A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Baskasetur kynning í Djúpavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. ágúst 2023

Kynningarviðburður Baskaseturs í Djúpavík fór fram í frábæru veðri miðvikudaginn 23. ágúst. Grunnskólanemar frá Hólmavík og Drangsnesi undir leiðsögn Ástu Þórisdóttur sáu um uppsetningu á verkstæði í gerð hljóðfæra úr rusli og léku svo á hljóðfærin sem voru gerð á staðnum við samspil tveggja hljómsveita frá Baskahéruðum Frakklands, HABIA tríósins og Txalaparta dúósins.

Þessar tvær hljómsveitir voru svo með tónleika bæði í verksmiðjubyggingunni og í síldartanki þar sem hljómburðurinn er í hæstu gæðum. Ólafur J. Engilbertsson, Héðinn Ásbjörnsson og Þórarinn Blöndal kynntu Baskasetur. Mikel Leoz og Enara Novillo frá Albaola á Spáni sögðu frá Albaola fornbátasafninu og kynntu aðkomu Albaola að verkefninu við að  leiðbeina íslenskum bátasmiðum við að smíða baskneskan léttabát, "txalupa". Denis Laborde frá Haizebegi hátíðinni í Bayonne flutti erindi um baskneska tónlist. Catherine Chambers og Alexandra Tyas sögðu frá hlut Háskólans á Vestfjörðum í baskneska verkefninu sem tengist fræðslu um strandmenningu og umhverfisvitund. Elfar Logi Hannesson leiklas hluta úr leikriti eftir Tapio Koivukari um Ariasman sem verður frumflutt í heild sinni á Baskasetri síðar. Baskasetur er samstarfsverkefni Baskavinafélagsins, Háskólaseturs Vestfjarða, Albaola á Spáni, Haizebegi í Frakklandi og Hótels Djúpavíkur sem hýsir væntanlegt Baskasetur.

Verkefnið nýtur styrks frá Creative Europe, Brothættum byggðum á vegum Byggðastofnunar og Fjórðungssambandi Vestfirðinga.

Brjóstamiðstöð Landspítalans er með brjóstaskimun í samstarfi við Heilsugæsluna á Hólmavík 6. September/6 września

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. ágúst 2023

Brjóstamiðstöð Landspítala verður í samstarfi við Heilsugæsluna á ferð um landið haustið 2023 með brjóstaskimun. Lögð er rík áhersla á að konur nýti sér þessa þjónustu, sjá leiðbeiningar um bókun hér að neðan.

  • Með brjóstaskimun er hægt að greina brjóstakrabbamein á byrjunarstigi og draga þannig verulega úr dánartíðni vegna sjúkdómsins.
  • Áhersla er lögð á að konur nýti sér þjónustuna sem er að jafnaði í boði á hverjum stað árlega eða á tveggja ára fresti.
  • Bókun á krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is eða í síma 513 6700 kl. 8:30–12:00 virka daga.

Engish

Landspítali's Breast Care Centre will, in collaboration with the Health Care Centre, tour the country in the fall of 2023, offering breast cancer screenings. Women are encouraged to take advantage of this service, see information on booking appointments below.

  • Breast cancer screenings can detect breast cancer at an early stage and thus significantly reduce the death rate from the disease.
  • Women are encouraged to take advantage of the services, which are generally available at each location annually or every two years.
  • Book an appointment at krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is or by phone 513 6700 at 8:30–12:00 on weekdays.

Polska

Centrum Leczenia Chorób Piersi Szpitala Krajowego we współpracy z poradniami opieki zdrowotnej będzie objeżdżało kraj jesienią 2023 roku, prowadząc przesiewowe badania raka piersi. Jest bardzo istotne, by kobiety miały dostęp do tej usługi i korzystały z niej. Informacje dotyczące umawiania wizyt znajdują się poniżej.

  • Dzięki przesiewowym badaniom piersi można zdiagnozować raka piersi w początkowym stadium i znacząco zmniejszyć liczbę zgonów z powodu tej choroby.
  • Istotne jest, by kobiety skorzystały z usług, które standardowo dostępne są na miejscu raz w roku lub co dwa lata.
  • Umawianie wizyt odbywa się pod adresem krabbameinsskimun@heilsugaeslan.is lub pod numerem telefonu 513 6700 w godzinach 8:30–12:00 w dni robocze.

Brjóstamiðstöð Landspítala á vefnum/Landspítali’s Breast Care Centre online/Strona internetowa Centrum Leczenia Chorób Piersi Szpitala Krajowego:
https://www.landspitali.is/sjuklingar-adstandendur/deildir-og-thjonusta/brjostamidstod-landspitala/

Fjallskilaseðill 2023

Þorgeir Pálsson | 24. ágúst 2023
Fjallskilaseðill 2023 er tilbúinn og má finna hann hér.

Hann hefur verið í vinnslu síðan í vor þegar frumdrög að dagsetningum voru lögð fyrir bændur á samráðsfundi í vor.   Atvinnu,- dreifbýlis- og hafnarnefnd fjallaði einnig um seðilinn.  Var það mál manna að rétt væri að einfalda ferlið og fá leitarstjóra og bændur almennt meira að frágangi seðilsins.  Lokadrög voru lögð fyrir bændur í byrjun júlí og bárust tvær ábendingar í kjölfar þess.  Hér er um endanlegt eintak að ræða.

Við óskum bændum og öllum hlutaðeigandi góðs gengis í komandi leitum.

kveðja
Þorgeir Pálsson
Oddviti

Lokað fyrir vatn í kvöld

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. ágúst 2023
Íbúar úti í hverfi takið eftir,vatnið verður tekið af uppúr kl. 21 í kvöld,þriðjudag vegna vinnu í Lækjartúni,ekki er um langa stund að ræða.
Starfsmenn Áhaldahúss

Starfsmaður óskast til að hafa umsjón með atvinnu með stuðningi á Hólmavík

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 18. ágúst 2023
Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps óskar eftir að ráða starfsmann í fullt starf til að hafa umsjón með atvinnuúrræðinu „Atvinna með stuðningi“ á Hólmavík, starfstíminn er frá september 2023 til 31. maí 2024.
Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst 2023.
Umsóknir sendist til Soffíu Guðmundsdóttur, félagsmálastjóra, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.
Upplýsingar veitir Soffía í síma 451-3510, fyrirspurnir má einnig senda á netfangið felagsmalastjori@strandabyggd.is
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón