A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir eftir Aðalbókara

| 12. desember 2023

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum auglýsir laust til umsóknar starf aðalbókara við embættið. Starfshlutfall er 60-100% eftir nánara samkomulagi um hvort öðrum verkefnum verði sinnt jafnhliða bókarastarfi.
Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst.
Æskileg starfsstöð er á skrifstofu embættisins á Patreksfirði en einnig má sinna starfinu á skrifstofu embættisins á Hólmavík eða Ísafirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Umsjón, eftirlit og ábyrgð á bókhaldi embættisins og afstemmingum
• Annast mánaðarlegt uppgjör
• Gerð rekstraráætlana
• Innra eftirlit.
• Aðstoð við stjórnendur og starfsmenn
• Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur

• Góð almenn menntun og íslenskukunnátta
• Reynsla af bókhaldsstörfum æskileg
• Einhver þekking og reynsla af reikningshaldi og áætlanagerð
• Þekking og kunnátta á helstu tölvukerfi
• Reynsla og þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
• Jákvætt viðmót, góð samskiptahæfni og þjónustulund
• Nákvæmni, frumkvæði, ábyrgðartilfinning, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð

 

 

Umsóknarfrestur er til og með 19. desember nk.

 

Nánari upplýsingar Aðalbókari hjá Sýslumanninum á Vestfjörðum | Ísland.is (island.is)
Umsóknir skulu sendar í tölvupósti til:

Jónas B. Guðmundsson, sýslumaður, netfang jg@syslumenn.is, s. 458 2400 og
Helga Dóra Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri, netfang hdk@syslumenn.is, s. 458 2400,
sem jafnframt veita nánari upplýsingar um starfið.

 

 

 

Sveitarstjórnarfundur 1353 í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. desember 2023
Fundur nr. 1353 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 12. desember
kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:

1. Fjárhagsáætlun 2024-2027, seinni umræða
2. Erindi frá skólastjóra og deildarstjóra leikskóla vegna gjaldskráar
3. Gjaldskrár Strandabyggðar 2024
4. Beiðni frá BS vest v. lokauppgjörs frá 23. nóvember 2023
5. Viðauki V við fjárhagsáætlun 2023
6. Velferðarþjónusta Vestfjarða viðauki II, seinni umræða
7. Strandanefnd tilkynning frá forsetisráðuneyti og skipan fulltrúa Strandabyggðar
8. Umsókn um launað námsleyfi Kristín Anna Oddsdóttir
9. Úthlutun Byggðakvóta 2023-2024
10. Erindi frá T-lista vegna stöðu á útgáfu bókarinnar Strandir I
11. Styrkveitingar 2023, erindi frá T-lista
12. Erindi frá fyrri sveitarstjórn frá 29. nóvember 2023; Fyrirspurn um sáttaboð...
Meira

Strandabyggð auglýsir eftir rafverktaka

Þorgeir Pálsson | 08. desember 2023

Strandabyggð óskar eftir tilboðum í vinnu rafvirkja.

 

Óskað er eftir tilboði í allt að 700 klst vinnu við raflagnavinnu, uppsetningu ljósabúnaðar í Grunnskólanum á Hólmavík, ásamt frágangsvinnu.  Um er að ræða dúkaloft sem rafvirki að taka mið af við uppsetningu ljósabúnaðar.

 

Verkkaupi sér um gistingu og fæði fyrir verktaka.

 

Allar frekari upplýsingar veitir Jóhann Birkir Helgason hjá VERKÍS á Ísafirði á netfangið jbh@verkis.is  eða í síma 422-8934.

 

VERKÍS mun taka við tilboðum, meta þau og leggja fyrir fulltrúa Strandabyggðar. Frestur til að skila inn tilboðum er til og með 15. desember n.k. og skal senda tilboð á jbh@verkis.is

Dekkjavörn í kirkjuhvamminum

Þorgeir Pálsson | 06. desember 2023
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Nú eru krakkarnir okkar farnir að renna sér á sleðum og snjóþotum í hvamminum fyrir neðan kirkjuna. Í góðu færi getur það gerst að þau renni út á götuna, sem er augljóslega mjög hættulegt.  Við höfum biðlað til skólastjórnenda um umsjónarkennara að brýna fyrir börnunum að passa sig og fara aldrei út á götuna.  Eins sendum við sömu skilaboð til foreldrafélagsins.  Við þurfum öll að tala um þetta við börninn okkar.

En slys geta engu að síður gerst og því hafa starfsmenn áhaldahúss tínt til dekk og gert varnarvegg fyrir neðan mestu brekkuna.  Sjáum hvernig þetta virkar, en umfram allt, ræðum hættuna við börnin þannig að þau passi sig.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Hvar á Lillaróló að vera?

Þorgeir Pálsson | 05. desember 2023
Kæri íbúar Strandabyggðar,

Eins og fram hefur komið, stendur til að byggja raðhús á reitnum þar sem Lillaróló er núna.  Það þarf því að færa róluvöllinn og vonandi verður hægt að nýta flest þeirra leiktækja sem þar eru.  En, hvert á róluvöllurinn að fara?   Rætt hefur verið um tvær staðsetningar;  annars vegar á túninu við veitingaskála Krambúðarinnar og hins vegar við ærslabelginn eða á því svæði.  

Við viljum fá tillögur íbúa hvað nýja staðsetningu varðar og því köllum við eftir ábendingum og hugmyndum.  Hægt er að senda inn hugmyndir á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is fram til loka dags 11. desember. n.k.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón