| 07. janúar 2011
Leikskólinn Lækjarbrekka á Hólmavík auglýsir eftir starfsmanni í 100% starfshlutfall. Um þriggja mánaða starf er að ræða og er mikilvægt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Leikskólinn Lækjarbrekka er einsetinn tveggja deilda leikskóli og þar dvelja börn frá 1 árs aldri. Um 30 börn eru á báðum deildum. Einkunnarorð skólans eru:
Gleði - Virðing - Vinátta
Áhugi á börnum og samskiptum við þau er nauðsynlegur ásamt skipulögðum vinnubrögðum og samstarfshæfni.
Nánari upplýsingar um leikskólann Lækjarbrekku er að finna á www.123.is/laekjarbrekka
Umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælendum, þurfa að berast skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 19, 510 Hólmavík, í síðasta lagi fimmtudaginn 13. janúar 2011. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa Strandabyggðar í síma 451-3510. Einnig er hægt að senda póst á netfangið holmavik@holmavik.is
Hólmavík 7. janúar 2011
Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri