A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilkynning frá kjörstjórn Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2014

Kjörstjórn Strandabyggðar hefur úrskurðað neðangreinda framboðslista löglega og gilda til framboðs í kosningum til sveitarstjórnar í Strandabyggð sem fram eiga að fara í sveitarfélaginu 31. maí 2014.

Listi óháðra kjósenda
Með listabókstafinn F
Nr. á lista Nafn frambjóðanda Staða Heimilisfang
1. Haraldur V.A. Jónsson húsasmíðameistari Lækjartúni 15
2. Sigríður G. Jónsdóttir bóndi Heydalsá
3. Már Ólafsson sjómaður Lækjartúni 5
4. Hlíf Hrólfsdóttir þroskaþjálfi Miðtúni 3
5. Jón Stefánsson bóndi Broddanesi 1
6. Ragnheiður Ingimundardóttir verslunarstjóri Hrófá
7. Gunnar T. Daðason pípulagningarmaður Skólabraut 18
8. Júlíana Ágústsdóttir skrifstofumaður Vitabraut 13
9. Karl V. Jónsson verkstjóri Austurtúni 1
10. Valdemar Guðmundsson eldri borgari Austurtúni 18

Listi Strandamanna
Með listabókstafinn E
Nr. á lista Nafn frambjóðanda Staða Heimilisfang
1. Ingibjörg Benediktsdóttir háskólanemi Vitabraut 1
2. Jóhann Björn Arngrímsson svæðisstjóri Hafnarbraut 18
3. Vignir Örn Pálsson rafvirki Lækjartúni 11
4. Jóhanna G. Rósmundsdóttir stuðningsfulltrúi Austurtúni 14
5. Hlynur Þór Ragnarsson skólabílstjóri Miðtúni 13
6. Eiríkur Valdimarsson þjóðfræðingur Austurtúni 8
7. Marta Sigvaldadóttir bóndi Stað
8. Andrea Marta Vigfúsdóttir bóndi Bræðrabrekku
9. Þröstur Áskelsson verkamaður Víkurtúni 13
10. Ingibjörg H. Theodórsdóttir heilbrigðisstarfsmaður Lækjartúni 13

Listi félagshyggjufólks
Með listabókstafinn J
Nr. á lista Nafn frambjóðanda Staða Heimilisfang
1. Jón Gísli Jónsson verkamaður Kópnesbraut 21
2. Ingibjörg Emilsdóttir grunnskólakennari Borgabraut 19
3. Viðar Guðmundsson bóndi Miðhúsum
4. Ásta Þórisdóttir grunnskólakennari Borgabraut 13
5. Jóhann L. Jónsson húsasmiður Vesturtúni 2
6. Guðrún E. Þorvaldsdóttir heimaþjónusta Vitabraut 5
7. Unnsteinn Árnason bóndi Klúku
8. Ingibjörg B. Sigurðardóttir þjónustufulltrúi Lækjartúni 22
9. Ingimundur Jóhannsson vélstjóri Bröttugötu 2
10. Bryndís Sveinsdóttir skrifstofumaður Lækjartúni 19


Hólmavík 12. maí 2014
F.h. kjörstjórnar Strandabyggðar.

Guðmundur Björgvin Magnússon

Laus staða skólastjóra

Salbjörg Engilbertsdóttir | 12. maí 2014

 

Staða skólastjóra við Grunn- og tónskóla Hólmavíkur er laus til umsóknar. Um framtíðarstarf er að ræða.

Markmið og verkefni

• Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi, fjárhagsáætlunum og rekstri skólans

• Fagleg forysta

• Stuðla að framþróun skólastarfsins

• Ráðningar og mannauðsstjórnun

• Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild

 

Menntun, færni og eiginleikar

• Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.

• Skipulags- og stjórnunarfærni

• Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti

• Frumkvæði og styrkur í ákvarðanatöku

• Hvetjandi og góð fyrirmynd

 

Leitað er eftir sterkum einstaklingi sem er tilbúinn í að leggja sitt af mörkum til að viðhalda og byggja áfram upp öflugt skólasamfélag þar sem hver einstaklingur fær notið sín.

Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson thorir@hagvangur.is s. 520-4700
Umsóknarfrestur er til og með 19. maí nk. 
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Í Strandabyggð búa rúmlega 500 íbúar og er Hólmavík þéttbýlisstaðurinn. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og skólastarf öflugt. Í Strandabyggð er blómlegt tómstunda-, íþrótta- og menningarlíf. Félagsstarf í sveitarfélaginu er fjölbreytt og þar er hugað að því að sem flestir aldurshópar fái notið sín til fullnustu. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar og menningarlíf er kraftmikið og fjörugt allt árið um kring.


Nánari upplýsingar um Strandabyggð er að finna á vefsíðunni www.strandabyggd.is.



Sundlaugin opin

| 07. maí 2014

Nú er búið að opna sundlaugina og er hún orðin volg og notaleg. Gleðin yfir þessu var mikil í blíðskaparveðrinu í gær en fjöldi fólks lagði leið sína í Sundlaugina á Hólmavík til að njóta veðurblíðunnar og leika sér í lauginni eftir langa bið. Gleði gærdagsins leynir sér ekki á meðfylgjandi mynd og ekki er ólíklegt að dagurinn í dag bjóði upp á svipaða stemmningu, enda sól og blíða.

Hjólað í vinnuna

| 06. maí 2014
Keppnin Hjólað í vinnuna er að hefjast og það strax á morgun!

Strandabyggð hvetur íbúa og vinnustaði til að taka virkan þátt í þessari skemmtilegu og gefandi keppni.

Keppnin snýst um að nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu og á milli á vinnutíma. Það er því ekki skylda að hjóla heldur er í góðu lagi að ganga, hlaupa, línuskauta, handahlaupa, ferðast á hjólabretti eða hvaðeina.

Munið að vera með hjálm ef þið notið sjálfknúið farartæki. Hjálmurinn er mjög mikilvægt öryggistæki jafnt fyrir börn og fullorðna og ekki síður dýrmætt að vera til fyrirmyndar hvað notkun öryggisbúnaðar varðar.

 

Svona keppnir eru frábærar fyrir eigin heilsu, starfsandann og umhverfið svo að sjálfsögðu erum við öll með og gerum hvað við getum. Skráningin er einföld og fer fram á www.hjoladivinnuna.is.

 

Fundur ungmennaráðs og sveitarstjórnar

| 06. maí 2014
Í gær, mánudaginn 5. maí, áttu sveitastjórn og ungmennaráð Strandabyggðar sinn fyrsta fund. Ungmennaráð var sett á laggirnar í Strandabyggð fyrir rúmu ári síðan og hefur síðan unnið ötult starf sem málsvari ungs fólks í stjórnsýslunni og meðal annars komið á fót ungmennahúsi í Strandabyggð.

Meginniðurstaða fundarins var gagnkvæm ánægja með störf og samvinnu ungmennaráðs og sveitastjórnar. Helsta niðursta fundarins var sú að ungmennaráðinu ætti að gefa aukna möguleika til áhrifa í samfélaginu með tíðari fundum og fleiri sameiginlegum fundum með sveitarstjórn, í það minnsta einn að hausti og annan að vori. Fundargerð fundarins verður aðeingengileg á vefsíðu Strandabyggðar fljótlega.
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón