Baráttudagur gegn einelti í næstu viku
| 02. nóvember 2012
Fimmtudagurinn 8. nóvember nk. er baráttudagur gegn einelti hér á landi. Þá er þjóðin hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu; samtök og vinnustaðir eru hvattir til að beina sjónum að jákvæðum samskiptum, jákvæðum skólabrag og góðum starfsanda. Í tengslum við daginn eru sem allra flestir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti sem er aðgengilegur á heimasíðunni gegneinelti.is. Grunnskólinn á Hólmavík hefur þegar ákveðið að taka þátt í deginum með áberandi hætti sem nánar verður skýrt frá í næstu viku. Strandabyggð hvetur fyrirtæki, samtök og stofnanir í sveitarfélaginu til að taka virkan þátt í deginum....
Meira
Meira