Athugið veðrið!
Skólabíll hefur flutt nemendur í mat á Café Riis en þeir sem hafa venjulega farið í mat í næstu hús annað hvort verið sóttir eða fá brauð og mjólk í skólanum.
Kennarar: Ásta og Kolbrún
Matreiðsla kennd í Félagsheimili. Viðfangsefni: Matreiðsla, bakstur og allt sem því fylgir.Kennarar: Lára, Ingibjörg og Sigrún María
Dúkkulísugerð í 3.4. bk stofu í skólanum. Viðfangsefni: Hver og einn býr til sína eigin dúkkulísu og allt sem tilheyrir henniKennari: Anna Birna
Tilraunir í 5.6.7. bk stofu. Viðfangsefni: Gerðar verða ýmiss konar tilraunir. Fylgst er með hvað gerist og það skráð niður. Þessi þemavinna endar með látum!Kennari: Sverrir
Kennsla hefst klukkan 08:30 og lýkur klukkan 14:00. Skólabíll fer á sama tíma og venjulega 14:30. Skólaskjól starfar samkvæmt sinni stundaskrá.
Hafragrautur verður ekki í boði á þemadögum svo best er að allir komi með gott nesti með sér. Þeir sem eru í matreiðslu fá þó eitthvað að borða. Matur á Café Riis verður klukkan 12:00 – 13:00.
Ekki þarf að koma með námsbækur í skólann en gott að hafa tösku eða bakpoka fyrir pennaveski, nesti og íþróttafatnað og handklæði fyrir þá sem fara í íþróttir.
Þemadagar eru tilbreyting og uppbrot á venjulegu skólastarfi. Mætum öll með góða skapið :)
Athugið að ekki verður sérstakur sýningardagur í lok Þemadaga heldur eru foreldrar velkomnir í heimsókn hvenær sem er til að fylgjast með og taka þátt í því sem börnin eru að fást við. Við hlökkum til að sjá ykkur!