A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Aukafundur sveitarstjórnar nr. 1346

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. maí 2023

Sveitarstjórnarfundur 1346 í Strandabyggð 

-aukafundur-

Fundur nr. 1346 sem er aukafundur í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn laugardaginn 13. maí kl. 13.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Ársreikningur Strandabyggðar 2022 - til afgreiðslu
  2. Leikskólalóð og framkvæmdir – til afgreiðslu
  3. Minnisblað sveitarstjóra um samstarf í uppbyggingu haftendra verkefna – til afgreiðslu
  4. Öldungaráð Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Stranda, skipun – til afgreiðslu
  5. Sterkar Strandir fundargerð frá 17. apríl 2023 – til kynningar
  6. Erindi frá Ólafi Halldórssyni sjúkraþjálfara – til kynningar
  7. Erindi frá Náttúruvinum um skipulag skógræktar – til kynningar

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

 

Strandabyggð  11. maí 2023

 

Þorgeir Pálsson oddviti

Viðvera fulltrúa sýslumanns

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. maí 2023

Skúli Hakim Thoroddsen fulltrúi sýslumanns er með viðveru á skrifstofu Sýslumannsembættisins á annari hæð að Hafnarbraut 25 föstudaginn 12.maí frá 10-12

 

Umsjónaraðili með viðhaldi girðinga

Þorgeir Pálsson | 08. maí 2023
Strandabyggð óskar eftir umsjónarmönnum um viðhald fjárgirðinga frá Grjótá að Hrófá.

Samningur inniheldur vinnu við viðhald girðinga,slátt meðfram girðingu ásamt því að halda búfé utan girðingar eins og kostur er. Efni til viðhalds er innifalið.

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér forsendur og umfang og hafa samband við Sigurður Marinó Þorvaldsson verkstjóra Áhaldahúss Strandabyggðar, sem veitir allar nánari upplýsingar í síma 894-4806, eða á ahaldahus@strandabyggd.is

Samningur verður gerður til 3ja ára og verður hagstæðasta tilboði tekið.  Frestur til að skila inn tilboði er til og með 24. maí n.k. og skal skila þeim inn á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is merkt "Umsjón girðingar".


Sveitarstjórnarfundur nr 1345 í Strandabyggð, haldinn 9. maí 2023

Salbjörg Engilbertsdóttir | 06. maí 2023

Fundur nr. 1345 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. maí kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Ástand Grunnskólabyggingar – til afgreiðslu
2. Tilboð í drenlögn við grunnskólann – til afgreiðslu
3. Húsnæðisáætlun Strandabyggðar – til afgreiðslu
4. Ársreikningur Byggðasamlags málaefna fatlaðra á Vestfjörðum 2022 – drög til kynningar
5. Ársreikningur Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps – til kynningar
6. Húnaþing Vestra, breyting á aðalskipulagi – til kynningar
7. Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd fundargerð frá 24. apríl 2023 – til kynningar og afgreiðslu
8. Velferðarnefnd Stranda- og Reykhóla, fundargerð frá 26.apríl 2023 til kynningar og afgreiðslu
9. Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundargerð frá 3. maí 2023 – til kynningar og afgreiðslu
10. Forstöðumannaskýrslur v. apríl – til umræðu og kynningar
11. Vinnuskýrsla sveitarstjóra v. apríl – til umræðu og kynningar
12. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 143 frá 3. maí 2023 ásamt ársskýrslu – til kynningar
13. Samband sveitarfélaga fundargerð nr. 925 frá 28. apríl 2023 – til kynningar
14. Hafnasamband sveitarfélaga fundargerð nr. 452 frá 19. apríl 2023 – til kynningar
15. Samtök sjávarútvegsfyrirtækja fundargerð nr. 72 frá 19. apríl 2023 – til kynningar


Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:


Þorgeir Pálsson
Jón Sigmundsson
Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir
Matthías Sævar Lýðsson
Hlíf Hrólfsdóttir


Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

Strandabyggð 5. maí 2023

Þorgeir Pálsson oddviti

Vikan að baki

Þorgeir Pálsson | 06. maí 2023

 

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nokkrar línur um vikuna sem var að líða.  Það gerðist margt í þessari viku;

Wilson Skaw fór og þar með lauk þessari framhaldssögu sem við íbúar höfum haft fyrir augunum síðan 18. apríl sl.  Dráttarbáturinn Grettir Sterki dró skipið áleiðis til Akureyrar í sannkölluðu Hólmavíkurlogni föstudaginn 5. maí og vonandi gengur sú ferð vel.  Það er ánægjulegt að segja frá því, að allar tryggingar og ábyrgðir tryggingafélags útgerðarinnar lágu fyrir og áhætta Strandabyggðar var í algeru lágmarki, enda okkar kröfur skýrar hvað þetta varðar.  Öll samskipti okkar við Landhelgisgæsluna, útgerð skipsins, Umhverfisstofnun, björgunaraðila, lögmenn og aðra hlutaðeigandi voru fagleg og ánægjuleg, enda allir að vinna að sama marki. 

Grunnskólinn:  Vinna í grunnskólanum gengur vel.  Í lok vikunnar kom fulltrúi VERKÍS á Ísafirði til okkar og átti fund með sveitarstjórn og starfsmönnum sveitarfélagsins.  VERKÍS mun verða okkur innan handar hvað verkefnastjórnun og hönnun yngri hluta skólans varðar, þar sem ráðgjafi VSÓ Ráðgjafar varð að segja sig frá verkefninu.  Að auki munu starfsmenn EFLU koma að verkefninu áfram.  Framundan er vinna með kennurum og stjórnendum skólans að gera eins konar þarfagreiningu og mat á því hvernig við nýtum yngri hlutann fyrir kennslu, vinnuaðstöðu kennara, samverusvæði o.s.frv.  Þetta þokast allt í rétta átt.  Gert er ráð fyrir að Litli Klettur ljúki sinni vinnu í lok komandi viku og þá taka aðrir verkþættir við.

Samráðsfundir.  Í vikunni voru tveir samráðsfundir; annars vegar með bændum þar sem rætt var um fjallskil og girðingarmál og hins vegar með eigendum gáma á Tanganum, en þar er fyrirhuguð tiltekt og flutningur gáma af svæðinu.  Báðir fundir voru upplýsandi og mun meiri yfirsýn og samstaða er nú milli aðila.  Við viljum koma í veg fyrir lausagang búfjár innan girðingar og bæjarmarka og til þess þarf að lagfæra girðingar á nokkrum stöðum.  Bændur og sveitarfélagið taka því höndum saman og leita formlega til Vegagerðarinnar eftir fjárhagslegum stuðningi hvað úrbætur varðar.  Við erum líka samstíga útgerðarmönnum og gámaeigendum, hvað varðar tiltekt á Tanganum.  Við viljum fegra umhverfið á Tanganum og um leið finna lausn sem hentar þeim sem nýta gámana.

Lífið á Hólmavík. Strandveiðar eru hafnar, ferðamönnum fjölgar, sumarvinna fer að skýrast og við, íbúar í Strandabyggð erum án efa byrjuð að hugleiða framkvæmdir í sumar.  Sumir ætla kannski að mála, aðrir klæða húsin sín eða gera matjurtagarð eða eitthvað annað.  Sumt er þó enn óljóst, eins og sláttur og umhirða opinna svæða á Hólmavík, en það hlýtur að bjargast.

Við skulum alla vega horfa bjartsýn fram á veg og nýtum sumrið vel.  Það er nefnilega margt sem við íbúar getum gert til að fegra umhverfið og skapa jákvæða bæjarmynd. Það var t.d. frábært að sjá áhugann á kajaksiglingum í vikunni, þegar GG Sport var með sýningu á Hólmavík.  Kajaksiglingar eru frábært sport og góð útivera og óvíða betra að stunda slíkar siglingar en hér á Hólmavík. 

Áfram Strandabyggð!

Kveðja og góða helgi,

Þorgeir Pálsson

Oddviti

 

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón