A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Áramót, brenna og flugeldasýning

Salbjörg Engilbertsdóttir | 29. desember 2021

Vegna ástandsins í þjóðfélaginu v. Covid 19 og tilmæla lögreglunnar á Vestfjörðum hefur áramótabrennu sem halda átti á Skeljavíkurgrundum verið frestað til betri tíma. 

Björgunarsveitin Dagrenning mun engu að síður halda flugeldasýningu á gamlárskvöld en skotið verður upp frá Hólmavíkurhöfn kl. 18.00. Athugið breytta tímasetningu og staðsetningu!

Við hvetjum íbúa til að fara varlega og gæta smitvarna og njóta samvista með sínu fólki eins og kostur er og innan gildandi takmarkana.  Við hvetjum alla til að styrkja okkar frábæru björgunarsveit með kaupum á flugeldum, rótarskotum eða með innleggi á bankareiknig 1161-26-290 550382-0249.

Sendum ykkur öllum hugheilar óskir um gleðilegt nýtt ár og þökkum samskiptin á árinu sem er að líða.

Samþykktar reglur hjá Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. desember 2021

Á fundi sveitarstjórnar nr. 1326 sem haldinn var 14. desember sl. voru lagðar fram til samþykktar innkaupareglur, launastefna og reglur um framlagningu viðauka hjá sveitarfélaginu. Reglur þessar eru álíka og hjá öðrum sveitarfélögum og skv. lagaumhverfi hins opinbera.

Launastefna
er hluti af starfsmannastefnu og leið í átt að jafnlaunavottun sveitarfélagsins.

Til að fylgja lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 voru samþykktar innkaupareglur Strandabyggðar sem finna má hér

Reglur um framlagningu viðauka við fjárhagsáætlun er hægt að sjá hér. Reikningsskila- og upplýsinganefnd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leggur til að sveitarfélög samþykki verklagsreglur sem eiga að vera grunnur að verklagi sveitarfélags við gerð viðauka og auðvelda sveitarstjórnum að setja skýrar reglur um einstakar ákvarðanir.

Endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar – myndbandskynning skipulagslýsingar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 20. desember 2021

 

Skipulagslýsing fyrir endurskoðun aðalskipulags Strandabyggðar er nú til kynningar og umsagnar í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.


Strandabyggð áætlaði að halda íbúafund í tengslum við lýsinguna en vegna heimsfaraldurs COVID-19 og staðfestra tilfella sem greinst hafa í sveitarfélaginu að undanförnu var ákveðið að falla frá þeim áformum.


Áhugasamir geta hins vegar kynnt sér skipulagslýsinguna og helstu viðgangsefni hennar í stuttu myndbandi sem skipulagsráðgjafar hjá Landmótun hafa útbúið og pdf skjali hér.


Strandabyggð stefnir að því að halda íbúafund í byrjun næsta árs.

Jólakveðjur úr Strandabyggð

| 20. desember 2021

Endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar-skipulagslýsing

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. desember 2021


Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar 14. desember 2021 var lögð fram og samþykkt til kynningar skipulagslýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Strandabyggðar 2010-2022. Í skipulagslýsingunni er m.a. gerð grein fyrir tildrögum og tilgangi endurskoðunar aðalskipulagsáætlunarinnar, helstu viðfangsefnum, forsendum, stöðu og gildandi stefnu, samráði, tímaáætlun skipulagsferlis og umhverfismati áætlunar.

Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er lýsingin kynnt fyrir hagsmunaaðilum og tækifæri gefið á að skila inn umsögnum eða athugasemdum.

Skipulagslýsingin verður til sýnis á skrifstofu Strandabyggðar að Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík og á heimasíðu sveitarfélagsins www.strandabyggd.is, frá 16. desember 2021 til 14. janúar 2022 þegar athugasemdafrestur rennur út.  Slóðin á skipulagslýsinguna er hér og útskýringar í myndbandi má sjá hér.

Athugasemdum ber að skila til skrifstofu Strandabyggðar eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa skipulag@dalir.is merkt „Endurskoðun Aðalskipulags Strandabyggðar“.

Hólmavík 14. desember 2021.
Þórður Már Sigfússon,
skipulagsfulltrúi.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón