A A A

Valmynd

Tónlist fyrir alla

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 12. september 2014

Tónlist fyrir alla haustið 2014

 

TríóPa í Hólmavíkurkirkju 15.  september,

 klukkan 11:00 – 11:40

Dagskrá: Kjúklingur og annað fiðurfé
Flytjendur:
Hallveig Rúnarsdóttir - söngur
Jón Svavar Jósefsson - söngur
Hrönn Þráinsdóttir - píanó

Söngvararnir Hallveig og Jón Svavar og píanóleikarinn Guðrún Dalía, sem skipa TríóPa, leggja í þessu verkefni upp með skemmtilega dagskrá til þess að kynna klassíska söngtónlist fyrir börnum landsins. Hér koma við sögu ýmis furðudýr eins og skrýmsli, kurteisir kjúklingar og kettir sem skreppa til London, að ótöldum skötuhjúunum góðu, þeim Papageno og Papagenu úr Töfraflautu Mozarts.


Dagskráin er blanda af atriðum úr Töfraflautunni, dúettum og einsöngslögum eftir núlifandi íslensk tónskáld, sem skrifuð eru með börn í huga og þátttaka áheyrenda (nemendanna) er töluverð á tónleikunum.


Þau Hallveig, Jón Svavar og Dalía hafa öll vakið mikla athygli fyrir vandaðan og líflegan tónlistarflutning á undanförnum árum. Þau hafa öll unnið töluvert saman í gegn um tíðina í hinum ýmsu verkefnum, en þetta er fyrsta sjálfstæða verkefni tríósins TríóPa. 

Allir velkomnir!

Á ferđ og flugi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 01. september 2014
Óhætt er að segja að gleði og gott veður hafi einkennt skólastarfið fyrstu viku skólaársins. Nemendur og starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík hafa verið á ferð og flugi. Nemendur í 9. og 10. bekk hafa verið á námsferðalagi um Danmörku ásamt Önnu Birnu og Hrafnhildi, Ester og Gunnari sem voru fulltrúar foreldra í ferðinni. Allar upplýsingar benda til þess að ferðin hafi verið hin skemmtilegasta en hópurinn er væntanlegur heim til Hólmavíkur síðdegis með ferðasöguna í farangrinum.

Nemendur í 5. 6. og 7. bekk fóru á fimmtudegi í Ólafsdal með Hlyni, Ástu og Láru og tóku upp samtals 180 kíló af grænmeti sem sáð var til og sett niður síðastliðið vor. Sama dag fóru allir almennir starfsmenn skólans að Reykhólum en starfsmenn grunn- og leikskólanna á báðum stöðum sitja saman 70 kennslustunda námskeið. Að þessu sinni var dagurinn helgaður sjálfstyrkingu og samskiptatækni.
Íþróttatímar vikunnar voru á sparkvellinum við skólann og verða áfram þar í næstu viku ef veður helst gott. Vissara getur þó verið að taka með sér íþróttafötin þá daga sem íþróttir eru kenndar.  

Skólasetning 22. ágúst 2014

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 21. ágúst 2014
Við minnum á að Skólasetning Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verður í Hólmavíkurkirkju, föstudaginn 22. ágúst nk. kl. 12:00 . Eftir skólasetningu verður gengið fylktu liði yfir í skólann og þar fylgja kennarar nemendum í stofur og afhenda stundaskrá, skóladagatal, og fleiri gögn. Við hlökkum til að sjá ykkur

Hefðbundið skólastarf hefst eftir stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 08:30. 

Skólasetning

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 16. ágúst 2014

Skólasetning Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verður í Hólmavíkurkirkju, föstudaginn 22. ágúst nk. kl. 12:00 . Eftir skólasetningu verður gengið fylktu liði yfir í skólann og þar fylgja kennarar nemendum í stofur og afhenda stundaskrá, skóladagatal, og fleiri gögn.

Hefðbundið skólastarf hefst eftir stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 08:30

Starfsmenn skólans eru nú að hefja störf að nýju eftir sumarleyfi og undirbúningur fyrir skólaárið 2014-2015 gengur vel. Innkaupalistar birtast á bekkjarvef um leið og þeir eru tilbúnir. 



Grunnskólinn á Hólmavík - lausar stöđur tónlistarkennara

| 28. júlí 2014

Við Grunn- og tónskólann á Hólmavík eru lausar stöður tónlistarkennara skólaárið 2014-2015 


Meðal kennslugreina við tónskólann er píanó, blásturshljóðfæri, gítar, bassagítar og söngur. Einnig kennsla í forskólahópi.

Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2014.

...
Meira

Skólaslit

| 04. júní 2014
Fimmtudaginn 5. júní verða skólaslit Grunn- og tónskólans á Hólmavík í Hólmavíkurkirkju kl. 12:00. Allir íbúar eru hvattir til að mæta. Að athöfn lokinni verður nemendum, starfsmönnum og starfsmönnum áhaldahúss boðið í pizzuveislu á Café Riis fyrir framlag þeirra í ruslatínsluverkefninu. 

Tvö og hálft tonn af rusli

| 03. júní 2014
Í gær, 2. júní, fóru nemendur og starfsfólk, ásamt vöskum starfsmönnum Áhaldahúss, á stjá og hreinsuðu bæinn. Áður höfðu nemendur sent dreifibréf í hús þar sem íbúar voru hvattir til að taka til hjá sér og setja ruslið fyrir utan lóðamörk sín þar sem nemendur kæmu og hirtu það. Sveitarstjórn Strandabyggðar hafði heitið á nemendur 100 kr. fyrir hvert kíló af rusli sem safnaðist. Skemmst er frá því að segja að verkefnið gekk fram úr öllum vonum. Íbúar tóku vel við sér og heilmikið af rusli var tekið frá þeim en einnig var rusl af víðavangi tínt upp í söfnunina. Alls söfnuðust 2.620 kg af rusli. Fyrirfram vonuðumst við til að slá gamla metið okkar sem var 500 kg og það tókst svo sannarlega. Við vilju þakk íbúum fyrir að taka svo vel í verkefnið og einnig viljum við sérstaklega þakka áhaldahúsmönnum fyrir aðstoðina.   

Fyrstu verđlaun fyrir hugmynd í verkefninu Landsbyggđarvinir

| 22. maí 2014
Í dag fór fram verðlaunaafhending í Norræna húsinu í verkefninu Landsbyggðarvinir - Sköpunargleði, heimabyggðin mín, nýsköpun, heilbrigði og farvarnir.

Það voru nemendur úr fjórum skólum sem kynntu verkefnin sín; Grunnskólinn í Hrísey, Grunnskólin Hofgarðar í Öræfum, Víðistaðaskóli og Grunnskólinn á Hólmavík. Íris Jóhannsdóttir og Kristný Maren Þorvaldsdóttir kynntu verkefnið sitt Smokkar í Ozon  og þeir Guðjón Alex Flosason, Jamison Ólafur Johnson og Trausti Rafn Björnsson kynntu verkefnið Frjálsíþróttavöllur á Hólmavík. Bæði verkefnin hlutu viðurkenningarskjöl fyrir sitt framlag en einnig fengu allir bol landsbyggðarvina að gjöf.

Fyrstu verðlaun hlutu Ísak Leví Þrastarson, Bára Örk Melsted og Sunneva Guðrún Þórðardóttir fyrir verkefnið  Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík. Verkefnið deildi fyrsta sæti með verkefni frá Grunnskólanum Hofgörðum. Allir fengu viðurkenningarskjal, bol og 50.000 kr sem skiptist á milli höfunda verkefnana tveggja.

Við óskum öllum þátttakendum og verlaunahöfum til hamingju með daginn og glæsilegan árangur

Háskólalestin heimsćkir Grunnskólann á Hólmavík

| 18. maí 2014
Föstudaginn 23. maí heimsækir Háskólalestin Grunnskólann á Hólmavík. Nemendum í 5. - 10. bekk verður boðið upp á valin námskeið úr Háskóla unga fólksins. Lögð er áhersla á lifandi og skemmtilega vísindamiðlun.
Nemendur velja sér þrjú námskeið en námskeiðin sem verða í boði eru eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði, japanska og vísindaheimspeki. 
Á laugardeginum verður öllum heimamönnum boðið upp á vísindaveislu í Félgasheimilinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis

...
Meira

Vortónleikar Tónskólans

| 14. maí 2014
Í kvöld, miðvikudaginn 14. maí og annaðkvöld, fimmtudaginn 15. maí verða vortónleikar Tónskólans á Hólmavík haldnir í Hólmavíkurkirkju. Þar munu nemendur Tónskólnas koma fram og flytja afrakstur vetrarins.
Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 bæði kvöldin.

Allir eru hvattir til að koma og hlíða á undurfagra tóna nemenda.
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Júlí 2024 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir