A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1231 í Strandabyggð

| 06. febrúar 2015
Fundur nr. 1231 í sveitarstjórn í Strandabyggð verður haldinn í þriðjudaginn 10. febrúar 2015, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:
...
Meira

Hörmungin nálgast

| 05. febrúar 2015
Febrúarmánuður er genginn í garð með allri sinni ömurð. Flestir eru búnir að taka niður jólaskrautið, sem er sorglegt, aðrir hafa ekki nennt því, sem er enn sorglegra. Vindurinn gnauðar og snjórinn kemur og fer til skiptis með tilheyrandi svellbunkum og ófærð. Það er dimmt og kalt. Þorrablótið er búið og langt er í Góu. Visareinkingar jólanna eru komnir, Lífshlaupið er byrjað og hreystikempur hoppa froskahopp í skelfilegri febrúarkeppni....
Meira

Upplýsingar frá Íþróttamiðstöð Hólmavíkur

| 23. janúar 2015
Sundlaugin er lokuð um óákveðinn tíma meðan kaldast er í veðri. Öll önnur þjónusta íþróttamiðstöðvar er opin og aðgengileg samkvæmt dagskrá, þar með talið heitir pottar. Sjá hér upplýsingar um opnunartíma Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík.

Hátíðardagskrá ársins 2015

| 22. janúar 2015
Nýtt ár er gengið í garð með öllum sínu fögru fyrirheitum. Margir eru eflaust farnir að skipuleggja árið, láta sig dreyma um ferðalög, hlakka til skemmtana og skipuleggja verkefni ársins 2015 en úr nógu er að velja.

Til að einfalda ykkur skipulagninguna tilkynnist hér með að Hörmungardagar 2015 verða haldnir í annað sinn 20.-22. febrúar og Hamingjudagar verða 10 ára 26.-28. júní næstkomandi....
Meira

Stefnumótunarfundur á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 19. janúar 2015
Nú stendur yfir vinna að stefnumótun fyrir Sóknaráætlun Vestfjarða árin 2015-2019, í samræmi við fyrirhugaðan samning milli ríkis og sveitarfélaganna um þetta efni. Búið er að halda tvo fundi, á Patreksfirði og Ísafirði, og framundan er fundur á Hólmavík sem fresta þurfti í síðustu viku. Fundurinn á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar kl. 15:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík....
Meira
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón