A A A

Valmynd

Athugið veðrið!

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 04. febrúar 2015
Eins og staðan er núna fer enginn úr skóla án þess að vera sóttur.

Skólabíll hefur flutt nemendur í mat á Café Riis en þeir sem hafa venjulega farið í mat í næstu hús annað hvort verið sóttir eða fá brauð og mjólk í skólanum. 

Íþróttahátíð

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 12. janúar 2015
Íþróttahátíð Grunnskólans á Hólmavík verður haldin miðvikudaginn 14. janúar 2015, klukkan 17:00 - 19:00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Íþróttahátíðin er fjölskylduhátíð þar sem nemendur leika listir sínar í fjölbreyttum íþróttagreinum og bjóða foreldrum og öðrum gestum að fylgjast með og taka þátt. Að þessu sinni er íþróttahátíðin einnig afmælishátíð Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík en þann 15. janúar eru 10 ár frá vígslu hennar. Strandabyggð býður gestum upp á ókeypis ávexti og Félagsmiðstöðin Ozon verður með samlokur og safa til sölu. Í lok hátíðarinnar verða veittar viðurkenningar í kjöri íþróttamanns Strandabyggðar og hvatningarverðlaun Strandabyggðar. Verðlaunagripur er gefinn af Íþróttafélagi lögreglumanna.  Stjórnandi hátíðarinnar er Sverrir Guðmundsson íþróttakennari.                     Allir eru velkomnir!

6. janúar 2015

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 04. janúar 2015
Starfsfólk Grunn- og Tónskólans á Hólmavík óskar nemendum og fjölskyldum þeirra farsældar á nýju ári og þakkar ánægjulegt samstarf á liðnu ári. 
Kennsla hefst aftur að loknu jólaleyfi, þriðjudaginn 6. janúar 2015 samkvæmt stundaskrá en starfsfólk mætir til vinnu mánudaginn 5. janúar.

Litlu jólin

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 15. desember 2014
Litlu jólin verða haldin í Félagsheimilinu fimmtudaginn 18. desember, klukkan 14:00 - 16:00.
Nemendur Grunn- og Tónskóla stíga á svið, leika leikrit og flytja tónlist. Gengið verður í kringum jólatréð, jólahljómsveitin Grunntónn sér um forsöng og undirspil og jólasveinarnir mæta á staðinn. 

Allir eru velkomnir!


Kennsla fellur niður

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 10. desember 2014
Kennsla fellur niður í dag miðvikudag 10. desember vegna veðurs og ófærðar.

Jólaföndur

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 27. nóvember 2014
Smelltu á myndina til að skoða auglýsinguna.

Vetrarfrí og verðlaunaafhending

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 27. nóvember 2014
Vetrarfrí verður dagana 28. nóvember og 1. desember. Misjafnt er hvernig nemendur og fjölskyldur þeirra verja tímanum í vetrarfríinu en fimm nemendur í 10. bekk mæta til verðlaunaafhendingar fyrir framlag sitt í samkeppni MND félagsins - Aðgengi að lífinu en myndband þeirra varð í einu af þremur efstu sætunum. Hér má sjá framlag hópsins: https://www.youtube.com/watch?v=_EpbuRC94B8&list=UUUXxz5O0-nEgRu9EDvWpq2A



Samningar tónlistarkennara

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 27. nóvember 2014
Samningar hafa náðst í kjaradeilu tónlistarkennara og launanefndar sveitarfélaganna og er það fagnaðarefni. Tónlistarkennarar mættu til leiks á þriðjudag og hafa unnið að því að skipuleggja kennsluna framundan. Væntanlegar breytingar á desemberdagskrá Tónskólans verða tilkynntar fljótlega en kennsla samkvæmt stundaskrá hefst að loknum þemadögum og vetrarfríi þriðjudaginn 2. desember nk. 

Þemadagar 24. - 27. nóvember

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 23. nóvember 2014
Þemadagar verða 24. - 27. nóvember og standa nú yfir í fjóra daga. Nemendur hafa valið sér tvo hópa og ætla að  starfa í tvo daga í hvorum þeirra. Hóparnir eru: 
Snátar sem verða í listastofu í skólanum, úti og inni. Viðfangsefni: Hnútar –smíði – útieldun – ratleikur – áttaviti- þrautir

Kennarar: Ásta og Kolbrún

Matreiðsla kennd í Félagsheimili. Viðfangsefni: Matreiðsla, bakstur og allt sem því fylgir.

Kennarar: Lára, Ingibjörg og Sigrún María

Dúkkulísugerð í 3.4. bk stofu  í skólanum. Viðfangsefni: Hver og einn býr til sína eigin dúkkulísu og allt sem tilheyrir henni

Kennari: Anna Birna 

Tilraunir í 5.6.7. bk stofu. Viðfangsefni: Gerðar verða ýmiss konar tilraunir. Fylgst er með hvað gerist og það skráð niður. Þessi þemavinna endar með látum!
Kennarar: Hrafnhildur Þ. og Vala
Íþróttir í Íþróttamiðstöð. Viðfangsefni: Fjölbreyttar æfingar í mismunandi íþróttagreinum í íþróttasal, þreksal eða sundlaug.

Kennari: Sverrir


Kennsla hefst klukkan 08:30 og lýkur klukkan 14:00. Skólabíll fer á sama tíma og venjulega 14:30. Skólaskjól starfar samkvæmt sinni stundaskrá.


Hafragrautur verður ekki í boði á þemadögum svo best er að allir komi með gott nesti með sér. Þeir sem eru í matreiðslu fá þó eitthvað að borða.  Matur á Café Riis verður klukkan 12:00 – 13:00. 


Ekki þarf að koma með námsbækur í skólann en gott að hafa tösku eða bakpoka fyrir pennaveski, nesti og íþróttafatnað og handklæði fyrir þá sem fara í íþróttir.

Þemadagar eru tilbreyting og uppbrot á venjulegu skólastarfi. Mætum öll með góða skapið :)

Athugið að ekki verður sérstakur sýningardagur í lok Þemadaga heldur eru foreldrar velkomnir í heimsókn hvenær sem er til að fylgjast með og taka þátt í því sem börnin eru að fást við. Við hlökkum til að sjá ykkur!

Bókvíkingaganga í skólanum

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 19. nóvember 2014
Opið hús verður í skólanum miðvikudaginn 19. nóvember klukkan 13:00 - 14:00 en þá ætla nemendur Grunnskólans að sýna afrakstur bókmenntavinnu sinnar. Gestir fá afhentar leiðbeiningar við innganginn. Kakó og piparkökur. Allir eru velkomnir.
Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Næstu atburðir