg. Gott kvöld er ávísun á gott kvöld fyrir fólk á öllum aldri!

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2011/2012

| 05. janúar 2012
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson.
Hólmavíkurhöfn. Mynd Jón Jónsson.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur úthlutað 132 þorskígildistonn í byggðakvóta til Hólmavíkur fiskveiðiárið 2011/2012, sjá hér. Er það hækkun um 32  þorskígildistonn frá fyrri árum sem er ein af breytingum í reglugerð um úthlutun byggðakvóta til byggðalaga. Meðal annarra breytinga má nefna að ákveðið hefur verið að halda eftir 6% af heildarmagni byggðakvótans til þess að mæta hugsanlegum leiðréttingum m.a. vegna einstakra kærumála og er ráðgert að úthlutun til skipa þurfi ekki að stöðva þótt kæra berist frá útgerðaraðila í viðkomandi byggðarlagi. Fiskistofa annast úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.

...
Meira

Árneshreppur styrkir Upplýsingamiðstöðina á Hólmavík

| 05. janúar 2012
Árneshreppur. Mynd: Svanlaug Sigurðardóttir.
Árneshreppur. Mynd: Svanlaug Sigurðardóttir.
Árneshreppur styrkti rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar á Hólmavík um kr. 150.000 fyrir árið 2011. Er þetta mikið ánægjuefni en Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík er vel sótt af bæði innlendum og erlendum ferðamönnum. Upplýsingamiðstöðin á Hólmavík hefur lagt ríka áherslu á að veita ítarlegar upplýsingar um þjónustu, mannlíf, landslag og möguleika á eftirminnilegri upplifun í sveitarfélögum á Ströndum og Vestfjörðum öllum.  Sveitarfélagið Kaldrananeshreppur styrkti starfsemina einnig eins og greint var frá í haust, en góð samvinna er á milli sveitarfélaga á svæðinu um fjölbreytt verkefni.

Breytingar á gjaldskrám í skólum í Strandabyggð

| 03. janúar 2012
Myndir frá þemadögum í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Mynd IV.
Myndir frá þemadögum í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík. Mynd IV.

Frá og með 1. janúar 2012 hækka vistunargjöld í leikskólanum Lækjarbrekku á Hólmavík um 10% eins og greint var frá hér. Fyrir 8 tíma vistun hækka gjöldin úr kr. 17.600 í kr. 19.690. Systkinaafsláttur verður áfram 50% fyrir vistun hvers barns umfram eitt.  Þrátt fyrir hækkunina eru leikskólagjöld í Strandabyggð enn með þeim allra lægstu í sveitarfélögum á Vestfjörðum. Gjaldskrá fyrir leikskólann Lækjarbrekku má sjá hér.

Skólagjöld í Tónskóla Hólmavíkur hækka um 15% eða úr kr. 17.787 í kr. 20.455 fyrir hverja námsönn. Áfram verður afsláttur fyrir systkini sem hér segir:
2. barn 25% afsláttur
3. barn 50% afsláttur
4. barn eða fleiri 75% afsláttur.

Önnur skólatengd gjöld, s.s. Skólaskjól, leikskólamáltíðir og mötuneyti fyrir grunnskólabörn hækka um 5% eða í samræmi við almenna verðlagsþróun, sjá hér.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón