A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Verkefnastjóri brothættra byggða á Ströndum

| 14. maí 2020

Sigurður Líndal Þórisson hefur verið ráðin verkefnastjóri Vestfjarðastofu á Hólmavík.

Siguður hefur víðtæka reynslu og hefur síðustu rúmlega fjögur ár verið framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands og þar áður var hann í stjórnunarstöðu hjá risafyrirtækinu Expedia í London.  Sigurður er með mastersgráðu í stefnumótun og stjórnun listastofnana frá Birkbeck College, University of London og var í tólf ár stundakennari við sviðslistadeildir listaháskóla í London.

Sigurður kemur til starfa hjá Vestfjarðastofu í byrjun júní og mun leiða verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð auk þess að sinna öðrum verkefnum tengdum atvinnu- og byggðaþróun hjá Vestfjarðastofu, eins og kemur fram á heimasíðu Vestfjarðastofu.

Við hér á Ströndum væntum mikils af nýjum verkefnastjóra og bjóðum hann velkominn til starfa.  Sigurður verður með aðstöðu í Þróunarsetrinu á Hómavík.

Könnun á atvinnuþátttöku ungmenna

| 12. maí 2020


Vestfjarðastofa stendur fyrir örkönnun varðandi atvinnuþáttöku ungs fólks og  námsmönnum  á Vestfjörðum. Eins og nafnið gefur til kynna er könnunin  stutt og tekur aðeins örfáar mínútur að svara. Í henni er verið að leitast eftir að skoða áhuga ungs fólks á  atvinnu‏áttöku á Vestfjörðum í sumar. Við hvetjum alla sem er eru í námi og hafa hug á að leita sér að atvinnu á svæðin að svara en með ‏‏því er verið að auðvelda sveitarfélögum og fyrirtækjum á svæðinu hvaða áherslur skuli leggja þegar tekið verður þátt í sérstöku átaki ríkisstjórnar varðandi sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.

Linkinn á könnuninni er að finna hér

Gerð Strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum - almennur kynningarfundur á facebook

| 12. maí 2020
Í dag kl 15 verður að almennur kynningafundur um lýsingu á gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum og verður fundinum streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar.

Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með kynningunni. Nánari upplýsingar um fundinn verða á hafskipulag.is

Skrifstofa Strandabyggðar opnar að nýju

| 12. maí 2020

Skrifstofa Strandabyggðar er nú opin frá kl 10-14 alla virka daga, líkt og áður.  Áfram verður þó lögð sérstök áhersla á allar almennar sóttvarnir.

Sveitarstjórnarfundur í Strandabyggð nr 1303, 12. maí 2020

| 08. maí 2020

Sveitarstjórnarfundur 1303 í Strandabyggð

Fundur nr. 1303, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. maí 2020 kl 16:00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

  1. Nefndarfundir
    1. Umhverfis-       og skipulagsnefnd, 07.05.20
    2. Tómstunda-,       íþrótta- og menningarnefnd, 07.05.20
    3. Fræðslunefnd,       11.05.20
  2. Forstöðumannaskýrslur
  3. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun – beiðni um gögn vegna húsnæðisverkefnis
  4. EarthCheck     
  5. Fjórðungssamband Vestfirðinga, ársreikningur 2019
  6. Vestfjarðastofa – stjórnarfundur 25 frá 21.04.20
  7. Vestfjarðastofa – skipan í fulltrúaráð
  8. Náttúrustofa Vestfjarða – fundargerð 128 frá 08.04.20
  9. Skipulagsstofnun – beiðni um umsögn vegna strandsvæðaskipulags á Vestfjörðum
  10. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 881 frá 24.04.20
  11. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga – stjórnarfundur 882 frá 29.04.20
  12. Síminn – Fjarskiptalóð í landi Múla.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Aðalbjörg Signý Sigurvaldadóttir

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón