Viðburðir vikunnar 23. - 27. mars.
Þriðjudaginn 24. mars klukkan 17:00 verður Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk haldin í Grunnskólanum á Drangsnesi. Þar lesa nemendur frá Grunnskólunum á Reykhólum, Finnbogastöðum, Drangsnesi og Hólmavík vel valda texta fyrir gesti. Allir eru velkomnir.
Fimmtudaginn 26. mars klukkan 17:00 verður Árshátíð Grunn- og Tónskólans haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar stíga á svið nemendur Grunnskóla auk nemenda Tónskóla og fimm ára nemenda Leikskólans Lækjarbrekku og flytja leik, dans og tónlist eins og þeim einum er lagið.
Föstudaginn 27. mars klukkan 13:00 verður danssýning í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík en þessa vikuna stíga nemendur dansinn daglega undir stjórn Jóns Péturs Úlfljótssonar danskennara. Að danssýningunni lokinni hefst páskaleyfi nemenda.
Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi 7. apríl. 2015.
Sólmyrkvi 20. mars
Föstudagsmorguninn 20. mars 2015 verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá landinu öllu. Í tilefni myrkvans hafa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness ,Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá fært öllum grunnskólanemendum og kennurum þeirra sérstök sólmyrkvagleraugu svo allir geti fylgst með þessu sjaldgæfa sjónarspili á öruggan hátt.
Margir nemendur Grunnskólans á Hólmavík sem hafa að undanförnu verið að vinna verkefni um himingeiminn hlakka til að sjá þennan atburð sem vonandi verður vel sýnilegur. Sólmyrkvinn hefst fljótlega eftir að nemendur eru mættir í skólann eða um 08:40
Allar upplýsingar um sólmyrkvann má finna á Stjörnufræðivefnum sem er uppfullur af fróðleik um sólmyrkvann og himingeiminn og við hvetjum ykkur öll til þess að skoða http://www.stjornufraedi.is/solmyrkvi/
Klappliðið er lagt af stað
Skólahreysti
Keppni í Skólahreysti verður haldin í íþróttamiðstöðinni Mýrinni í Garðabæ fimmtudaginn 5. mars nk. klukkan 13:00 - 14:35. Fyrir hönd Grunnskólans á Hólmavík taka þátt: Harpa Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Bríanna Jewel Johnson, Sigurgeir Guðbrandsson, Jamison Ólafur Johnson og Trausti Rafn Björnsson. Liðsstjóri er Ingibjörg Emilsdóttir.
Rúv tekur upp alla keppnina og þáttur frá okkar riðli verður sýndur 25.mars. Áfram okkar fólk!
Viðtalstími fræðslustjóra
Starfsdagur kennara - Nemenda og foreldraviðtöl
Nemenda og foreldraviðtöl hafa verið tímasett fimmtudag 26. febrúar. Munið að skrá stöðumat í Námfús namfus.is.
Eldvarnagetraun - vinningshafi.
Hörmungardagar
Öskudagur
Athugið að á öskudaginn er öllum sem vilja velkomið að mæta í grímubúningi í skólann en þá verður kennsla samkvæmt stundaskrá til klukkan 12:10. Þá verður hádegisverður á Café Riis og því búnu (um klukkan 12:50) hafa nemendur frjálsan tíma til að undirbúa, æfa og heimsækja fyrirtæki og stofnanir með söng og gleði.
Starfsmenn skólans og foreldrar munu hafa vakandi auga fyrir því að enginn verði útundan eða sitji eftir þegar aðrir fara af stað.
Öskudagsgleði Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík hefst svo klukkan 16:00 og verður mikið húllumhæ.