A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dýralæknir verður á Hólmavík 18. nóvember

| 08. nóvember 2021


Daníel Haraldsson sinnir hreinsun á hundum og köttum fimmtudaginn 18. nóvember n.k. í Áhaldahúsinu milli kl. 16:00 og 18:00.

Gott væri ef hundaeigendur gætu komið á milli 16:00 og 17:00 kattaeigendur á milli 17:00 og 18:00. Hundar þurfa að vera í taumi og kettir í búri en einnig er í boði að sækja lyfin fyrir kettina á auglýstum tíma til Daníels.

Kattaeigendur eru einnig minntir á að hreinsun katta er ekki innfalin í leyfisgjaldinu, skammurinn kostar 1.700 kr og verður innheimt með leyfisgjaldinu í lok nóvember. 

Hunda og kattaeigendur í Strandabyggð, bæði þéttbýli og dreifbýli eru hvattir til að mæta og nýta sér þjónustuna.

Allir hundar og kettir innan þéttbýlis skulu skráðir og bera merkingar skv. reglugerð um hunda og kattahald sem finna má á vef Strandabyggðar. Skylt er að færa hunda og ketti til hreinsunar árlega.

Þeir sem óska eftir annari dýralæknisþjónustu eða upplýsingum er velkomið að hafa samband við Daníel í síma 434-1122 á milli 9 og 11 alla virka daga eða á netfangið dannidyralaeknir@gmail.com

Sveitarstjórnarfundur 1325 í Strandabyggð 9.nóvember 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 05. nóvember 2021

Fundur nr. 1325, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 9. nóvember 2021 kl. 16.00 í Hnyðju Höfðagötu 3, Hólmavík.


 


Fundardagskrá er svohljóðandi:


 



  1. Fjárhagsáætlun ársins 2022 og 3ja ára áætlun 2023-2025, fyrri umræða

  2. Útsvarsprósenta ársins 2022

  3. Fasteignagjaldaálagning 2022 og reglur um afslætti eldri borgara

  4. Gjaldskrár Strandabyggðar 2022

...
Meira

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum

Soffía Guðrún Guðmundsdóttir | 05. nóvember 2021

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum

Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla:
a) með því að senda tölvupóst á felagsmalastjori@strandabyggd.is
b) hafa samband við félagsmálastjóra í síma 842 2511.
c) koma í afgreiðslu félagsþjónustunnar að Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík og fylla þar út umsókn um styrkinn.
Með styrkumsókn þarf að fylgja útprentuð staðfesting frá island.is (má einnig vista og senda rafrænt í tölvupósti með umsókninni) um að viðkomandi eigi rétt á styrknum og einnig þarf að fylgja staðfesting á útlögðum kostnaði vegna íþrótta- og tómstundastarfs barns/barna í fjölskyldunni. Með tekjulágum heimilum er átt við heimili þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 787.200 kr. á mánuði á tímabilinu mars til júní 2021
Ef vafi leikur á hvort ákveðið íþrótta- og tómstundastarf sé styrkhæft er hægt að fá leiðbeiningar sbr. leiðirnar hér að ofan.
Einungis er hægt að sækja um styrk vegna þátttöku í íþrótta- eða tómstundastarfi, ekki til kaupa á íþróttavörum, búnaði eða öðru þess háttar. Einungis er styrkt vegna barna á aldrinum 6-16 ára, fædd á árunum 2006 til 2015, þ.e. á grunnskólaaldri, allt að 25.000 kr. fyrir hvert barn.

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhóla afgreiðir umsóknir sem berast og svarar umsækjendum að því loknu eða innan mánaðar frá því að öll gögn liggja fyrir. Ef viðkomandi fær synjun á umsókn sína frá félagsmálastjóra eða er ósáttur við niðurstöðu málsins getur hann skotið málinu til Velferðarnefndar Stranda og Reykhóla sem fjallar þá um málið. Erindi þess eðlis skal sent skriflega ásamt rökstuðningi umsækjanda til: Velferðarnefnd Stranda og Reykhóla, Hafnarbraut 25, 510 Hólmavík.
Frestur til að sækja um styrkinn er til 31.12.2021

Úrslit í Hrekkjavökulistakeppni Frístundar 2021

| 04. nóvember 2021
Vinnings
Vinnings
« 1 af 14 »

Í október 2021 hélt Frístundin í Grunnskólanum á Hólmavík listakeppni með hrekkjavökuþema. Um var að ræða þrjá aldurshópa: 1.-3. bekk, 4.-6. bekk og 7.-10. bekk. Einnig var haldin sérstök keppni fyrir fullorðna. Þökk sé einstöku gjafmildi fyrirtækja og einstaklinga gátum við boðið upp á mjög spennandi verðlaun og börnin voru öll mjög spennt að taka þátt og eiga mögulega á svo glæsilegum verðlaunum. Í ár var metþátttaka í keppninni (mjög líklega vegna frábærs stuðnings og hvatningu frá hinum frábæra listakennara Grunnskólans) og við sáum mikinn frumleika, sköpunargleði og góða samsetningarhæfileika. Það er óhætt að segja að skólasamfélagið okkar er mjög ríkt af hæfileikaríku fólki, frá þeim yngstu til hinna elstu!

Það voru í boði þrenn verðlaun fyrir hvern aldursflokk (tvenn fyrir fullorðna) og við viljum taka það fram að við áttum töluvert erfitt með að velja vinningshafa. Allir sem tóku þátt eru sannarlega sigurvegarar.


Verðlaunahafarnir eru eftirfarandi - og myndirnar þeirra sjást hér hægra megin.


Frístundin vill sérstaklega þakka Café Riis, Strandagaldri, Írisi Björgu, Ásdísi Bragadóttur, Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur og Gámaþjónustu Hólmavíkur fyrir að gefa frábæra vinninga og aðstoða okkur við að framkvæma þennan spennandi atburð fyrir börnin okkar.

 

Á næsta ári vonumst við til að geta bætt við flokki leikskólabarna!


Verðlaun í listakeppni Hrekkjavöku 2021


1.-3. Bekkur 


1.    Guðrún Ösp 

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum 

    Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur


2.    Sunna Miriam

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum

   

3.    Halldór Logi

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Krípí-krúttlegur draugur frá Ásdísi Bragadóttur


4.-6. Bekkur


1.    Birna Dröfn

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum 

    Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur


2.    Kormákur Elí 

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum

   

3.    Amira Linda

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Krípí-kruttleg vampíra frá Ásdísi Bragadóttur


7.-10. Bekkur


1.    Þórey Dögg

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Gjafabréf fyrir heitt súkkulaði fyrir tvo frá Galdrasýningu á Ströndum 

    Ullarvettlingar frá Írisi Björgu Guðbjartsdóttur


2.    Unnur Erna

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Galdrastafur frá Galdrasýningu á Ströndum

   

3.    Stefán Þór

    Gjafabréf fyrir 16" pizzu frá Café Riis

    Krípí-kruttleg beinagrind frá Ásdísi Bragadóttur


Aukaverðlaun 1: Ólöf Katrín

Ökuskóli 1 og 2 fyrir némanda í 10. bekk frá Bjarnþóru Maríu Pálsdóttur


Aukaverðlaun 2: Ómar Elías

Krúttlegur bangsi frá Ásdísi Bragadóttur


Fullorðinskeppni


1.    Hjördís Inga Hjörleifsdóttir

    Gjafabréf fyrir 7.500kr á Café Riis frá Gámaþjónustu Hólmavíkur

2.    Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir

    Gjafabréf fyrir 7.500kr á Café Riis frá Gámaþjónustu Hólmavíkur 

Ungmennaþing og kosningar í ungmennaráð

| 02. nóvember 2021
Í dag, þriðjudaginn 2. nóvember, fer fram ungmennaþing. Þingið verður haldið í Hnyðju kl. 17:00 og er meginefnið kosningar til ungmennaráðs. Þau sem geta boðið sig fram og/eða kosið eru ungmenni á aldrinum 13-25 ára sem eiga lögheimili í Strandabyggð.
Þau sem stunda nám og vinnu annar staðar en eiga engu að síður heima í Strandabyggð geta einnig boðið sig fram. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þau sem ekki geta komið geta óskað eftir að taka þátt í gegn um streymi.

Ungmennaráð getur fjallað um öll þau mál sem tengjast ungmennum í Strandabyggð á einn eða annan hátt. Ungmennaráð er ein fastanefnda sveitarfélagsins ásamt því að fulltrúar eru áheyrnarfulltrúar í öðrum fastanefndum. Seta í ungmennaráði veitir því ungu fólki tækifæri til að hafa bein áhrif á stefnumótun og ákvarðanartöku í sveitarfélaginu. Greitt er fyrir setu í ungmennaráði.

Nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/368624104944249
Eldri færslur

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón