A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Reglur um snjómokstur og hálkueyðingu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2022
Á fundi sveitarstjórnar í janúar voru samþykktar Reglur um snjómokstur og hálkueyðingu en um er að ræða breytingar á reglum fyrra árs.  Nú í tíð fannfergis og ótryggs veðurs er mikilvægt að íbúar kynni sér reglurnar sem finna má hér og á vef sveitarfélagsins undir stjórnsýsla og reglur og samþykktir.

Húsnæðisáætlun Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 10. febrúar 2022


Á fundi sveitarstjórnar í janúar var lögð fyrir til samþykktar Húsnæðisáætlun Strandabyggðar. Hlutverk húsnæðisáætlana er að draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig, greina framboð og eftirspurn eftir margvíslegum húsnæðisformum og setja fram áætlun um hvernig sveitarfélagið ætlar að mæta húsnæðisþörf heimila, bæði til skemmri og lengri tíma. Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna. 

Eitt af hlutverkum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er að halda utan um og aðstoða sveitarfélögin við gerð húsnæðisáætlana. Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga verða stafrænar og á stöðluðu formi frá og með árinu 2022. Hér má sjá húsnæðisáætlun Strandabyggðar.  

 

 

 




Hamingjudagar 2022

Salbjörg Engilbertsdóttir | 09. febrúar 2022

Hugmyndin um hátíðarbæinn Hólmavík hefur gengið glimrandi s.l. ár en hátíðir hafa verið haldnar nánast mánaðarlega þrátt fyrir allskonar takmarkanir. Hamingudagar voru haldnir í júní 2021 og margir gestir heimsóttu okkur og skemmtu sér hið besta.  Bókavík var haldin í haust, Hrekkjavaka var á sínum stað og ný nýverið var haldin janúarhátíðin Vetrarsól.

Arnkatla, sem eru félagasamtök listamanna í Strandabyggð og nágrenni munu síðan sjá um Hörmungardaga í lok febrúar.  Á Hörmungardögum er vettvangur til að veita hinum ýmsu hörmungum athygli, hvort heldur sem er að styðja og styrkja þá sem verða fyrir hörmungum eða einfaldlega til að borða hörmulegan mat eða hlusta á ömurleg lög, eins má ausa úr sér yfir ömurð og leiðindum.

Þegar sumrar munum við halda Hamingjudaga eins og áður og verður hátíðin haldin 24.-26. júní. Við kynnum það þegar nær dregur en íbúar, sumarbústaðafólkið okkar, fyrirtæki, félagasamtök,gestir og aðrir áhugasamir mega endilega senda okkur hugmyndir og tillögur um atriði á hátíðnni.  

Hrafnhildur Skúladóttir íþrótta- og tómstundafulltrúi hrafnhildursk@strandabyggd.is
Salbjörg Engilbertsdóttir skrifstofustjóri og afskiftafulltrúi salbjorg@strandabyggd.is

Sveitarstjórnarfundur nr. 1328

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. febrúar 2022


Fundur nr. 1328 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8.febrúar 2022 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.

Fundardagskrá er svohljóðandi:


1. Framlenging styrktarsamninga frá félagasamtökum í Strandabyggð.
2. Gjaldskrá Hólmavíkurhafnar.
3. Þjónustusamningur við Café Riis frá 1.janúar 2022.
4. Þjónustusamningur við Ásgarði ehf. um fræðslustjórn.
5. Drög að þjónustusamningi við Sýslið ehf. um rekstur Upplýsingamiðstöðvar.
6. Sameiningarmál Strandabyggðar.
7. Forstöðumannaskýrslur.
8. Erindi frá Unicef um verkefnið Barnvæn sveitarfélög.
9. Erindi frá Cycling Westfjords um styrk til gerðar upplýsingakorts.
10. Kynning frá Bjargi íbúðafélagi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða.
11. Erindi frá Sveitarstjórnarráðuneyti varðandi samstarf um aðgengisfulltrúa.
12. Fundargerð frá Sambandi sveitarfélaga v.stofnunar húsnæðissjálfseignastofnunar frá 27.janúar 2022.
13. Fundargerð velferðarnefndar Stranda- og Reykhólahrepps frá 13.janúar 2022.
14. Fundargerð Tómstunda- íþrótta- og menningarnefndar frá 31.janúar 2022.
15. Fundargerð Fræðslunefndar frá 3.febrúar 2022.
16. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 7. febrúar 2022.
17. Fundargerð Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 905 dags. 14. janúar 2022.
18. Fundargerð Náttúrustofu Vestfjarða frá 1.febrúar 2022.
19. Fundargerðir Vestfjarðarstofu nr. 37, 38, 39, 40, 41, 42 og 43 ásamt starfsáætlun ársins 2022.

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:
Jón Gísli Jónsson
Ásta Þórisdóttir
Guðfinna Lára Hávarðardóttir
Pétur Matthíasson
Jón Jónsson


Strandabyggð 4.febrúar 2021
Jón Gísli Jónsson oddviti

Hrafnhildur Skúladóttir, nýr íþrótta- og tómstundafulltrúi í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 31. janúar 2022

Hrafnhildur Skúladóttir hefur verið ráðin í nýtt sameinað starf íþrótta- og tómstundafulltrúa í Strandabyggð frá 1. febrúar 2022.

Hrafnhildur hefur starfað sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis Strandabyggðar á árunum 2015-2017 og frá 2019 og hefur langa starfsreynslu á sviði íþrótta-og ungmennastarfs, ferðamennsku og viðburðastjórnun. Hrafnhildur er stúdent af náttúrufræðibraut Borgarholtsskóla og málabraut MA og hefur lokið háskólaeiningum í ferðamálafræði, læknisfræði og lögfræði. Hún brennur m.a. fyrir lýðheilsu og forvarnarmálum og við hlökkum til samstarfs við hana áfram í nýju og spennandi starfi.

Á verksviði nýs íþrótta og tómstundafulltrúa er m.a. stjórn og verkefnavinna á málaflokkum íþrótta, tómstunda- og menningarstarfs, forvörnum og lýðheilsuverkefnum á vegum Strandabyggðar, vinna að stefnumótum, umbótum og uppbyggingu með fagnefndum og sveitarstjórn ásamt faglegri og rekstrarlegri ábyrgð á starfsemi Íþróttamiðstöðvar og tjaldsvæðis, félagsmiðstöðinni Ozon, félagsstarfi eldri borgara, ungmennahúsi og skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem sveitarfélagið kemur að. Verkefnastjórn um Vinnuskóla Strandabyggðar og sumarnámskeið.

Við bjóðum Hrafnhildi velkomna í nýja starfið!



Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón