A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Grunnskólinn á Hólmavík, staða mála í uppbyggingu og viðgerðum

Þorgeir Pálsson | 10. ágúst 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það styttist í að nýtt skólaár grunnskólans hefjist.  Eins og sjálfsagt allir vita, hafa staðið yfir viðgerðir og endurbætur vegna myglu sem kom upp seint á síðasta ári.  Staðan í þeim málum er nú eftirfarandi:


Hitalagnir, flotun og dúklagning:

  • Búið er að leggja hitalagnir í öll gólf í yngri hluta skólans
  • Verið er að ganga frá tengingu stofnlagna við hitakerfi skólans og er gert ráð fyrir að það klárist í þessari viku
  • Eftir er að flota yfir lagnir að hluta til á efri hæð og kjallara í yngri hluta skólans.  Stefnt er að ví að flotun fari fram í næstu viku
  • Framundan er undirbúningur dúklagningar. Velja þarf dúk og ráða verktaka og verður gerð verðfyrirspurn meðal verktaka á svæðinu hvað dúklagninguna varðar á næstunni.

Frágangur á dreni:

  • Ekki barst tilboð í þennan verklátt.  Verður því leitað að verktaka eins og þarf.

Málun innanhúss:

  • Ekki barst tilboð í þennan verkþátt.  Verður því leitað að verktaka eins og þarf.
  • Vitað er að hópur heimamanna er tilbúinn að taka þetta verkefni að sér, undir stjórn fagaðila, ef ekki rætist úr.

Gluggar og hurðir:

  • Samið var við Valgeir Örn Kristjánsson um þennan verkþátt.  Gera þurfti nokkrar breytingar frá verklýsingu.  Verkefnið er í farvegi

Innanstokksmunir:

  • Skólastjóri og Kjartan Arnarson, arkitekt, hafa skoðað mögulega uppsetningu og nýtingu á plássi.  Skólastjóri og kennarar hafa komið með tillögur.  Búið er að skoða heimasíður m.t.t. kaupa á borðum, stólum ofl.  Þessi verkþáttur er í ferli.

Annað:

  • Tölvukerfi (netkerfi).  Starfsmenn Strandabyggðar munu koma að þessum verkþætti ásamt fagaðilum meðal núverandi þjónustuaðila
  • Brunakerfi.  Starfsmenn Strandabyggðar munu koma að þessum verkþætti ásamt núverandi þjónustuaíal, sem er Securitas
  • Hljóðeingangrun í loft.  Unnið er að undirbúning þessa verkþáttar
  • Hurðir í kennslurými.  Unnið er að undirbúningi þessa verkþáttar.
Færanlega skólastofan er komin á sinn stað og búið er að leggja lagnir að henni.  Hún ætti því að vera tilbúin til notkunar þegar í haust. Unnið er að því að standsetja tvö herbergi í eldri hluta skólans, en þar er gert ráð fyrir aðstöðu skólastjóra og kennara.  Er það gert í samráði við EFLU.

Starfsmenn Vinnuskólans fóru yfir skólalóðina og snyrtu þar talsvert, þannig að aðkoman ætti að vera góð í haust þegar skólahald hefst.

EFLA framkvæmdi aðra sýnatöku í sumar og komu öll þau sýni vel út nema eitt.  það sýni var tekið á þeim stað þar sem vitað var um leka frá þakkanti og síðar ónýtum lögnum í vegg.  Var sá hluti brotinn upp eftir þessa sýnatöku og þurrkaður.  Í raun hefur öll byggingin verið í þurrkun frá því framkvæmdir hófust, enda sýna þessi nýju sýni það. 

Þetta er því allt í rétta átt og vonandi verður hægt að taka allan yngri hlutann í notkun fljótlega í haust. 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Verðfyrirspurn vegna skólaaksturs

Þorgeir Pálsson | 04. ágúst 2023

Strandabyggð gerir hér með verðfyrirspurn varðandi skólaakstur fyrir skólaárið 2023-2024.

Um er að ræða akstur með skólabörn leik- og grunnskóla í dreifbýli í Strandabyggð.  Tilboðsgjafi skal veita upplýsingar um bílakost, mönnun, bakgrunn, reynslu og þekkingu á staðháttum.  Tilboðsgjafi skal hafa hreina sakaskrá.


Allar nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri, Þorgeir Pálsson í síma 899-0020.  Einnig má senda fyrirspurn á netfangið thorgeir@strandabyggd.is   

Frestur til að skila inn tilboðum er til loka dags 13. ágúst n.k.  Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka þeim tilboðum sem metin eru hagstæðust eða hafna öllum.

Endurskoðun skólamáltíða

Þorgeir Pálsson | 04. ágúst 2023

Hugmyndasöfnun vegna fyrirkomulags skólamáltíða

Framundan er endurskoðun á fyrirkomulagi skólamáltíða og innihaldi þeirra.  Til að fanga sem best skoðanir og ábendingar foreldra barna í leik-, og grunnskóla, köllum við nú eftir ábendingum foreldra. 

Má senda þær á sveitarstjóra, Þorgeir Pálsson á netfangið thorgeir@strandabyggd.is

Frestur til að skila inn ábendingum er til loka dags 13. ágúst n.k.

Tilkynning frá Slökkviliðsstjóra

Þorgeir Pálsson | 04. ágúst 2023

Tilkynning frá slökkviliðsstjóra.

Vegna langvarandi þurrka síðastliðnar vikur og óvissu með vætu í veðurspá á þjónustusvæði Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda vill slökkviliðsstjóri biðja íbúa og gesti um að fara með gát með allan eld og hitagjafa sem geta komið af stað gróðurbruna. Ef fólk verður vart við gróðurelda á strax að hringja í 112.

Á meðfylgjandi mynd eru gagnlegar upplýsingar frá Eldklár. Heimasíðurnar www.vertueldklar.is og www.grodureldar.is hafa að geyma gagnlegar upplýsingar um viðbrögð við gróðureldum og hvernig við getum reynt að koma í veg fyrir, með fyrirbyggjandi aðgerðum, alvarleg tjón vegna gróðurelda.

Þar sem verslunarmannahelgin er gengin í garð má búast við mörgum gestum á svæðið en einnig fara margir heimamenn í burtu og á það líka við um slökkviliðin sem eru fáliðuð um helgina. Sýnum því tillitssemi og aðgát.

Varðeldar eru ekki leyfðir í Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð nema í viðurkenndu bálstæði og ekki má kveikja í stærri bálköst en sem nemur einum rúmmetra af hlöðnu þurru timbri. Taka skal tillit til aðstæðna hverju sinni. Ekki er æskilegt að kveikja varðeld í miklum þurrki eins og hefur verið á svæðinu undanfarið.

 

Kveðja

Ívar Örn Þórðarson

Slökkviliðsstjóri Brunavarna Dala, Reykhóla og Stranda.

https://www.facebook.com/BrunavarnirDRS

Sveitarstjórnarfundur nr.1349 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. ágúst 2023

Fundur nr. 1349 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. ágúst kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:


 



  1. Viðauki II við fjárhagsáætlun 2023 – til afgreiðslu

  2. Tónlistarskólinn á Akureyri, erindi 15.júní 2023 v. umsókna tveggja nemenda með lögheimili í Strandabyggð og beiðni um milligöngu v.kostnaðar – til afgreiðslu

  3. Breytingar á nefndarskipan – til afgreiðslu

  4. Umhverfis- og skipulagsnefnd fundargerð frá  3. Ágúst 2023 – til afgreiðslu

  5. Grunnskólinn á Hólmavík, staða framkvæmda – til kynningar

...
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón