A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Hátíðarkaffi í tilefni skólahaldi á Hólmavík í 100 ár

| 30. maí 2011
Skólahald í 100 ár
Skólahald í 100 ár

Sveitarstjórn Strandabyggðar heldur hátíðarkaffi í tilefni af skólahaldi á Hólmavík í 100 ár miðvikudaginn 1. júní. Allir eru hjartanlega velkomnir á viðburðinn sem fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst hátíðin kl. 17:00. Vonast er til að sem allra flestir fyrrverandi og núverandi starfsmenn og nemendur skólanna á Hólmavík, leikskólans, grunnskólans og tónskólans, mæti á hátíðina og allir íbúar Strandabyggðar eru hvattir til að láta sjá sig. Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík fara fram sama dag kl. 12:00 í Hólmavíkurkirkju.

Vortónleikar kvennakórsins Norðurljósa

| 27. maí 2011

Kvennakórinn Norðurljós á Hólmavík heldur vortónleika í Hólmavíkurkirkju sunnudaginn 29. maí mæstkomandi og hefjast tónleikarnir kl. 16:00. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt að vanda. Kórinn mun meðal annars flytja lög eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni, Magnús Eiríksson og Guðmund Jónsson sem Kjartan Valdimarsson píanóleikari útsetti sérstaklega fyrir kórinn. Auk þess eru á efnisskránni lög eftir Bubba Morthens, KK, Egil Ólafsson, Trausta Bjarnason og fleiri. Stjórnandi kórsins er Sigríður Óladóttir og undirleikarar eru Viðar Guðmundsson og Gunnlaugur Bjarnason.


Kaffihlaðborð verður í Félagsheimilinu fyrir tónleikagesti að tónleikum loknum. Aðgangseyrir er kr. 2.000.- fyrir fullorðna og 1.000.- fyrir börn 6-14 ára. Athygli er vakin á því að ekki er posi á staðnum.

Áheitasöfnun – Brellurnar hjóla Vestfjarðahringinn

| 24. maí 2011
Brellurnar í startholunum - ljósm. www.facebook.com
Brellurnar í startholunum - ljósm. www.facebook.com
Á sjómannadaginn munu Brellurnar leggja af stað til að hjóla Vestfjarðahringinn sem er um 640 km. Brellurnar er vísun í fjallið fyrir ofan þorpið Patreksfjörð. Brellurnar skipa Björg Sæmundsdóttir, Elín Krístín Einarsdóttir, Halldóra Birna Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir, Salóme Þorbjörg Guðmundsdóttir og Sædís Eiríksdóttir sem mun keyra bílinn og leysa af að hjóla....
Meira

Vornótt á Ströndum er Hamingjulag ársins 2011

| 23. maí 2011
Ásdís Jónsdóttir hamingjulagahöfundur - ljósm. www.strandir.is
Ásdís Jónsdóttir hamingjulagahöfundur - ljósm. www.strandir.is
Lagasamkeppni Hamingjudaga var haldin föstudagskvöldið 20. maí. Skemmst er frá því að segja að keppnin tókst afar vel, gestir fjölmenntu á viðburðinn og kusu á milli sex fjölbreyttra og skemmtilegra laga. Þegar úrslitin voru síðan tilkynnt og upplýst um nöfn höfunda kom í ljós að sigurlagið var Vornótt á Ströndum í flutningi Aðalheiðar Lilju Bjarnadóttur og Elínar Ingimundardóttur, en lagið er eftir Ásdísi Jónsdóttur á Hólmavík sem hefur nú farið með sigur af hólmi þrjár hamingjulagakeppnir í röð. Ásdís hlaut glæsileg verðlaun fyrir sigurinn, m.a. frá KSH og Sundhana. Fljótlega verður hugað að upptökum og útgáfu á laginu sem er líflegt og fjörugt.

Flytjendur og lagaheiti afhjúpuð

| 20. maí 2011
Keppnin um hvaða lag verður einkennislag Hamingjudaga árið 2011 fer fram í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:00 í kvöld. Nú liggur ljóst fyrir hverjir eru flytjendur og hvað lögin í lagasamkeppni Hamingjudaga heita. Lögin eru sex talsins, en áhorfendur í sal fá að kjósa á milli laganna. Aðgangseyrir er aðeins kr. 1.000.- fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn á grunnskólaaldri. Atkvæðaseðill fylgir hverjum keyptum miða. Hér fyrir neðan gefur að líta hverjir flytja lögin í kvöld, hvað þau heita og hver dulnefni höfunda eru:...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón