A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dýralæknir kemur ekki til Hólmavíkur í dag

| 18. nóvember 2021

 

Vegna smita á covid-19 hefur verið ákveðið að Daníel komi ekki til Hólmavíkur í dag, fimmtudaginn 18. nóvember til að sinna hreinsun á hundum og köttum.
Lyfin verða send með pósti í ár og ef einhverjar breytingar eru á skráningarupplýsingum er velkomið að senda upplýsingar á netfangið dannidyralaeknir@gmail.com eða á strandabyggd@strandabyggd.is

Ályktun frá stjórn foreldrafélags leik- og grunnskóla Hólmavíkur

| 18. nóvember 2021
Stjórn foreldrafélags leik- og grunnskóla Hólmavíkur hefur óskað eftir því að ályktun þeirra sem tekin var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar verði birt á vef sveitarfélagsins. Hún er svohljóðandi:

"Ályktun stjórnar foreldrafélags leik- og grunnskóla Hólmavíkur.

Stjórn foreldrafélagsins lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun sveitarstjórnar að skera niður tónlistarkennslu í grunn- og leikskóla Hólmavíkur....
Meira

Lokað verður fyrir vatnið miðvikudaginn 17. nóvember, klukkan 20:00

| 15. nóvember 2021


Kæru íbúar!
Vegna framkvæmda við nýjan brunahana við grunnskólann verður lokað fyrir vatnið miðvikudaginn 17. nóvember frá kl 20:00, áætlað er að framkvæmdin taki allt að þrjár klukkustundir.
Þetta á við um öll hús innan við Sýslumannshalla eða frá Hafnarbraut 1.
Biðjumst við velvirðingar á því ónæði sem þetta kann að valda.
Starfsmenn áhaldahúss.

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 15. nóvember 2021

 
 

Auglýsing um styrki vegna námskostnaðar eða

verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks.

 
Byggðasamlag Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks vekur athygli á rétti fólks til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 37/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Byggðasamlaginu er heimilt að veita styrk til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda telst námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Einnig er heimilt að veita þeim sem eru 18 ára og eldri styrk til verkfæra og tækjakaupa í sambandi við heimavinnu eða sjálfstæða starfsemi, enda teljist starfsemin hafa gildi sem félagsleg hæfing eða endurhæfing sem miði að því að auðvelda fötluðu fólki að skapa sér atvinnu.
Umsóknafrestur er til 11. desember 2021 og skulu umsóknir berast til félagsþjónustu lögheimilisveitarfélags, umsóknaeyðublöð og reglur um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa eru að finna hjá viðkomandi félagsþjónustu eða inn á heimasíður BsVest bsvest.is.
 
• Félagsþjónusta Bolungarvíkur, Aðalstræti 12, 415 Bolungarvík, sími 450-7000/ 450-5900 www.bolungarvik.is
• Velferðarsvið Ísafjarðarbæjar, Hafnarstræti 1, 400 Ísafjörður, sími 450-8000 https://www.isafjordur.is/www.sudavik.is
• Félagsþjónusta Stranda og Reykhólahrepps, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík, sími 451-3510/ 434-7880. www.strandabyggd.is / www.reykholar.is
• Félagsþjónusta Vestur- Barðastrandarsýslu, Aðalstræti 75, 450 Patreksfjörður, sími 450 – 2300/ 456-2539 www.vesturbyggd.is / www.talknafjordur.is
 
 
 

Covid 19 - Förum varlega og höldum ró okkar

| 15. nóvember 2021
Leiðbeiningar og upplýsingar má finna á Covid.is
Leiðbeiningar og upplýsingar má finna á Covid.is

Greinst hefur Covid-smit á Hólmavík og sóttkví og smitgát eru staðreynd hjá nokkrum íbúum sveitarfélagsins. Strandabyggð vill hvetja fólk til að fara að öllu með gát og sinna persónulegum sóttvörnum. Jafnframt er mikilvægt að við höldum ró okkar og ræðum við yngri kynslóðina og úrskýrum málin. Enn er ekki ljóst hvort smit sé útbreitt, en sýnatökur eru í gangi í dag. Unnið er í samráði við sóttvarnayfirvöld á landsvísu og rakningateymið er að störfum. 


Helstu ráðin til íbúa eru að muna eftir handþvotti, sprittnotkun og að halda fjarlægð við aðra. Notum grímu þar sem ekki er hægt að virða nándarmörk. Pössum að þrífa algenga snertifleti og ef við þurfum að hósta, gerum það í olnbogabót eða einnota klút/pappír.

Ef fólk finnur fyrir einkennum eða hefur grun um smit, er mjög mikilvægt að hringja eða hafa samband, en ekki mæta á heilsugæslustöðina. Hægt er að hafa samband við heilsugæsluna á Hólmavík (sími: 432-1400), Læknavaktina (sími: 1700) eða á netspjalli Heilsuveru, jafnvel þó viðkomandi sé bólusettur. 

Einkenni geta verið: Hósti, hiti, hálssærindi, kvefeinkenni, andþyngsli, bein- og vöðvaverkir, þreyta, kviðverkir, niðurgangur, uppköst, skyndilegt tap á lyktar- og bragðskyni, höfuðverkur.

Ítrekað er að það má alls ekki fara í eigin persónu á heilsugæslustöð eða inn á aðrar heilbrigðisstofnanir ef þú ert með einkenni, fyrst á að hringja og fá ráð


Ef þig grunar að einhver í þínu nærumhverfi hafi smitast: 
Gættu þess að eiga ekki í nánu samneyti við viðkomandi og ráðlegðu viðkomandi að hafa samband við heilsugæslu, fara í sýnatöku og einangra sig þar til neikvæð niðurstaða fæst.


Upplýsingasíða Embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er á slóðinni: www.covid.is Þar má m.a. finna gagnlegar upplýsingar um sýnatöku, sóttkví, smitgát, einangrun, einkenni og almenna líðan.

Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón