A A A

Valmynd

Fréttir

Stjórnarskrárkosning tekin af dagskrá Hamingjudaga

| 02. apríl 2012
Eftir snarpar umræður á Alþingi Íslendinga í síðustu viku hefur verið ákveðið að hafa ekki kosningu um nýja stjórnarskrá á dagskrá Hamingjudaga á Hólmavík þetta árið. Ekki tókst að ljúka afgreiðslu málsins fyrir tilsettan tíma. Talsvert kurr var í alþingismönnum vegna þessa, en aðstandendur Hamingjudaga taka fregnunum hins vegar með miklu jafnaðargeði. Forsetakosningar fara hins vegar fram laugardaginn 30. júní eins og áður hefur verið kynnt.

Gaman væri ef einhver af væntanlegum gestum Hamingjudaga sæi sér fært að bjóða sig fram til embættisins. Þeir sem ætla að hella sér í slaginn þurfa að skila inn framboðum til innanríkisráðuneytisins fyrir miðnætti föstudaginn 25. maí, að því er fram kemur í tilkynningu frá innanríkisráðuneyti. Framboðunum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægilegur fjöldi meðmælenda sem vottaður skal af viðkomandi yfirkjörstjórn um að meðmælendurnir séu kosningarbærir. 

Forseta- og stjórnarskrárkosningar á dagskrá Hamingjudaga

| 20. mars 2012
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson - ljósm. af timarit.is
Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson - ljósm. af timarit.is
Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis samþykkti á fundi sínum í morgun að kosið verði um tillögu stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá og fimm grundvallarmál samhliða forsetakosningum laugardaginn 30. júní næstkomandi
 
Aðstandendur Hamingjudaga fagna þessu framlagi nefndarinnar til hátíðarinnar og hvetur aðra sem kunna að hafa skemmtiatriði eða eitthvað slíkt á takteinum að koma þeim á framfæri í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. 
 
Þess má geta að skipuleggjendur Hamingjudaga munu ekki hafa umsjón með kosningunum, en sjá hins vegar um að besta veðrið verði á Hólmavík þessa helgi :)

Hvanndalsbrćđur spila á Hamingjuballinu

| 15. mars 2012
Hvanndals í fullum herklćđum - ljósm. af visir.is
Hvanndals í fullum herklćđum - ljósm. af visir.is
Það verða æringjarnir, gleðigjafarnir og norðlensku "bræðurnir" í Hvanndalsbræðrum sem munu halda uppi fjörinu á Hamingjuballinu í Félagsheimilinu á Hólmavík laugardaginn 30. júní í sumar. Hvanndalsbræður hafa ekki spilað á balli á Ströndum áður og munu því væntanlega dæla sínum allra bestu slögurum yfir ballgesti. Hljómsveitin fagnar tíu ára afmæli sínu á þessu ári og stefnir af því tilefni á að gefa út sína sjöundu hljóðversplötu á árinu, en lög af henni fara að hljóma á öldum ljósvakans á komandi mánuðum. Bandið er að sjálfsögðu þekkt fyrir geysilega mikið stuð á böllum.


Menn ættu því að fara að pússa dansskóna... það styttist í þetta!

 

18 ára aldurstakmark verður á dansleikinn.

Léttmessa á sunnudegi á Hamingjudögum

| 14. mars 2012
Allt frá því að fyrstu Hamingjudagarnir voru haldnir árið 2005 hefur verið haldin svokölluð Léttmessa í Hólmavíkurkirkju á sunnudegi kl. 11:00. Messan hefur jafnan verið vel sótt, fjörug og skemmtileg að sögn sr. Sigríðar Óladóttur á Hólmavík. Það er gaman að skýra frá því að engin breyting verður á þessu í ár og léttmessan verður á sínum stað á sunnudegi kl. 11:00.


Þeir sem vilja vera með atriði, leika, syngja eða grínast á Hamingjudögum eru hvattir til að hafa samband við Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúa í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Blásiđ til lagasamkeppni Hamingjudaga!!

| 13. mars 2012
Elín og Allý flytja Hamingjulagiđ 2011 - Vornótt á Ströndum - ljósm. IV
Elín og Allý flytja Hamingjulagiđ 2011 - Vornótt á Ströndum - ljósm. IV
Enn á ný hefur verið ákveðið að efna til stórskemmtilegrar, gefandi, hamingjuríkrar og spennandi lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík. Skilafrestur á lagi í keppnina er til föstudagsins 4. maí, en keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 laugardagskvöldið 12. maí. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður. Sigurvegarinn í keppninni fær peningaverðlaun að upphæð kr. 50.000, en um leið skuldbinda menn sig til að koma sigurlaginu í útgáfu sem hæfir til útvarpsspilunar.

Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.


Skila þarf lögum á geisladiski í síðasta lagi föstudaginn 4. maí, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Úrslitakeppnin fer svo fram í félagsheimilinu á Hólmavík og munu áhorfendur eins og venjulega velja sigurlagið í kosningu.

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá tómstundafulltrúa Strandabyggðar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941. Hér má skoða upplýsingar um fyrri sigurlög í keppninni, en Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík hefur farið með sigur af hólmi síðustu þrjú skipti sem keppnin hefur farið fram.

Furđuleikar verđa haldnir á sunnudegi

| 25. febrúar 2012
Keppendur í kvennahlaupi skemmta sér hiđ besta - ljósm. Viktoría Rán Ólafsdóttir
Keppendur í kvennahlaupi skemmta sér hiđ besta - ljósm. Viktoría Rán Ólafsdóttir
Á næstu vikum fara að detta hingað inn á síðuna fréttir af atburðum sem verða á Hamingjudögum 2012. Einn stærsti atburðurinn á Hamingjudögum mörg undanfarin ár er Furðuleikar Sauðfjárseturs á Ströndum, en þar geta ungir sem aldnir mætt í Sævang og spreytt sig á alls konar furðulegum íþróttagreinum sem hafa sumar hverjar orðið landsþekktar í gegnum árin. Safnið státar nú af nýjum framkvæmdastjóra, Ester Sigfúsdóttur á Kirkjubóli. Ester mun án efa setja mark sitt á Furðuleika ársins í ár með alls konar uppátækjum, enda á safnið tíu ára afmæli á þessu ári.

Staðfest hefur verið að Furðuleikarnir muni fara fram sunnudaginn 1. júlí. Ætlar þú ekki örugglega að kíkja?? 

Hamingjuhlaupiđ 2012 frá Trékyllisvík til Hólmavíkur

| 29. ágúst 2011
Hamingjan magnast í hverju skrefi!
Hamingjan magnast í hverju skrefi!
Það er ekkert verið að tvínóna við hlutina þegar Hamingjudagar eru annars vegar, en fyrsti dagskrárliður fyrir árið 2012 hefur þegar verið negldur niður. Það er Hamingjuhlaupið margfræga sem hefur vaxið og dafnað með hverju ári, enda geta allir tekið þátt og hlaupið í takt við eigin getu. Að sögn Stefáns Gíslasonar, skipuleggjanda og upphafsmanns hlaupsins, mun hlaupið 2012 hefjast við Minja- og handverkshúsið Kört við Árnes í Trékyllisvík, öðrum þræði til heiðurs sveitarstjóra Strandabyggðar, Ingibjörgu Valgeirsdóttur, sem er eins og margir vita frá Árnesi. Hlaupið í heild sinni er um 53 km og gæti tekið rúmar 7 klukkustundir að sögn Stefáns.  
...
Meira

Hamingjudagar 2012 verđa helgina 29. júní - 1. júlí

| 19. ágúst 2011
Hamingjusöm Hólmavík - ljósm. Arnar S. Jónsson
Hamingjusöm Hólmavík - ljósm. Arnar S. Jónsson

Nú hefur verið ákveðið að halda Hamingjudaga á Hólmavík 2012 sömu helgi og venjulega - fyrstu helgina í júlí, eða dagana 29. júní til 1. júlí. Helgin sú er að vísu að frekar litlu leyti í júlímánuði, en það ætti ekki að hafa mikil áhrif á hamingju gesta og heimamanna í Strandabyggð. Hamingjudagar árið 2011 tókust frábærlega og mikil samstaða, kærleikur og hamingja sveif hvarvetna yfir Hólmavík og nágrenni meðan hátíðin stóð yfir. Því er full ástæða til að byrja að hlakka til Hamingjudaga árið 2012!!!

Hamingjuhlaupiđ tókst frábćrlega!

| 06. júlí 2011
Viđ upphaf hlaupsins í Gröf - ljósm. Stefán Gíslason
Viđ upphaf hlaupsins í Gröf - ljósm. Stefán Gíslason
« 1 af 5 »
Hamingjuhlaupið fór fram í þriðja skipti á Hamingjudögum, en í ár var hlaupið frá Gröf í Bitrufirði til Hólmavíkur, alls 35,5 km. Að venju var það Stefán Gíslason, bóndasonur og hlaupagikkur frá Gröf í Bitrufirði, sem stóð fyrir hlaupinu.

Þátttakan í ár var afskaplega góð; alls hlupu 16 manns, þar af voru sjö sem hlupu allt hlaupið frá upphafi til enda. Tekið var á móti hlaupurunum með mikilli viðhöfn á hátíðarsvæðinu á Hólmavík og fékk Stefán þann heiður að skera fyrstu sneiðina af Hnallþóruhlaðborði Hamingjudaga.

Að sögn ofurhlauparans Gunnlaugs Júlíussonar sem tók þátt í hlaupinu hefur hann aldrei lokið hlaupi þar sem jafn mikill fjöldi fólks fagnar hlaupurum að leiðarlokum. Skipulagning Hamingjuhlaupsins 2012 er þegar hafin, enda má segja að hlaupið í ár hafi heppnast ákaflega vel.

Hér má lesa frásögn Stefáns Gíslasonar af Hamingjuhlaupinu 2011.
Hér má lesa frásögn Gunnlaugs Júlíussonar af Hamingjuhlaupinu 2011.

Hér er myndaalbúm með myndum úr Hamingjuhlaupinu 2011.
 

Skemmtilegt furđufataball á föstudegi

| 05. júlí 2011
Allir skemmtu sér vel á Furđufataballi - ljósm. ASJ
Allir skemmtu sér vel á Furđufataballi - ljósm. ASJ
« 1 af 5 »
Á föstudagskvöldi á Hamingjudögum var haldið stórskemmtilegt Furðufataball í félagsheimilinu á Hólmavík. Skífuþeytarinn DJ Darri spilaði alla helstu barnaslagarana og sá til þess að börn og fullorðnir gátu dillað sér í gleði og hamingju.

Fjölmargir af yngri kynslóðinni mættu í furðufötum eða búningum sem sýndu fram á fjörugt hugmyndaflug og sköpuðu mikið fjör og stemmningu. Talið er að ríflega 100 manns hafi mætt á ballið og skemmtu allir sér hið besta.
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Ingibjörg Benediktsdóttir
Vefumsjón