Þrjár konur koma til starfa í Strandabyggð í dag
Hildur Emilsdóttir, Hildur Jakobína Gísladóttir og Ingibjörg Alma Benjamínsdóttir eru boðnar velkomnar til starfa og búsetu í Strandabyggð ásamt fjölskyldum sínum.
Fundur verður haldinn í sveitarstjórn Strandabyggðar þriðjudaginn 8. febrúar 2011 á nýrri skrifstofu sveitarfélagsins að Höfðagötu 3. Fundurinn hefst kl. 18:00. Frestur til að skila inn erindum fyrir fundinn rennur út á miðnætti miðvikudaginn 2. febrúar 2011. Fundarboð ásamt dagskrá verður auglýst á vefsíðu sveitarfélagsins, andyri Þróunarsetursins, á upplýsingatöflu Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík og í Söluskála KSH.
Vestfjarðariðill í söngkeppni Samfés var haldinn á Hólmavík í gærkvöldi að viðstöddu fjölmenni. Keppnin var bæði spennandi og skemmtileg en alls voru flutt 10 vönduð söngatriði. Agnes Sólmundsdóttir frá Þingeyri sigraði keppnina með glæsilegu atriði sem verður fram- lag félagsmiðstöðva á Vestfjörðum í landskeppni Samfés. Fjögur atriði voru frá félagsmiðstöðinni Ozon á Hólmavík og eiga allir þátttakendur í keppninni þakkir skyldar fyrir frábæra frammistöðu að sögn Ingibjargar Valgeirsdóttur, sveitarstjóra Strandabyggðar, sem var ánægð eftir keppnina.
,,Áhorfendur eiga líka lof skilið en það kom mér skemmtilega á óvart að sjá fólk á öllum aldri fylla Félagsheimilið á Hólmavík. Eftir 10 ára starf með ungu fólki á höfuðborgarsvæðinu rættist gamall draumur um að sjá og upplifa kynslóðabilið hverfa á viðburðum ætluðum unglingum. Hér tekur öll fjölskyldan og allir íbúar Strandabyggðar þátt í lífi og starfi unglinganna, yngri og eldri systkini, foreldrar, ömmur, afar og aðrir áhugasamir Strandamenn. Bilið sem við höfum of oft séð myndast milli fullorðinni og unglinga á samskonar atburðum er einhvern veginn ekki til staðar hér. Það er til fyrirmyndar".
Það voru ungmenni í félagsmiðstöðinni Ozon undir stjórn Arnars Jónssonar tómstundafulltrúa, sem áttu heiðurinn af undirbúningi og framkvæmd keppninnar í samstarfi við aðrar félagsmiðstöðvar á Vestfjörðum.
Umfjöllun og fleiri myndir frá keppninni má sjá á strandir.is
Í greinargerð með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar kemur fram að gjaldskrár í Strandabyggð hafa almennt verið með þeim lægri á landinu og verður svo áfram. Þriðjudaginn 1. febrúar 2011 taka í gildi breytingar á meðfylgjandi gjaldskrám og munu hækkanir nema að meðaltali 5-10%.
Sveitarfélagið Strandabyggð býður öllum íbúum í sveitarfélaginu á grunnskólaaldri (16 ára og yngri) og örorku- og ellilífeyrisþegum í Strandabyggð frítt í sund árið 2011. Árskortanna má vitja í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík frá og með 1. febrúar 2011.
Leikskólinn Lækjarbrekka, sjá hér
Grunn- og Tónskólinn, sjá hér
Íþróttamiðstöðin, sjá hér
Heimsendur matur, sjá hér
Ljósritun, sjá hér