A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórnarfundur 1350 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. september 2023

Fundur nr. 1350 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. september kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Viðauki III við fjárhagsáætlun 2023 – til afgreiðslu
  2. Fjárhagsáætlun 2024-2027, skipulag – til afgreiðslu
  3. Breyting á fyrirkomulagi skólamötuneytis – til afgreiðslu
  4. Staða í framkvæmdum við grunnskóla ásamt aðaluppdrætti– til afgreiðslu
  5. Endurgerð leikskólalóðar – til afgreiðslu
  6. Erindi frá slökkviliðsstjóra, ósk um aukið fjárframlag til slökkviliðs – til afgreiðslu
  7. Erindi frá Steinunni Magney Eysteinsdóttur f. hönd foreldra varðandi flutning Lillaróló – til afgreiðslu
  8. Sameiningarviðræður – til afgreiðslu
  9. Sterkar Strandir, umsókn um áframhald – til afgreiðslu
  10. Breytingar á nefndarskipan – til afgreiðslu
  11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. september 2023 – til afgreiðslu
  12. Minnisblað frá Orkubúi Vestfjarða v. hleðsluinnviða 6.september 2023 – til afgreiðslu
  13. Hornsteinar, ársreikningur ásamt fundargerð aðalfundar 14. ágúst 2023 – til kynningar
  14. Erindi frá Óbyggðanefnd um niðurstöður þjóðlendumála í Ísafjarðarsýslum – til kynningar
  15. Skipulagsstofnun, álit um matsáætlun Kvíslatunguvirkjunar – til kynningar
  16. Erindi frá Samkeppniseftirliti, rannsókn á alvarlegu samráði á flutningamarkaði – til kynningar
  17. Forstöðumannaskýrslur – til kynningar
  18. Vinnuskýrsla sveitarstjóra í ágúst– til kynningar og umræðu
  19. Fjórðungsþing nr. 68 haldið í Bolungarvík 6.-7. október 2023 – til kynningar
  20. Innviðaráðuneytið, hvatning um mótun málstefnu 5.september 2023
  21. Stjórn Hafnasambands Íslands fundargerð nr. 454 frá 18. ágúst 2023 –til kynningar
  22. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 144 frá 7. september 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024 og drögum að gjaldskrá – til kynningar

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

 

Strandabyggð  8. september 2023

 

Þorgeir Pálsson oddviti

Framkvæmdir við grunnskólann

Þorgeir Pálsson | 07. september 2023
Kæru foreldrar grunnskólanema og aðrir íbúar Strandabyggðar,

Nú standa yfir verulegar framkvæmdir við grunnskólann, þar sem verið er að leggja drendúk og ganga frá rörum ofl, og þessu fylgir talsvert jarðrask.

Við viljum beina því til foreldra að tala við börnin sín um hættuna sem getur skapast af þessu og hvetja þau til að leika sér bara á skólalóðinni, sem lengst frá djúpum skurðum og holum.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Laus staða leikskólakennara

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. september 2023

Staða leikskólakennara


Staða leikskólakennara, almennt starf á deild. Starfshlutfall er 100% og vinnutíminn frá 8:00-16:00. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.



Leikskólinn Lækjarbrekka 
tilheyrir sameinuðum leik-, grunn- og tónskóla í Strandabyggð og starfar samkvæmt lögum og reglugerðum um grunnskóla og leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá grunnskóla og stefnu skólans.


Uppeldisstefnan er jákvæður agi, skólinn er grænfánaskóli og unnið er að innleiðingu stefnu um heilsueflandi skóla.


 
...
Meira

Laus staða frístundaleiðbeinanda

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. september 2023
Laus er staða frístundaleiðbeinanda við félagsmiðstöðina Ozon og í frístund eftir skólalok.  Um er að ræða 40% stöðu og fer vinna fram eftir skólalok og fram eftir degi og í kvöldopnun vikulega.


Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gengum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára. Frístundaþjónusta er í boði fyrir nemendur grunnskóla í 1.-4. bekk eftir skólalok og til kl. 16.00.



Frístundaleiðbeinandi vinnur faglegt starf með börnum og unglingum og skipuleggur hópastarf og verkefni tengdum menningar-, félags- og forvarnarstarfi félagsmiðstöðvarinnar. Starfað er í anda lýðræðis á starfsstaðnum og markvisst er unnið að því að auka sjálfstæði, ábyrgð og virkni þeirra sem taka þátt í starfinu. 


...
Meira

Sérstakur húsnæðisstuðningur til foreldra eða forsjáraðila 15-17 ára barna

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 31. ágúst 2023

 

Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps minnir á að foreldrar/forsjáraðilar 15-17 ára barna sem eru í framhaldsskólum fjarri lögheimili eiga rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi. Sjá reglur hér http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/2557/.

Umsóknir berist til Soffíu Guðmundsdóttur félagsmálastjóra á tölvupóstfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is, fylla þarf út umsóknareyðublað http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/umsoknir/skra/2591/, senda með afrit af húsaleigusamningi ásamt staðfestingu á skólavist.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón