| 13. mars 2012
Elín og Allý flytja Hamingjulagiđ 2011 - Vornótt á Ströndum - ljósm. IV
Enn á ný hefur verið ákveðið að efna til stórskemmtilegrar, gefandi, hamingjuríkrar og spennandi lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík. Skilafrestur á lagi í keppnina er til föstudagsins 4. maí, en keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 laugardagskvöldið 12. maí. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður. Sigurvegarinn í keppninni fær peningaverðlaun að upphæð kr. 50.000, en um leið skuldbinda menn sig til að koma sigurlaginu í útgáfu sem hæfir til útvarpsspilunar.
Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.
Skila þarf lögum á geisladiski í síðasta lagi föstudaginn 4. maí, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Úrslitakeppnin fer svo fram í félagsheimilinu á Hólmavík og munu áhorfendur eins og venjulega velja sigurlagið í kosningu.
Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941. Hér má skoða upplýsingar um fyrri sigurlög í keppninni, en Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík hefur farið með sigur af hólmi síðustu þrjú skipti sem keppnin hefur farið fram.