A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tiltekt á hafnarsvæði

| 03. júní 2020
Sæl öll,

Eftir morgundaginn verður tekið til á hafnarsvæðinu sem liður í undirbúningi fyri vinnu við stálþil.  Þeir sem eiga veiðarfæri eða annað á hafnarsvæðinu eru vinsamlegast beðnir að fjarlægja það sem allra fyrst, því eftir morgundaginn verður allt óviðkonandi á hafnarsvæði fjarlægt af sveitarfélaginu, á kostnað eigenda.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Framkvæmdir á hafnarsvæði

| 29. maí 2020
Sæl öll,

Eftir helgina hefst undirbúningur vinnu við að setja niður stálþil við höfnina.  Þessu mun fylgja nokkuð rask og umferð um höfnina í sumar.   Eftir helgina verða einhverjir bátar færðir til og eins biðjum við sjómenn og aðra að fjarlægja það sem þeir kunna að eiga á hafnarsvæðinu, þannig að það verði ekki fyrir.

Við óskum eftir skilningi íbúa hvað þessar framkvæmdir varðar og hugsanleg óþægindi sem kunna að skapast.  

Kveðja og góða helgi,

Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir störf til umsóknar

| 29. maí 2020

Strandabyggð auglýsir stöður Tómstundafulltrúa og störf við Grunn-og leikskóla


Lausar stöður skólaárið  2020-2021



  • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 1. – 3. bekk. Allar almennar kennslugreinar.

  • Staða umsjónarkennara á unglingastigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 7. – 10. bekk. Allar almennar kennslugreinar.

  • Staða íþróttakennara 100%. Um er að ræða kennslu í skólaíþróttum og sundi og þjálfun íþróttagreina í samstarfi við íþróttafélagið Geislann á Hólmavík.

  • Tvær stöður leikskólakennara100%. Um er að ræða almennt starf á deild.

  • Staða stuðningsfulltrúa 100%. Um er að ræða þjálfun nemanda með sérþarfir og eftirfylgni í grunnskóla og tómstundastarfi.

...
Meira

Sumarstarf í Strandabyggð

| 28. maí 2020
Vinnumálastofnun og félagsmálaráðuneytið hafa sett af stað átak til að efla sumarvinnu námsmanna.  Átakið er unnið í samvinnu við sveitarfélögin í landinu.

Strandabyggð auglýsir mér með eftir starfsmanni til starfa á skrifstofu sveitarfélagsins, í eftirtalin verkefni:
  • Skjalavistun, greining og flokkun gagna á skrifstofu
  • Önnur tilfallandi störf á sviði upplýsingamála.
Átakið snýr að námsmönnum sem eru 18 ára á árinu og eldri. Námsmenn þurfa að vera í námi á milli anna. Það er: hafa stundað nám á vorönn og halda áfram námi að hausti. Námsmenn þurfa að skila inn staðfestingu frá skóla að viðkomandi sé námsmaður á milli anna.

Vantar þig sumarstarf?  Hafðu samband.  Umsóknarfrestur er til og með 5. júní.

Nánari upplýsingar veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri í síma 451-3510 eða 899-0020.  Umsóknum skal skilað í rafrænu formi á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fyrir  miðnætti 5. júní n.k.

Orkusalan færir gjafir

Salbjörg Engilbertsdóttir | 27. maí 2020

Í gær fengum við góða gesti frá Orkusölunni sem færðu Strandabyggð 90 birkiplöntur að gjöf og tók Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir formaður Umhverfis- og skipulagsnefndar við gjöfinni fyrir hönd sveitarfélagsins.  Þeim mun verða plantað í sumar á völdum stöðum í sveitarfélaginu undir umsjón Sigríðar Drífu Þórólfsdóttur og vinnuskólans.  Orkusölunni færum við okkar bestu þakkir fyrir gjöfina.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón