Lokað fyrir vatn í kvöld
Starfsmenn Áhaldahúss
Skólasetning Grunnskólans á Hólmavík fer fram mánudaginn 21. ágúst klukkan 13:00 á fótboltavelli við grunnskólann.
Skólastjóri stýrir skólasetningarathöfn og kynnir ýmsa þætti skólastarfsins skólaárið 2023-2024. Að því loknu býðst gestum að ganga um nýrri hluta skólahúss og skoða framkvæmdir og fá yfirlit yfir það sem búið er að gera og hvað er framundan.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 22. ágúst, skólaakstur hefst sama dag.
Nemendur, fjölskyldur og öll áhugasöm eru boðin velkomin á skólasetningu.
Eftirfarandi tillaga að breytingu deiliksipulags var samþykkt í sveitarstjórn Strandabyggðar þann 8. ágúst 2023 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Breyting á deiliskipulag Nauteyrar – lóð 8 fyrir aðveitustöð.
Breytingin felst í að skilgreind er lóð 8, ný 900 m2 lóð fyrir aðveitustöð við landtöku rafstrengs.
Tillagan liggur frammi á skrifstofu Strandabyggðar, Hafnarbraut 25, frá og með 18. ágúst til 29. september 2023 og er aðgengileg hér og í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar https://skipulagsgatt.is/issues/491
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir til 29. september 2023.
Skila skal athugasemdum á netfangið skipulag@dalir.is eða gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar á slóðinni https://skipulagsgatt.is/issues/491
Skipulagsfulltrúi Strandabyggðar.
Í Djúpavík verður miðvikudaginn 23. ágúst kynningarviðburður Baskaseturs: tónleikar tveggja hljómsveita frá Baskahéruðum Frakklands: HABIA tríóið og Txalaparta dúóið flytja baskneska tónlist í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpavík miðvikudaginn 23. ágúst kl. 13.00. Denis Laborde hjá Haizebegi hátíðinni í Bayonne flytur erindi um baskneska tónlist á ensku. Elfar Logi Hannesson leikles á ensku hluta úr leikriti eftir Tapio Koivukari um Ariasman sem verður frumsýnt á næsta ári. Kynntur verður fyrsti áfanginn að Baskasetri þar sem smiðir frá Albaola á Spáni leiðbeina við að smíða baskneskan léttabát, "txalupa". Grunnskólanemar frá Hólmavík og Drangsnesi koma að uppsetningu á verkstæði í gerð hljóðfæra úr rusli. Leikið verður á "txalaparta", ásláttarhljóðfæri, sem verður gert á staðnum.
Baskasetur er samstarfsverkefni Baskavinafélagsins, Háskólaseturs Vestfjarða, Albaola á Spáni, Haizebegi í Frakklandi og Hótels Djúpavíkur sem hýsir væntanlegt Baskasetur. Verkefnið hlaut styrki frá Creative Europe, Brothættum byggðum á vegum Byggðastofnunar og Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.
Nánar hér: