Viðburðir vikunnar 23. - 27. mars.
Þriðjudaginn 24. mars klukkan 17:00 verður Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk haldin í Grunnskólanum á Drangsnesi. Þar lesa nemendur frá Grunnskólunum á Reykhólum, Finnbogastöðum, Drangsnesi og Hólmavík vel valda texta fyrir gesti. Allir eru velkomnir.
Fimmtudaginn 26. mars klukkan 17:00 verður Árshátíð Grunn- og Tónskólans haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar stíga á svið nemendur Grunnskóla auk nemenda Tónskóla og fimm ára nemenda Leikskólans Lækjarbrekku og flytja leik, dans og tónlist eins og þeim einum er lagið.
Föstudaginn 27. mars klukkan 13:00 verður danssýning í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík en þessa vikuna stíga nemendur dansinn daglega undir stjórn Jóns Péturs Úlfljótssonar danskennara. Að danssýningunni lokinni hefst páskaleyfi nemenda.
Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi 7. apríl. 2015.