A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Mötuneyti

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 06. október 2023

Gengið hefur verið frá samningum um mötuneyti fyrir leik- og grunnskóla. Raimonda Serekaite-Kiziria og Sigrún María Kolbeinsdóttir hafa tekið að sér umsjón mötuneytisins að minnsta kosti fram í desember.
Raimonda og Sigrún María eru starfmenn sameinaðs leik-, grunn- og tónskóla á Hólmavík og hafa séð um matseld fyrir skólann frá því í byrjun september sl. Það er ánægjulegt að nú sé framhald á því starfi tryggt.  
Eldað verður í eldhúsi félagsheimilis og matur bæði borinn fram þar fyrir nemendur og starfsfólk grunnskóla og sendur í leikskóla fyrir börn og starfsfólk þar.

Auglýst hefur verið 62,5% starf við aðstoð í mötuneyti leikskólans og er umsóknarfrestur um það starf til hádegis 13. október nk.

Viðvera fulltrúa sýslumanns

| 04. október 2023


Skúli Hakim Thoroddsen staðgengill sýslumannsins á Vestfjörðum verður til viðtals á sýsluskrifstofunni á Hólmavík mánudaginn 9. október n.k.

Jákvæðar fréttir af grunnskóla og leikskólalóð

Þorgeir Pálsson | 15. september 2023

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er ánægjuefni að upplýsa ykkur um stöðu mála varðandi uppbyggingu grunnskólans (yngri hluta) og eins leikskólalóðarinnar.

Grunnskólinn

Fyrirtækið Litli klettur vinnur nú að frágangi drenlagna við grunnskólann og er sú vinna vel á veg komin.  Það er mikilvægt að vanda til þessa verks og koma í veg fyrir allar mögulegar rakaskemmdir á veggjum.  Um mánaðarmótin eða fljótlega í október, er búist við nýjum gluggum og hurðum og verður það mikill áfangi.  Eins verða nokkrir gluggar síkkaðir.  Vinnuaðstaða kennara verður allt önnur þegar þessi breyting er afstaðin.  Þá verða settar nýjar flóttaleiðir samkvæmt gildandi stöðlum

Búið er að staðfesta tilboð í gólfdúka, loftdúka, fellihurðir sem skipta kennslurýminu í einingar og eins er unnið að verklýsingu varðandi raflagnir og ný ljós í loftið.  Þá er komið tilboð frá í húsgögn og stóla og eins liggur fyrir tilboð varðandi málun á innra rými skólans.  Þessi tilboð verða staðfest á næstu dögum.

Eins og fram hefur komið, miðast allar þessar framkvæmdir við yngri hluta grunnskólans.  Hins vegar ætlum við að nýta tvö herbergi og salernisaðstöðu í anddyri eldri hlutans.  Þar verður skólastjóri með sína aðstöðu og hin skrifstofan verður nýtt fyrir sérkennslu.  Búið er að mála þessi herbergi og næst verður rýmið teppalagt og ofnar settir upp.  Þessi herbergi verða tekin í notkun á næstu dögum.  Allt er þetta unnið í samráði við EFLU og VERKÍS, sem sinnir verkefnastjórnun fyrir okkur.

Það má því segja að lokakafli þessarar uppbyggingar yngri hlutans sé að hefjast, þ.e. innandyra, en eftir er að lagfæra þakkantinn og þakið sjálft.  Það er auðvitað grundvallaratriði að varna því að vatn komist inn.

Leikskólinn

Endurgerð leikskólalóðarinnar hefur verið okkur verulegt áhyggjuefni, þar sem ekki fékkst verktaki í þá vinnu lengi vel.  Það kom síðan í ljós í lok ágúst mánaðar, að Litli klettur hefur reynslu á þessu sviði og þeir sýndu strax áhuga á að taka þetta verkefni að sér.  Nú hefur meirihluti sveitarstjórnar samþykkt að ganga til samninga við Litla Klett um framkvæmd þessa verkefnis í heild sinni, en að byrja nú á haustmánuðum á jarðvegs- og steypuvinnu, sem rúmast innan fjárhagsáætlunar 2023. 


Það þarf ekki að lýsa því hversu mikið gleðiefni og hagsmunamál þetta er fyrir okkar samfélag, sérstaklega börn og barnafjölskyldur. Loksins sjáum við upphaf framkvæmda sem munu skila okkur endurgerðri leikskólalóð, sem verður í takt við áherslur leikskólabarna, kennara, foreldra, starfsmanna sveitarfélagsins og sveitarstjórnar, en allir þessir aðilar komu að hugmyndavinnunni.  Landmótun hefur síðan útfært þessar hugmyndir.

Það er því full ástæða fyrir okkur að vera bjartsýn og jákvæð því þessi mál eru í góðum farvegi.

Kveðja og góða helgi,

Þorgeir Pálsson

Oddviti

Sveitarstjórnarfundur 1350 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. september 2023

Fundur nr. 1350 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. september kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Viðauki III við fjárhagsáætlun 2023 – til afgreiðslu
  2. Fjárhagsáætlun 2024-2027, skipulag – til afgreiðslu
  3. Breyting á fyrirkomulagi skólamötuneytis – til afgreiðslu
  4. Staða í framkvæmdum við grunnskóla ásamt aðaluppdrætti– til afgreiðslu
  5. Endurgerð leikskólalóðar – til afgreiðslu
  6. Erindi frá slökkviliðsstjóra, ósk um aukið fjárframlag til slökkviliðs – til afgreiðslu
  7. Erindi frá Steinunni Magney Eysteinsdóttur f. hönd foreldra varðandi flutning Lillaróló – til afgreiðslu
  8. Sameiningarviðræður – til afgreiðslu
  9. Sterkar Strandir, umsókn um áframhald – til afgreiðslu
  10. Breytingar á nefndarskipan – til afgreiðslu
  11. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. september 2023 – til afgreiðslu
  12. Minnisblað frá Orkubúi Vestfjarða v. hleðsluinnviða 6.september 2023 – til afgreiðslu
  13. Hornsteinar, ársreikningur ásamt fundargerð aðalfundar 14. ágúst 2023 – til kynningar
  14. Erindi frá Óbyggðanefnd um niðurstöður þjóðlendumála í Ísafjarðarsýslum – til kynningar
  15. Skipulagsstofnun, álit um matsáætlun Kvíslatunguvirkjunar – til kynningar
  16. Erindi frá Samkeppniseftirliti, rannsókn á alvarlegu samráði á flutningamarkaði – til kynningar
  17. Forstöðumannaskýrslur – til kynningar
  18. Vinnuskýrsla sveitarstjóra í ágúst– til kynningar og umræðu
  19. Fjórðungsþing nr. 68 haldið í Bolungarvík 6.-7. október 2023 – til kynningar
  20. Innviðaráðuneytið, hvatning um mótun málstefnu 5.september 2023
  21. Stjórn Hafnasambands Íslands fundargerð nr. 454 frá 18. ágúst 2023 –til kynningar
  22. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fundargerð nr. 144 frá 7. september 2023 ásamt fjárhagsáætlun 2024 og drögum að gjaldskrá – til kynningar

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

 

Þorgeir Pálsson

Jón Sigmundsson

Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir

Matthías Sævar Lýðsson

Hlíf Hrólfsdóttir

 

Stefnt er á að streyma fundinum á youtube síðu Strandabyggðar https://www.youtube.com/channel/UCeIjqjE2w2-V0IMQ9ZxplvA

 

Strandabyggð  8. september 2023

 

Þorgeir Pálsson oddviti

Framkvæmdir við grunnskólann

Þorgeir Pálsson | 07. september 2023
Kæru foreldrar grunnskólanema og aðrir íbúar Strandabyggðar,

Nú standa yfir verulegar framkvæmdir við grunnskólann, þar sem verið er að leggja drendúk og ganga frá rörum ofl, og þessu fylgir talsvert jarðrask.

Við viljum beina því til foreldra að tala við börnin sín um hættuna sem getur skapast af þessu og hvetja þau til að leika sér bara á skólalóðinni, sem lengst frá djúpum skurðum og holum.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón