Salbjörg Engilbertsdóttir | 25. nóvember 2014
Bára Örk og Sunneva voru hugmyndasmiðir að hátíðinni ásamt Ísak Leví
Lesið upp úr Auðbók sem ekki er lengur auð bók
Sunnudaginn 23. nóvember lauk Bókavík, bókmennta- og ljóðaviku á Hólmavík. Henni lauk með verðlaunaafhendingu á Kaffi Galdri, þar sem sigurvegarar ljóða- og smásagnasamkeppninnar tóku við verðlaunum sínum og verk þeirra voru lesin.
Sigurvegarar urðu í barnaflokki Tinna Kjartansdóttir, unglingaflokki Halldór Kári Þórðarson og í fullorðinsflokki Þorbjörg Matthíasdóttir. Þeim öllum óskum við innilega til hamingju með glæstan árangur. Sigurverkin verða birt á vef Strandabyggðar innan tíðar. Samhliða verðlaunaafhendingunni fór einnig fram útgáfuhóf Rúnar, galdrakvers sem Galdrasýningin hefur gefið út....
Meira